Enski boltinn

City reiðubúið að borga Vieira ofurlaun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Patrick Vieira, leikmaður Inter.
Patrick Vieira, leikmaður Inter. Nordic Photos / Getty Images

Manchester City mun vera reiðubúið að borga Patrick Vieira ofurlaun fyrir að leika með liðinu til loka leiktíðarinnar eða 150 þúsund pund í vikulaun.

Vieira er á mála hjá Inter á Ítalíu en myndi fara til City á lánssamningi, fyrst um sinn að minnsta kosti.

Hann hefur misst sæti sitt í byrjunarliði Inter síðan að Jose Mourinho tók við liðinu en hann lék áður með Arsenal í Englandi við góðan orðstír.

Vieira og forráðamenn Inter eru sagðir ætla að funda á næstu dögum um framtíð hans hjá félaginu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×