Fleiri fréttir

Michel á leið til Birmingham

Forráðamenn Sporting Gijon frá Spáni hafa staðfest að félagið hefur tekið tilboði Birmingham í miðvallarleikmanninn Michel.

Chivu fer ekki til City

Umboðsmaður Cristian Chivu segir að ekkert sé til í þeim sögusögnum að leikmaðurinn sé á leið til Manchester City.

Fran Merida á leið frá Arsenal

Hinn stórefnilegi Fran Merida er sagður vera á góðri leið með að ganga til liðs við Atletico Madrid á Spáni.

Leik Arsenal og Bolton hefur líka verið frestað

Það verður ekkert af leik Arsenal og Bolton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þar sem leiknum hefur verið frestað vegna slæms veðurs í London. Þetta er einn leikurinn til viðbótar sem hefur þurft að fresta vegna óvenju slæms veðurslags í Englandi.

Ferguson tekinn við Preston

Darren Ferguson hefur tekið við knattspyrnustjórn enska B-deildarliðsins Preston North End. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið í dag.

Eiður orðaður við Tottenham og West Ham

Franska dagblaðið L'Equipe fullyrðir í dag að ensku úrvalsdeildarfélögin Tottenham og West Ham hafi áhuga á að fá landsliðsmanninn Eið Smára Guðjohnsen í sínar raðir.

Liverpool hafnaði boði Birmingham

Liverpool mun hafa hafnað tilboði Birmingham í Hollendinginn Ryan Babel, eftir því sem enska dagblaðið Daily Mirror heldur fram.

Wenger vill semja við Gallas á ný

Arsene Wenger er ánægður með frammistöðu William Gallas hjá félaginu og er áhugasamur um að bjóða honum nýjan samning.

Mettap hjá Manchester City

Manchester City hefur sett nýtt met í enskri knattspyrnu með því að skila tapi upp á 92,6 milljónir punda á síðasta rekstrarári.

Voronin vill til Rússlands

Útlit er fyrir að Úkraínumaðurinn Andriy Voronin sé á leið til Liverpool en hann mun hafa átt viðræður við rússneska félagið Dinamo Moskvu í vikunni.

Wenger vill fá Cole

Arsene Wenger er sagður ætla að bjóða níu milljónir punda í Carlton Cole, leikmann West Ham.

Zamora meiddist á öxl

Bobby Zamora, leikmaður Fulham, meiddist nokkuð illa á öxl í leik liðsins gegn Stoke í gær og er útlit fyrir að hann verði frá í einhvern tíma vegna þessa.

Veron hafnaði City

Juan Sebastian Veron hefur greint frá því að hann hafnaði tilboði frá Roberto Mancini um að ganga til liðs við Manchester City.

Stoke vann Fulham í fimm marka leik

Stoke vann 3-2 sigur á Fulham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en þetta var frestaður leikur vegna þátttöku Fulham í Evrópudeild UEFA. Stoke komst í 3-0 fyrri hálfleik en Fulham var næstum því búið að jafna leikinn undir lokin. Þetta var fyrsti sigur Stoke í sex leikjum.

Umboðsmaður: Dossena til Napoli á morgun

Eins og áður hefur verið greint frá er Andrea Dossena á leið til Napoli frá Liverpool í Englandi. Umboðsmaður hans segir að það gæti gengið í gegn á morgun.

Coyle vill taka við Bolton

Owen Coyle vill hætta hjá Burnley og taka við knattspyrnustjórn hjá Bolton eftir því sem kemur fram á heimasíðu fyrrnefnda félagsins í dag.

Borgarslagnum í Manchester frestað

Ákveðið hefur verið að fresta leik Manchester City og Manchester United í undnaúrslitum ensku bikarkeppninnar en leikurinn átti að fara fram annað kvöld.

Hughes á leið til Tyrklands?

Mark Hughes er sagður efstur á óskalista tyrkneska knattspyrnusambandsins um að taka við þjálfun landsliðs þess.

Kovac hættur með landsliðinu

Tékkinn Radoslav Kovac hefur gefið það út að hann muni ekki framar gefa kost á sér í landsliðið svo hann geti einbeitt sér að ferlinum með West Ham.

O'Hara á leið aftur til Tottenham

Útlit er fyrir að Jamie O'Hara sé aftur á leið til Tottenham en hann hefur verið í láni hjá Portmouth á leiktíðinni.

Birmingham bauð í Babel

Enskir fjölmiðlar fullyrða að Birmingham hafi lagt fram tilboð upp á átta milljónir punda í Hollendinginn Ryan Babel hjá Liverpool.

Leik Blackburn og Aston Villa frestað

Ákveðið hefur verið að fresta viðureign Blackburn og Aston Villa í undanúrslitum ensku deildabikarkeppninnar sem átti að fara fram í kvöld.

Allardyce hefur trú á McCarthy

Sam Allardyce, stjóri Blackburn, telur að Benni McCarthy gæti haft stóru hlutverki að gegna í leik liðsins gegn Aston Villa í undanúrslitum ensku deildabikarkeppninnar í kvöld.

Notts County í kaupbann

Notts County hefur verið sett í kaupbann þar sem skattayfirvöld í Bretlandi hafa nú krafist þess í annað skipti á skömmum tíma að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta.

Newcastle neitar fréttum um Geremi

Enska B-deildarfélagið Newcastle hefur neitað þeim fregnum að Geremi sé farinn frá félaginu þó svo að tyrkneska félagið Ankaragücü hafi tilkynnt að hann væri orðinn leikmaður félagsins.

Dossena á leið til Napoli

Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Andrea Dossena verði seldur til Napoli frá Liverpool en ítalskir fjölmiðlar greindu frá því í gær.

Enn óvissa um framtíð Coyle

Forráðamenn Burnley sendu í gærkvöldi frá sér yfirlýsingu þar sem greint er frá því að engin ákvörðun verði tekin um framtíð knattspyrnustjórans Owen Coyle næsta sólarhringinn, eða þar til í kvöld.

Ashley Cole dæmdur fyrir of hraðan akstur

Ashley Cole, varnarmaður Chelsea og enska landsliðsins, var í dag dæmdur fyrir að aka á meira en tvöföldum hámarkshraða í nóvember síðastliðnum. Cole var tekinn á 167 kílómetrahraða á hinum svarta Lamborghini Gallardo sportbíl sínum í nágrenni London.

Tomas Rosicky búinn að gera nýjan samning við Arsenal

Tékkneski landsliðsmiðjumaðurinn Tomas Rosicky hefur gert nýjan samning við Arsenal en félagið gaf þó ekki út hversu langur nýi samningurinn er. Rosicky kom til Arsenal frá Borussia Dortmund árið 2006.

Bolton Wanderers og Burnley búin að semja um bætur fyrir Coyle

Bolton Wanderers og Burnley sömdu í kvöld um bætur fyrir Owen Coyle verður væntanlega kynntur í kvöld sem nýr stjóri Bolton-liðsins. Barry Kilby, stjórnarformaður Burnley ætlar samt að hitta Coyle í kvöld og reyna að sannfæra hann um að vera áfram hjá Burnley.

Enn óvissa um framtíð Dossena

Umboðsmaður Andrea Dossena segir að mikil óvissa er um framtíð leikmannsins hjá Liverpool en hann hefur verið orðaður við nokkkur lið á Ítalíu.

Rodriguez nálgast Liverpool

Umboðsmaður Maxi Rodriguez, leikmanns Atletico Madrid, segir að miklar líkur eru á því að leikmaðurinn muni ganga í raðir Liverpool í mánuðinum.

Sjá næstu 50 fréttir