Enski boltinn

Eiður orðaður við Tottenham og West Ham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eiður Smári í leik með íslenska landsliðinu.
Eiður Smári í leik með íslenska landsliðinu. Nordic Photos / AFP
Franska dagblaðið L'Equipe fullyrðir í dag að ensku úrvalsdeildarfélögin Tottenham og West Ham hafi áhuga á að fá landsliðsmanninn Eið Smára Guðjohnsen í sínar raðir.

Eins og kunnugt er hefur Eiður Smári átt erfitt uppdráttar hjá Monaco í Frakklandi og var ekki í leikmannahópi liðsins í síðustu þremur umferðum frönsku úrvalsdeildarinnar á síðasta ári.

Hann er nú aftur byrjaður að æfa með Monaco en keppni í frönsku úrvalsdeildinni hefst aftur um miðjan mánuðinn.

Eiður hefur verið orðaður við fjölda félaga í Englandi, til að mynda Blackburn, en engar fregnir hafa borist enn af því hvort að um meira en meintan áhuga félaganna sé að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×