Enski boltinn

Leik Arsenal og Bolton hefur líka verið frestað

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Samgöngur í Englandi eru í lamasessi.
Samgöngur í Englandi eru í lamasessi. Mynd/AFP

Það verður ekkert af leik Arsenal og Bolton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þar sem leiknum hefur verið frestað vegna slæms veðurs í London. Þetta er einn leikurinn til viðbótar sem hefur þurft að fresta vegna óvenju slæms veðurslags í Englandi.

Það var hægt að spila á Emirates-vellinum en aðalástæða frestunninnar er slæmar samgöngur að vellinum sem myndu skapa óþarfa hættuástand að mati forráðamanna ensku úrvalsdeildarinnar.

Það hefur ekki verið ákveðið hvenær leikurinn fer fram að nýju en þessum leik hafði verið frestað fyrr í vetur.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×