Enski boltinn

Bellamy ekki í neinni fýlu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Framherjinn skapheiti, Craig Bellamy, segist ekkert vera fúll út í Roberto Mancini, stjóra Man. City, þó svo Mancini vilji ekkert með hann hafa og sé búinn að lána hann frá félaginu.

Bellamy var í dag lánaður til 1. deildarliðsins Cardiff og þar verður hann í vetur.

Tottenham, Fulham og Celtic voru á meðal þeirra liða sem vildu fá Bellamy en hann kaus að fara til heimaliðsins í Wales. Cardiff verður níunda félagið sem Bellamy spilar fyrir á skrautlegum ferli.

"Það var ekkert erfitt við þetta. Ég skemmti mér stórkostlega hjá City á frábærum tíma hjá félaginu. Ég var keyptur til félagsins til þess að hjálpa því að komast á næsta stig. Mér fannst ég skila mínu. Liðið er núna að kaupa ótrúlega leikmenn til félagsins," sagði auðmjúkur Bellamy en viðbrögð hans koma flestum á óvart enda var búist við því að hann væri brjálaður.

"Á næstu tveimur árum mun félagið örugglega vinna enska meistaratitilinn. Ég vona að félaginu takist það. Ég er ekki í neinni fýlu yfir því að hafa verið látinn fara. Ég vona að Mancini standi sig vel með liðið enda frábær stjóri."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×