Enski boltinn

Redknapp: Hæfileikum Bellamy sóað hjá Cardiff

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Craig Bellamy.
Craig Bellamy. GettyImages
Harry Redknapp segir að Craig Bellamy sé of góður til að spila í ensku Championship deildinni. Stjóri Tottenham hafði vonast eftir því að fá framherjann til sín.

Bellamy er á óskalista fleiri félaga en Caridff leiðir kapphlaupið. Hann er á leiðinni þangað að æfa með félaginu og ræða við forráðamenn félagsins.

Tottenham, Liverpool, West Ham og fleiri félög, meðal annars Celtic, voru öll orðuð við Bellamy.

"Craig er úrvalsdeildarleikmaður í mínum augum. Ég vil ekki sýna Cardiff neina óvirðingu, en hann á að spila með góðu félagi í úrvalsdeildinni. Ég óska Cardiff góðs gengis en þetta er sóun á hæfileikum hans."

Eins og fram hefur komið er Bellamy kominn í bann hjá Manchester City og mun hann fara frá félaginu fljótlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×