Enski boltinn

Milner gefur City frest þar til á fmmtudag

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Milner fagnað eftir að hann skoraði gegn West Ham.
Milner fagnað eftir að hann skoraði gegn West Ham. GettyImages
James Milner er orðinn þreyttur á að bíða eftir Manchester City og ætlar að spila í Evrópuleik Aston Villa á fimmtudaginn ef City gengur ekki frá kaupunum fyrir þann tíma.

Það myndi setja Milner í bann í Evrópukeppnum hjá City og því yrði væntanlega ekkert af kaupunum.

Milner var frábær í sigrinum á West Ham um helgina og stuðningsmenn félagsins hylltu hann með standandi lófaklappi.

Talið er að Stephen Ireland sé ástæðan fyrir því að kaupin hafi ekki þegar gengið í gegn. Hann heimtar tveggja milljón punda bónusgreiðslu frá City fyrir að fara. Það er félagið tregt til að gera en nota átti hann í skiptum fyrir Milner auk peningagreiðslu.

Villa mætir Rapid Vín á fimmtudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×