Enski boltinn

Voronin vill til Rússlands

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Andryi Voronin í leik með Liverpool.
Andryi Voronin í leik með Liverpool. Nordic Photos / Getty Images
Útlit er fyrir að Úkraínumaðurinn Andriy Voronin sé á leið til Liverpool en hann mun hafa átt viðræður við rússneska félagið Dinamo Moskvu í vikunni.

Enskir fjölmiðlar greina frá því í dag að talið sé að Voronin hafi flogið til Rússlands í gær og fundað með forráðamönnum Dinamo. Söluverðið er sagt vera um ein og hálf milljón punda.

Voronin hefur ekki tekist að festa sig í sessi í liði Liverpool og var hann í láni hjá Herthu Berlín á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði ellefu mörk í 20 leikjum. Hann hefur alls skorað fimm mörk í 24 leikjum með Liverpool en hann kom til félagsins árið 2007 frá Bayer Leverkusen.

Annar leikmaður Liverpool, Andrea Dossena, er á góðri leið með að ganga frá félagaskiptum til Napoli og þá hefur einnig mikið verið fjallað um framtíð Ryan Babel hjá félaginu. Birmingham var í gær sagt hafa lagt fram tilboð upp á átta milljónir punda í hann.

Þá er talið afar líklegt að Argentínumaðurinn Maxi Rodriguez sé á leið til Liverpool frá Atletico Madrid á Spáni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×