Enski boltinn

Liverpool reyndi líka að kaupa Micah Richards

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Micah Richards.
Micah Richards. Mynd/AFP
Það hefur verið nóg að gera hjá forráðamönnum Liverpool í dag. Þeir hafa þegar keypt Andy Carroll frá Newcastle fyrir metfé og eru langt komnir með að selja Fernando Torres fyrir metfé til Chelsea.

Þar með er ekki öll sagan sögð. Liverpool reyndi líka að bjóða 20 milljónir punda í Micah Richards, varnarmann Manchester City, og er í langt komið með að kaupa Charlie Adam, fyrirliða Blackpool.

Manchester City hafnaði tilboði Liverpool en Charlie Adam er á leiðinni í viðræðum á Anfield samkvæmt heimildum breska fjölmiðla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×