Enski boltinn

Shearer neitar að hann sé að taka við Sheffield Wednesday

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alan Shearer.
Alan Shearer. Nordic Photos / Getty Images
Alan Shearer segir ekkert hæft í þeim fregnum um að hann sé að taka við liði Sheffield Wednesday á næstunni.

Ensku blöðin hafa fullyrt að þetta sé í pípunum og að Gary Speed, fyrrum liðsfélagi Shearer hjá Newcastle, verði aðstoðarmaður hans.

Brian Laws hætti hjá Wednesday í síðasta mánuði eftir að liðið tapaði fyrir Leicester, 3-0. Liðið er sem stendur í neðsta sæti ensku B-deildarinnar.

Nigel Worthington, landsliðsþjálfari Norður-Íra, hefur lýst yfir áhuga á að taka við starfinu en aðrir hafa einnig verið orðaðir við starfið, til að mynda Darren Ferguson og Steve Cotterill.

Shearer stýrði Newcastle í síðustu átta leikjum liðsins í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en tókst ekki að bjarga liðinu frá falli. Hann vildi halda áfram með liðið en Chris Hughton var fastráðinn í starfið í október. Newcastle er nú á toppi ensku B-deildarinnar með sex stiga forystu á næsta lið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×