Enski boltinn

Enn óvissa um framtíð Coyle

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Owen Coyle, stjóri Burnley.
Owen Coyle, stjóri Burnley. Nordic Photos / AFP
Forráðamenn Burnley sendu í gærkvöldi frá sér yfirlýsingu þar sem greint er frá því að engin ákvörðun verði tekin um framtíð knattspyrnustjórans Owen Coyle næsta sólarhringinn, eða þar til í kvöld.

Bolton vill að Coyle taki við starfi knattspyrnustjóra hjá sér eftir að Gary Megson var rekinn í síðustu viku. Félögin hafa komist að samkomulagi um bætur fyrir Coyle og er talið að Bolton þurfi að greiða 3,6 milljónir punda fyrir að leysa hann undan samningi hans við Burnley.

Coyle ræddi við við stjórnarformann Burnley, Barry Kilby í gærkvöldi, og var yfirlýsingin gefin út eftir þann fund.

„Báðir aðilar hafa samþykkt að taka sér sólarhring til viðbótar til að melta allar upplýsingarnar. Á þeim tíma mun hvorki félagið né Owen Coyle tjá sig meira um málið."

Jóhannes Karl Guðjónsson leikur með Burnley og Grétar Rafn Steinsson með Bolton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×