Enski boltinn

Brad Jones semur við Liverpool

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
GettyImages
Ástralski markmaðurinn Brad Jones er við það að skrifa undir þriggja ára samning við Liverpool. Hann verður varamarkmaður Pepe Reina.

Diego Cavalieri á leiðinni aftur til Brasilíu samkvæmt fréttum en Jones telst sem heimamaður í nýju leikmannakerfi UEFA.

Hann spilaði 75 leiki fyrir Middlesbrough en hann er 28 ára gamall.

Kaupverðið er 2,3 milljónir punda en hann hefur þegar staðist læknisskoðun á Anfield.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×