Enski boltinn

Wenger vill semja við Gallas á ný

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
William Gallas í leik með Arsenal.
William Gallas í leik með Arsenal. Nordic Photos / Getty Images
Arsene Wenger er ánægður með frammistöðu William Gallas hjá félaginu og er áhugasamur um að bjóða honum nýjan samning.

Núverandi samningur Gallas rennur út í sumar en stefna Arsenal hefur verið að bjóða leikmönnum sem eru orðnir þrítugir ekki meira en eins árs samning.

Gallas er 32 ára og ekki ólíklegt að það verði gerð undantekning á þeirri reglu í hans tilviki.

„Það er aðeins hægt að bjóða 32 ára sóknarmanni eins árs samning í senn," sagði Wenger við enska fjölmiðla. „Það mætti þó skoða það í víðara samhengi þegar um miðvörð er að ræða. Við munum sjá til."

„William hefur verið frábær á tímabilinu. Hann gerir það sem alla stjóra dreymir um - talar ekki og spilar vel."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×