Fleiri fréttir

Fulham hafnaði öðru tilboði Arsenal í Mark Schwarzer

Fulham hefur hafnað öðru tilboði Arsenal í ástralska markvörðinn Mark Schwarzer samkvæmt frétt á Guardian í dag. Schwarzer hefur sjálfur lýst yfir miklum áhuga á því að gerast leikmaður hjá Arsene Wenger.

Hodgson gæti hvílt Gerrard í kvöld

Roy Hodgson gæti hvílt lykilmenn Liverpool á borð við Steven Gerrard í leiknum gegn Trabzonspor í Evrópudeildinni í kvöld. Stjórinn setur úrvalsdeildina í forgang.

Komið að BBC að hæla Gylfa

Gylfi Sigurðsson hefur skorað átta mörk í síðustu átta heimaleikjum Reading. Enn einu sinni er Íslendingnum svo hrósað af stóru miðlunum á Englandi.

Squillaci á leiðinni til Arsenal?

Sebastien Squillaci er nú sterklega orðaður við Arsenal. Arsene Wenger vill bæta við sig varnarmanni fyrir lok félagaskiptagluggans og landi hans er þar einna efstur á blaði.

West Ham á að fá Ólympíuleikvanginn

West Ham vann sér inn stig í dag í kapphlaupinu um Ólympíuleikvanginn í London. Borgarstjóri svæðisins sem leikvangurinn verður á sagðist þá vilja að Hamrarnir flyttu þangað eftir leikana.

Ronald Koeman vill taka við Aston Villa

Ronald Koeman segist vera á óskalista Aston Villa. Félagið leitar nú að nýjum knattspyrnustjóra eftir að Marton O´Neill sagði starfi sínu lausu.

Skrtel framlengdi við Liverpool

Slóvakinn Martin Skrtel hefur skrifað undir tveggja ára framlengingu á samnigi sínum við Liverpool. Hann er nú samningsbundinn til ársins 2014.

Ferguson hefur aldrei séð Bebe spila

Sir Alex Ferguson viðurkennir að hann hafi aldrei séð nýjasta sóknarmanninn sinn, Bebe, spila. Þetta er í fyrsta sinn sem hann kaupir leikmann án þess að sjá leik með honum.

Neymar fundar með fjölskyldunni vegna Chelsea

Neymar mun ákveða það í þessari viku hvort hann gangi í raðir Chelsea eða ekki. Hinn 18 ára gamli framherji hefur boðað til allsherjar fjölskyldufundar vegna málsins.

Brad Jones semur við Liverpool

Ástralski markmaðurinn Brad Jones er við það að skrifa undir þriggja ára samning við Liverpool. Hann verður varamarkmaður Pepe Reina.

Alltaf dreymt um að spila með Giggs og Scholes

Mexíkóinn Javier Hernandez segir að gamall draumur sé að rætast hjá honum þessa dagana. Hann segist nefnilega alltaf hafa dreymt um að spila með Ryan Giggs og Paul Scholes.

Bellamy ekki í neinni fýlu

Framherjinn skapheiti, Craig Bellamy, segist ekkert vera fúll út í Roberto Mancini, stjóra Man. City, þó svo Mancini vilji ekkert með hann hafa og sé búinn að lána hann frá félaginu.

Milner fer til City eftir allt saman

Vængmaðurinn James Milner er á leiðinni til Man. City eftir allt saman. Aston Villa og Man. Citu hafa komið sér saman um kaupverð.

Tekur pressuna af Tottenham fyrir kvöldið

Harry Redknapp reynir nú að taka pressuna af félagi sínu fyrir stórleikinn gegn Young Boys frá Sviss í forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Um fyrri leik liðanna er að ræða.

Mascherano fer bara fyrir rétt verð

Javier Mascherano má fara frá Liverpool, en bara fyrir rétt verð. Þetta segir Roy Hodgson, stjóri félagsins, um miðjumanninn. Hann byrjaði gegn Arsenal og stóð sig frábærlega.

Orðrómarnir trufla einbeitingu Almunia

The Guardian greinir frá því í dag að Arsenal muni hækka boð sitt í markmanninn Mark Schwarzer hjá Fulham. Manuel Almunia er ósáttur með orðrómana.

Sir Alex hrósar Scholes í hástert

Hinn 35 ára gamli Paul Scholes stal senunni í 3-0 sigri Manchester United á Newcastle í gær. Hann var hreint magnaður í sigrinum en Dimitar Berbatov, Ryan Giggs og Darren Fletcher skoruðu mörkin.

Milner gefur City frest þar til á fmmtudag

James Milner er orðinn þreyttur á að bíða eftir Manchester City og ætlar að spila í Evrópuleik Aston Villa á fimmtudaginn ef City gengur ekki frá kaupunum fyrir þann tíma.

Man. Utd byrjar deildina á sigri

Manchester United hóf leiktíðina í ensku úrvalsdeildinni vel í kvöld er liðið fékk nýliða Newcastle í heimsókn.

Sjá næstu 50 fréttir