Enski boltinn

Kompany: Eyðsla City er góð fyrir enska boltann

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
GettyImages
Vincent Kompany segir að eyðsla Manchester City sé bara góð fyrir fótboltann. Varnarmaðurinn ver yfir 100 milljón punda eyðslu félagsins í sumar.

James Milner er næstur inn og er eyðslan þar með að verða 130 milljónir punda. Margir hafa lýst yfir óánægju sinni með framgöngu mála, meðal annars eigendur Wolves og Aston Villa.

En Kompany segir að City sé að reyna að keppa um titilinn eins og Roman Abramovich gerði þegar hann breytti Chelsea úr miðlungsfélagi í meistarafélag með óhóflegri eyðslu.

"Það er gott fyrir enska boltann það sem er að gerast hér," sagði Kompany. "Mér er alveg sama hvað fólk segir, það hafa allir gaman að þessu, meira að segja þeir sem gagnrýna okkur."

"Mér er alveg sama þó að margir óski okkur slæms gengis, 50 þúsund manns vilja sigur í hverjum heimaleik hjá okkur. Það sem þú vilt er að hafa mörg lið berjast um titilinn og með þessu erum við komnir í þá stöðu," sagði Kompany.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×