Enski boltinn

Allardyce hefur trú á McCarthy

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Benni McCarthy í leik með Blackburn,
Benni McCarthy í leik með Blackburn, Nordic Photos / Getty Images
Sam Allardyce, stjóri Blackburn, telur að Benni McCarthy gæti haft stóru hlutverki að gegna í leik liðsins gegn Aston Villa í undanúrslitum ensku deildabikarkeppninnar í kvöld.

McCarthy hefur aðeins verið í byrjunarliði Blackburn í níu leikjum á tímabilinu en þar af í þremur leikjum í deildarbikarnum þar sem hann hefur skorað þrjú mörk.

Eitt markanna skoraði hann þegar að Blackburn sló Chelsea úr leik í keppninni.

Margir telja að McCarthy sé á leið frá Blackburn og hafa enskir fjölmiðlar fullyrt að Allardyce vilji fá Eið Smára Guðjohnsen í hans stað frá AS Monaco.

„Ég og Benni vitum báðir af hverju hann hefur ekki verið að spila jafn mikið og áður. En það er trúnaðarmál á milli okkar," sagði Allardyce. „Þetta er í raun undir honum sjálfum komið ef hann vill fá að spila meira. Hann gæti haft stóru hlutverki að gegna og farið svo og spilað á HM næsta sumar."

„Við viljum fá eins mikið úr honum og við mögulega getum í hverri viku. En hann hefur lítið fengið að spila og það hefur farið í taugarnar á honum. Því vill hann fara."

„En ég hef engin tilboð fengið í hann enn og því er hann enn leikmaður Blackburn."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×