Enski boltinn

Leik Blackburn og Aston Villa frestað

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úr leik með Blackburn.
Úr leik með Blackburn. Nordic Photos / Getty Images

Ákveðið hefur verið að fresta viðureign Blackburn og Aston Villa í undanúrslitum ensku deildabikarkeppninnar sem átti að fara fram í kvöld.

Mikil snjókoma er í norðurhluta Englands og var leiknum frestað af öryggisástæðum þar sem óhætt er að ferðast í og í kringum Blackburn.

Þá er á dagskrá leikur Stoke og Fulham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og er óvíst hvort að sá leikur geti farið fram. Ákvörðun um að fresta honum hefur ekki enn verið tekin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×