Enski boltinn

Neymar fundar með fjölskyldunni vegna Chelsea

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Carlo Ancelotti.
Carlo Ancelotti. GettyImages
Neymar mun ákveða það í þessari viku hvort hann gangi í raðir Chelsea eða ekki. Hinn 18 ára gamli framherji hefur boðað til allsherjar fjölskyldufundar vegna málsins.

Neymar er aðeins 18 ára gamall en Chelsea hefur staðfest að hann sé að tala við fjölskyldu sína um það hvort hann eigi að flytjast til Englands eður ei.

Chelsea hefur boðið 24 milljónir punda í Neymar, en Santos vonaðist eftir því að fá 30 milljónir punda.

Umboðsmaður Neymar staðfesti að leikmaðurinn sé að hitta fjölskyldu sína þessa dagana og ákvörðun muni liggja fyrir fljótlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×