Enski boltinn

Mettap hjá Manchester City

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Robinho í leik með Manchester City.
Robinho í leik með Manchester City. Nordic Photos / Getty Images
Manchester City hefur sett nýtt met í enskri knattspyrnu með því að skila tapi upp á 92,6 milljónir punda á síðasta rekstrarári.

Þetta ætti þó að koma ekki á óvart þar sem að moldríkir eigendur félagsins hafa verið duglegir að ausa pening í félagið, allra helst í leikmannnakaup og launagreiðslur. Nýir eigendur komu að félaginu í september árið 2008.

Til að mynda var Brasilíumaðurinn Robinho keyptur frá Real Madrid fyrir 32,5 milljónir punda sem er met á Bretlandseyjum. Félagið hefur keypt fleiri þekkta leikmenn, svo sem Shay Given og Craig Bellamy.

Þó eru þeir leikmenn sem keyptir voru í sumar (Carlos Tevez, Emmanuel Adebayor, Roque Santa Cruz, Kolo Toure og Joleon Lescott) ekki hluti af þessari tölu.

Þá var Mark Hughes, stjóri City, rekinn nýverið og Roberto Mancini ráðinn í hans stað. Ekki er ólíklegt að hann muni kaupa enn fleiri leikmenn til félagsins í mánuðinum.

Tekjur félagsins hafa þó líka aukist en forráðamenn þess segja að þessar rekstartölur komi ekki á óvart. Miklar breytingar hafi orðið á félaginu og tölurnar endurspegli það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×