Enski boltinn

Mun Chelsea bjóða 9 milljarða kr. í Torres?

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Fernando Torres gæti átt erfitt með að heilla stuðningsmenn Liverpool ef ekkert verður af því að hann fari frá félaginu eins og hann óskaði sjálfur eftir í lok s.l. viku.
Fernando Torres gæti átt erfitt með að heilla stuðningsmenn Liverpool ef ekkert verður af því að hann fari frá félaginu eins og hann óskaði sjálfur eftir í lok s.l. viku. Nordic Photos/Getty Images

Enskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Chelsea hafi hækkað tilboð sitt í spænska framherjann Fernando Torres í 50 milljón pund eða rúmlega 9 milljarða kr. Hinn 26 ára gamli framherji Liverpool hefur óskað eftir því að vera settur á sölulista en samkvæmt samningi hans við liðið getur hann farið ef eitthvað lið býður 50 milljón pund í hann.

Það verður forvitnilegt að fylgjast með gangi mála á leikmannamarkaðinum í dag en í dag er síðasti möguleikinn fyrir lið að fá til sín leikmenn lokað verður fyrir félagaskipti í Evrópu í kvöld.

Chelsea gæti einnig rofið öll viðmið hvað varðar laun í ensku úrvalsdeildinn og er félagið tilbúið að gera 5 ára samning við Torres þar sem hann fengi 175.000 pund á viku eða 32 milljónir kr.

Luis Suarez mun líklega skrifa undir samning við Liverpool í dag en hann fór í læknisskoðun í gær. Suarez er framherji og er landsliðsmaður Úrúgvæ, hann var hjá Ajax í Hollandi, og greiðir Liverpool um 4,3 milljarða kr. fyrir hann eða tæplega 24 milljónir punda. Liverpool er einnig sagt vera á höttunum eftir Ashley Young frá Aston Villa og Charlie Adam sem hefur leikið vel með Blackpool í vetur. Talið er að Blackpool vilji fá allt að 2,2 milljarða kr. fyrir Adam eða 12 milljónir punda. Liverpoo hefur áður boðið um 6,5 milljónir punda í leikmanninn en því boði var hafnað.

Torres er ekki á neinum lúsarlaunum hjá Liverpool en hann fær um 20 milljónir kr. á viku eða 110.000 pund. Samningur hans við Liverpool rennur út sumarið 1013. Liverpool keypti Torres sumarið 2007 frá Atletico Madrid á Spáni fyrir um 4 milljarða kr. eða 21 milljón pund.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×