Enski boltinn

Mascherano fer bara fyrir rétt verð

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Mascherano í baráttunni gegn Arsenal.
Mascherano í baráttunni gegn Arsenal. GettyImages
Javier Mascherano má fara frá Liverpool, en bara fyrir rétt verð. Þetta segir Roy Hodgson, stjóri félagsins, um miðjumanninn. Hann byrjaði gegn Arsenal og stóð sig frábærlega.

Mascherano var af mörgum valinn maður leiksins en eins og kunnugt er hefur hann sagst vilja fara frá Liverpool. Barcelona og Inter eru talin hafa áhuga á honum.

Ekkert tilboð hefur borist í Mascherano sem er með munnlegt samkomulag við félagið um að hann megi fara.

"Við viljum halda honum og það munum við gera nema rétt tilboð berist. Sum félög vilja bara bjóða í menn undir lok félagaskiptagluggans. Það væri fínt ef öll þessi félög sem eru talin hafa áhuga á að kaupa hann hafi samband," sagði Hodgson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×