Fleiri fréttir Mörkin hans Cesc Fábregas voru áhættunar virði Arsène Wenger, stjóri Arsenal, sér ekki eftir því að hafa sett Cesc Fábregas inn á völlinn á móti Aston Villa í dag þó svo að Spánverjinn væri ekki orðinn hundrað prósent góður af meiðslunum. Fábregas skoraði tvö glæsileg mörk og lagði grunninn að 3-0 sigri á Aston Villa en hann þurfti líka að yfirgefa völlinn vegna tognunar aftan í læri og gæti verið frá í allt að þrjár vikur til viðbótar. 27.12.2009 22:38 Rooney: Stjórinn hefði ekki verið ánægður með mig ef við hefðum ekki unnið Wayne Rooney átti þátt í öllum þremur mörkum Manchester United í 3-1 sigri á Hull í ensku úrvalsdeildinni í dag. Rooney kom United í 1-0 og lagði síðan upp tvö mörk eftir að mistök hans höfðu kostað liðið jöfnunarmark. 27.12.2009 18:30 Rooney bætti fyrir mistökin með því að leggja upp tvö mörk Manchester United komst aftur á sigurbraut í ensku úrvalsdeildinni eftir 3-1 sigur á Hull á útivelli. Wayne Rooney lagði upp tvö mörk á síðustu 17 mínútunum og sá til þess að mistök sín kostuðu ekki Manchester United stig. Rooney skoraði fyrsta markið og átti því þátt í öllum mörkum sinna manna í leiknum. 27.12.2009 17:48 Thomas Vermaelen: Fabregas gerði allt til að ná þessum leik Thomas Vermaelen hrósaði innkomu fyrirliða síns í 3-0 sigri Arsenal á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í dag. Cesc Fabregas kom inn á sem varamaður og skoraði tvö mörk áður en hann fór meiddur af velli. 27.12.2009 17:11 Ferguson: Verðum að bæta sóknarleikinn til að vinna Hull Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, kallar eftir betri sóknarleik sinna manna þegar ensku meistararnir mæta Hull í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þetta verður fyrsti leikur liðsins eftir 3-0 tap á móti Fulham um síðustu helgi. 27.12.2009 16:00 Fabregas kom inn á sem varamaður og skoraði tvö Arsenal vann 3-0 sigur á Aston Villa í baráttu liðanna í 3. og 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Cesc Fabregas, fyrirliði Arsenal-liðsins, byrjaði á varamannabekknum en kom inn á og skoraði tvö mörk í seinni hálfleiknum. 27.12.2009 15:13 United mun líklega lána Macheda til Spánar Það eru líkur á því að Manchester United láni Federico Macheda til Spánar þegar félagsskiptaglugginn opnar í næsta mánuði. Macheda átti stóran þátt í því að Manchester United vann enska meistaratitilinn í fyrra en hefur hinsvegar fengið fá tækifæri með liðinu á þessu tímabili. 27.12.2009 15:00 Aston Villa getur náð risa-fernunni á móti Arsenal í dag Aston Villa getur náð merkilegri fernu þegar liðið sækir Arsenal heim á Emirates-völlinn í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lærisveinar Martin O’Neill hafa þegar unnið Liverpool, Chelsea og Manchester United á þessu tímabili og eiga því möguleika á að loka hringnum og ná því að vinna öll fjögur risafélögin í einum rykk. 27.12.2009 12:45 The Sunday Mirror: Arsenal hefur áhuga á að fá Bellamy Arsenal hefur áhuga á því að kaupa framherjann Craig Bellamy frá Manchester City ef marka má frétt í The Sunday Mirror í morgun. Bellamy var ósáttur við brottvikningu Mark Hughes og var síðan á bekknum í fyrsta leiknum undir stjórn Roberto Mancini í gær. 27.12.2009 12:00 Roberto Mancini: Bellamy er vinur minn Roberto Mancini, stjóri Manchester City, var spurður út í samband sitt og Craig Bellamy eftir að Bellamy var ekki í byrjunarliði City í 2-0 sigrinum á Stoke City í ensku úrvalsdeildinni í gær. 27.12.2009 09:00 Chelsea fékk leyfi til þess að nota Drogba á móti Fulham á morgun Didier Drogba og Salomon Kalou verða eftir allt saman með Chelsea í nágrannaslagnum við Fulham á mánudaginn en enska toppliðið fékk undanþágu hjá knattspyrnusambandi Fílabeinsstrandarinnar til að seinka heimför þeirra til 29. desember. 27.12.2009 08:00 Redknapp: Gott að ná stigi á útivelli á móti Fulham Harry Redknapp, stjóri Tottenham, var sáttur með markalaust jafntefli á móti Fulham á Craven Cottage en meistarar Manchester United töpuðu 0-3 á sama stað um síðustu helgi. Tottenham tókst því ekki að komast upp fyrir Arsenal og Aston Villa sem mætast á morgun. 26.12.2009 23:00 Gerrard: Vorum komnir með stuðningsmennina á bakið Steven Gerrard, fyrirliða Liverpool, létti mikið þegar hann kom sínu liði yfir í 2-0 sigri á Wolves íensku úrvalsdeildinni í kvöld. Það leyndi sér ekki þegar Gerard fagnaði marki sínu sem hann skoraði af harðfylgni með skalla eftir fyrirgjöf Emiliano Insua. 26.12.2009 21:00 Martin Petrov: Ég fékk ekki sanngjarna meðferð hjá Hughes Búlgarinn Martin Petrov snéri aftur í lið Manchester City eftir tveggja mánaða fjarveru og skoraði fyrra mark liðsins í 2-0 sigri á Stoke. Petrov þakkaði Roberto Mancini fyrir byrjunarliðssætið með því að skora fyrsta mark City undir stjórn Ítalans. 26.12.2009 20:30 Mark Ármanns Smára dugði skammt á móti Leeds Þriðja mark Ármanns Smára Björnssonar á tímabilinu kom Hartlepool í 1-0 á útivelli á móti toppliði Leeds United en var ekki nóg til að skila Hartlepool stigi í 3-1 tapi í ensku C-deildinni í dag. 26.12.2009 20:00 Liverpool fagnaði loksins sigri á tíu mönnum Wolves Liverpool komst upp í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 2-0 sigri á Wolves á Anfield í kvöld. Bæði mörk Liverpool komu eftir fyrirgjafir frá Emiliano Insua og eftir að Stephen Ward var rekinn útaf í upphafi seinni hálfleiks. 26.12.2009 19:23 Ancelotti: Svona mörg góð færi eiga að skila okkur marki Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, sagði að það vanti sjálfstraust í hans menn eftir markalaust jafntefli á móti Birmingham City í dag. Chelsea fékk fullt af fínum færum en tókst ekki að koma boltanum framhjá Joe Hart í marki Birmingham. 26.12.2009 19:00 Aron og Kári fögnuðu báðir 1-0 sigri með liðum sínum Aron Einar Gunnarsson hjá Coventry og Kári Árnason hjá Plymouth spiluðu báðir allar 90 mínúturnar í 1-o sigurleikjum sinna liða í ensku b-deildinni í dag. Sigurmörkin í leikjunum báðum komu skömmu fyrir leikslok. 26.12.2009 18:00 Mancini: Shay er besti markvörðurinn í ensku deildinni „Þetta var góður leikur að mínu mati. Leikmennirnir mínir voru frábærir því það er ekki auðvelt að spila á móti Stoke. Fyrsta vikan er allt í lagi og það var mikilvægt að finna rétta jafnvægið í liðinu," sagði Roberto Mancini, stjóri Manchester City eftir 2-0 sigur á Stoke í fyrsta leiknum undir hans stjórn í ensku úrvalsdeildinni. 26.12.2009 17:45 Rafael Benitez: Steven Gerrard þarf að bæta sig Rafael Benitez, stjóri Liverpool, segir að fyrirliðinn hans, Steven Gerrard, finnist hann sjálfur ekki vera í nægilega góðu formi. Gerrard var með 11 mörk og Liverpool í toppsæti deildarinnar á sama tíma í fyrra en nú er hann aðeins með búinn að skora fjögur og Liverpool situr í 8. sætinu. 26.12.2009 17:30 Gylfi með jöfnunarmark Reading beint úr aukaspyrnu Gylfi Þór Sigurðsson tryggði Reading 1-1 jafntefli á móti Swansea í ensku b-deildinni í dag en markið skoraði hann beint úr aukaspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks. 26.12.2009 17:15 Roberto Mancini byrjar vel með Manchester City Roberto Mancini byrjar vel sem stjóri Manchester City í ensku úrvalsdeildinni því liðið vann 2-0 heimasigur á Stoke í hans fyrsta leik. Bæði mörkin komu í fyrri hálfleiknum. 26.12.2009 16:54 Alberto Aquilani í byrjunarliðinu hjá Liverpool Ítalinn Alberto Aquilani verður í byrjunarliðinu hjá Liverpool sem mætir Wolves í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Dirk Kuyt er aftur á móti kominn á bekkinn hjá Rafael Benitez. 26.12.2009 16:42 Gianfranco Zola: Risasigur fyrir sjálfstraustið í liðinu „Þetta var risasigur fyrir okkur. Stigin eru mikilvæg en sigurinn skiptir líka miklu máli fyrir sjálfstraustið í liðinu," sagði Gianfranco Zola, stjóri West Ham eftir 2-0 sigur á Portsmouth í dag en sigurinn kom West Ham liðinu upp úr fallsæti. 26.12.2009 16:13 Stig nægði Grétari Rafni og félögum ekki til að sleppa úr fallsæti Íslendingaliðin Burnley og Bolton gerðu 1-1 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Bolton komst yfir en Burnley náði að jafna og kom því í veg fyrir að Grétar Rafn Steinsson og félagar kæmust upp úr fallsæti. Bolton-menn gátu þó talist heppnir að Burnley bætti ekki fleiri mörkum við og tryggði sér sigurinn. 26.12.2009 16:02 Alex McLeish: Einbeiting minna manna var frábær Alex McLeish, stjóri Birmingham, var ánægður með markalaust jafntefli á móti toppliði Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag. 26.12.2009 15:32 West Ham vann Portsmouth og komst upp úr fallsæti West Ham vann 2-0 sigur á Hermanni Hreiðarssyni og félögum í Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni í dag en stigin þrjú nægðu lærisveinum Gianfranco Zola til þess að komast upp úr fallsæti. Á sama tíma gerðu Fulham og Tottenham markalaust jafntefli. 26.12.2009 15:01 Ferguson: Verð ennþá hjá United þegar Mancini verður rekinn Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur látið í sér heyra yfir framkomu Manchester City gagnvart gamla lærisveini sínum Mark Hughes. Ferguson spáir því að Mancini verði ekki langlífur í starfi hjá nágrönnunum ekkert frekar en þeir þrettán stjórar sem hafa komið og farið á meðan Ferguson hefur stýrt Manchester United. 26.12.2009 14:30 Heiðar og félagar gerðu jafntefli við Nottingham Forrest Heiðar Helguson lék allan leikinn með Watford-liðinu þegar liðið gerði markalaust jafntefli á móti Nottingham Forrest í ensku b-deildinni í dag. Nottingham Forrest tapaði þarna dýrmætum stigum og gæti því misst annað sætið seinna í dag. 26.12.2009 14:00 Joe Hart fyrstur til að halda hreinu á móti Chelsea Vandræði Chelsea héldu áfram í dag þegar liðið náði aðeins markalausu jafntefli á móti Birmingham í hádegisleik ensku úrvalsdeildarinnar. Birmingham-liðið sýndi í þessum leik að það er engin tilviljun að liðið sé í 7. sæti deildarinnar. 26.12.2009 14:00 Ancelotti: Hleyp nakinn í snjónum ef við kaupum nýjan framherja Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, fullvissaði fjölmiðlamenn um það að Chelsea myndi ekki kaupa nýjan framherja í janúar þótt að Nicolas Anelka sé meiddur og þeir Didier Drogba og Salomon Kalou á leiðinni í Afríkukeppnina í heilan mánuð. Chelsea er að spila við Birmingham þessa stundina. 26.12.2009 13:00 Johnson hjá Birmingham: Spenntur fyrir stóra prófinu á móti Drogba Roger Johnson getur ekki beðið eftir að fá tækifæri til að prufa sig á móti toppliði Chelsea en Birmingham City fær lærisveina Carlos Ancelotti í heimsókn í hádegisleiknum í dag. Roger Johnson var alinn upp sem stuðningsmaður Chelsea-liðsins. 26.12.2009 12:00 Mancini getur ekki beðið eftir því að byrja með Manchester City Roberto Mancini byrjar stjóraferil sinn hjá Manchester City í dag þegar liðið tekur á móti Stoke City en þetta er einn af átta leikjum í ensku úrvalsdeildinni í dag. Leikurinn hefst klukkan 15.00. 26.12.2009 11:00 Síðasti leikur Didier Drogba og Salomon Kalou í bili Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, fær í dag síðasta tækifærið til þess að nota Fílabeinsstrandarframherjana Didier Drogba og Salomon Kalou áður en þeir fljúga heima til þess að taka þátt í Afríkukeppni landsliða í næsta mánuði. 26.12.2009 10:00 Walcott sló hraðamet Henry hjá Arsenal Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur staðfest að Theo Walcott hlaupi hraðast allra þeirra leikmanna sem hann hefur stýrt hjá félaginu. 23.12.2009 23:15 Ferguson sagður vilja fá Guardiola í sinn stað Það er mikið rætt og ritað um framtíð Pep Guardiola, þjálfara Barcelona, þessa dagana. Þó svo hann hafi unnið alla sex bikarana sem voru í boði í ár er ekki enn frágengið að hann verði áfram með Barcelona eftir tímabilið. Samningur hans rennur út næsta sumar. 23.12.2009 21:45 Newcastle vill ekki selja Carroll Mick McCarthy, stjóri Wolves, hefur útilokað að félagið muni kaupa sóknarmanninn Andy Carroll frá Newcastle þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar næstkomandi. 23.12.2009 19:45 Donovan og Diouf komnir með vinnuleyfi Þeir Landon Donovan og Mame Biram Diouf eru báðnir komnir með vinnuleyfi í Englandi og geta því spilað með liðum sínum í ensku úrvalsdeildinni á nýju ári. 23.12.2009 19:00 Einn eftirlifenda München-slyssins látinn Albert Scanlon, einn þeirra leikmanna Manchester United sem lifði af flugslysið í München árið 1958, lést í gær. 23.12.2009 18:15 Forráðamenn City bálreiðir enskum fjölmiðlum Forráðamenn Manchester City hafa bannað fulltrúum enskra dagblaða aðgang að æfingasvæði félagsins vegna viðbragða blaðanna við brottvikningu Mark Hughes úr starfi um helgina. 23.12.2009 16:00 Nasri verður ekki refsað Samir Nasri verður ekki refsað fyrir að hafa traðkað á Richard Garcia í leik Arsenal og Hull í ensku úrvalsdeildinni um helgina. 23.12.2009 15:00 Benfica hafnaði boði United í Di Maria Samkvæmt portúgölskum fjölmiðlum mun Benfica hafa hafnað tilboði frá enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United í sóknarmanninn Angel Di Maria. 23.12.2009 14:30 Anelka missir af jólaleikjunum Nicolas Anelka verður ekki með Chelsea þegar liðið mætir Birmingham og Fulham á milli jóla og nýárs. 23.12.2009 14:00 Fékk aukaleik í bann fyrir að eyða tíma aganefndar Michael Turner, miðvörður Sunderland, fékk fjögurra leikja bann vegna rauða spjaldsins sem hann fékk í lok leiksins á móti Manchester City á laugardaginn. Turner átti þá að hafa farið viljandi með olnbogann í andlit Gareth Barry þegar þeir stukku saman upp í skallabolta. 23.12.2009 13:00 Ancelotti ætlar að breyta um leikaðferð á meðan Drogba er í burtu Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, hefur látið hafa það eftir sér að hann ætli að breyta um leikaðferð hjá Chelsea-liðinu á meðan Didier Drogba er í burtu að keppa með Fílabeinsströndinni í Afríkukeppninni. 23.12.2009 12:00 Sjá næstu 50 fréttir
Mörkin hans Cesc Fábregas voru áhættunar virði Arsène Wenger, stjóri Arsenal, sér ekki eftir því að hafa sett Cesc Fábregas inn á völlinn á móti Aston Villa í dag þó svo að Spánverjinn væri ekki orðinn hundrað prósent góður af meiðslunum. Fábregas skoraði tvö glæsileg mörk og lagði grunninn að 3-0 sigri á Aston Villa en hann þurfti líka að yfirgefa völlinn vegna tognunar aftan í læri og gæti verið frá í allt að þrjár vikur til viðbótar. 27.12.2009 22:38
Rooney: Stjórinn hefði ekki verið ánægður með mig ef við hefðum ekki unnið Wayne Rooney átti þátt í öllum þremur mörkum Manchester United í 3-1 sigri á Hull í ensku úrvalsdeildinni í dag. Rooney kom United í 1-0 og lagði síðan upp tvö mörk eftir að mistök hans höfðu kostað liðið jöfnunarmark. 27.12.2009 18:30
Rooney bætti fyrir mistökin með því að leggja upp tvö mörk Manchester United komst aftur á sigurbraut í ensku úrvalsdeildinni eftir 3-1 sigur á Hull á útivelli. Wayne Rooney lagði upp tvö mörk á síðustu 17 mínútunum og sá til þess að mistök sín kostuðu ekki Manchester United stig. Rooney skoraði fyrsta markið og átti því þátt í öllum mörkum sinna manna í leiknum. 27.12.2009 17:48
Thomas Vermaelen: Fabregas gerði allt til að ná þessum leik Thomas Vermaelen hrósaði innkomu fyrirliða síns í 3-0 sigri Arsenal á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í dag. Cesc Fabregas kom inn á sem varamaður og skoraði tvö mörk áður en hann fór meiddur af velli. 27.12.2009 17:11
Ferguson: Verðum að bæta sóknarleikinn til að vinna Hull Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, kallar eftir betri sóknarleik sinna manna þegar ensku meistararnir mæta Hull í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þetta verður fyrsti leikur liðsins eftir 3-0 tap á móti Fulham um síðustu helgi. 27.12.2009 16:00
Fabregas kom inn á sem varamaður og skoraði tvö Arsenal vann 3-0 sigur á Aston Villa í baráttu liðanna í 3. og 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Cesc Fabregas, fyrirliði Arsenal-liðsins, byrjaði á varamannabekknum en kom inn á og skoraði tvö mörk í seinni hálfleiknum. 27.12.2009 15:13
United mun líklega lána Macheda til Spánar Það eru líkur á því að Manchester United láni Federico Macheda til Spánar þegar félagsskiptaglugginn opnar í næsta mánuði. Macheda átti stóran þátt í því að Manchester United vann enska meistaratitilinn í fyrra en hefur hinsvegar fengið fá tækifæri með liðinu á þessu tímabili. 27.12.2009 15:00
Aston Villa getur náð risa-fernunni á móti Arsenal í dag Aston Villa getur náð merkilegri fernu þegar liðið sækir Arsenal heim á Emirates-völlinn í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lærisveinar Martin O’Neill hafa þegar unnið Liverpool, Chelsea og Manchester United á þessu tímabili og eiga því möguleika á að loka hringnum og ná því að vinna öll fjögur risafélögin í einum rykk. 27.12.2009 12:45
The Sunday Mirror: Arsenal hefur áhuga á að fá Bellamy Arsenal hefur áhuga á því að kaupa framherjann Craig Bellamy frá Manchester City ef marka má frétt í The Sunday Mirror í morgun. Bellamy var ósáttur við brottvikningu Mark Hughes og var síðan á bekknum í fyrsta leiknum undir stjórn Roberto Mancini í gær. 27.12.2009 12:00
Roberto Mancini: Bellamy er vinur minn Roberto Mancini, stjóri Manchester City, var spurður út í samband sitt og Craig Bellamy eftir að Bellamy var ekki í byrjunarliði City í 2-0 sigrinum á Stoke City í ensku úrvalsdeildinni í gær. 27.12.2009 09:00
Chelsea fékk leyfi til þess að nota Drogba á móti Fulham á morgun Didier Drogba og Salomon Kalou verða eftir allt saman með Chelsea í nágrannaslagnum við Fulham á mánudaginn en enska toppliðið fékk undanþágu hjá knattspyrnusambandi Fílabeinsstrandarinnar til að seinka heimför þeirra til 29. desember. 27.12.2009 08:00
Redknapp: Gott að ná stigi á útivelli á móti Fulham Harry Redknapp, stjóri Tottenham, var sáttur með markalaust jafntefli á móti Fulham á Craven Cottage en meistarar Manchester United töpuðu 0-3 á sama stað um síðustu helgi. Tottenham tókst því ekki að komast upp fyrir Arsenal og Aston Villa sem mætast á morgun. 26.12.2009 23:00
Gerrard: Vorum komnir með stuðningsmennina á bakið Steven Gerrard, fyrirliða Liverpool, létti mikið þegar hann kom sínu liði yfir í 2-0 sigri á Wolves íensku úrvalsdeildinni í kvöld. Það leyndi sér ekki þegar Gerard fagnaði marki sínu sem hann skoraði af harðfylgni með skalla eftir fyrirgjöf Emiliano Insua. 26.12.2009 21:00
Martin Petrov: Ég fékk ekki sanngjarna meðferð hjá Hughes Búlgarinn Martin Petrov snéri aftur í lið Manchester City eftir tveggja mánaða fjarveru og skoraði fyrra mark liðsins í 2-0 sigri á Stoke. Petrov þakkaði Roberto Mancini fyrir byrjunarliðssætið með því að skora fyrsta mark City undir stjórn Ítalans. 26.12.2009 20:30
Mark Ármanns Smára dugði skammt á móti Leeds Þriðja mark Ármanns Smára Björnssonar á tímabilinu kom Hartlepool í 1-0 á útivelli á móti toppliði Leeds United en var ekki nóg til að skila Hartlepool stigi í 3-1 tapi í ensku C-deildinni í dag. 26.12.2009 20:00
Liverpool fagnaði loksins sigri á tíu mönnum Wolves Liverpool komst upp í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 2-0 sigri á Wolves á Anfield í kvöld. Bæði mörk Liverpool komu eftir fyrirgjafir frá Emiliano Insua og eftir að Stephen Ward var rekinn útaf í upphafi seinni hálfleiks. 26.12.2009 19:23
Ancelotti: Svona mörg góð færi eiga að skila okkur marki Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, sagði að það vanti sjálfstraust í hans menn eftir markalaust jafntefli á móti Birmingham City í dag. Chelsea fékk fullt af fínum færum en tókst ekki að koma boltanum framhjá Joe Hart í marki Birmingham. 26.12.2009 19:00
Aron og Kári fögnuðu báðir 1-0 sigri með liðum sínum Aron Einar Gunnarsson hjá Coventry og Kári Árnason hjá Plymouth spiluðu báðir allar 90 mínúturnar í 1-o sigurleikjum sinna liða í ensku b-deildinni í dag. Sigurmörkin í leikjunum báðum komu skömmu fyrir leikslok. 26.12.2009 18:00
Mancini: Shay er besti markvörðurinn í ensku deildinni „Þetta var góður leikur að mínu mati. Leikmennirnir mínir voru frábærir því það er ekki auðvelt að spila á móti Stoke. Fyrsta vikan er allt í lagi og það var mikilvægt að finna rétta jafnvægið í liðinu," sagði Roberto Mancini, stjóri Manchester City eftir 2-0 sigur á Stoke í fyrsta leiknum undir hans stjórn í ensku úrvalsdeildinni. 26.12.2009 17:45
Rafael Benitez: Steven Gerrard þarf að bæta sig Rafael Benitez, stjóri Liverpool, segir að fyrirliðinn hans, Steven Gerrard, finnist hann sjálfur ekki vera í nægilega góðu formi. Gerrard var með 11 mörk og Liverpool í toppsæti deildarinnar á sama tíma í fyrra en nú er hann aðeins með búinn að skora fjögur og Liverpool situr í 8. sætinu. 26.12.2009 17:30
Gylfi með jöfnunarmark Reading beint úr aukaspyrnu Gylfi Þór Sigurðsson tryggði Reading 1-1 jafntefli á móti Swansea í ensku b-deildinni í dag en markið skoraði hann beint úr aukaspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks. 26.12.2009 17:15
Roberto Mancini byrjar vel með Manchester City Roberto Mancini byrjar vel sem stjóri Manchester City í ensku úrvalsdeildinni því liðið vann 2-0 heimasigur á Stoke í hans fyrsta leik. Bæði mörkin komu í fyrri hálfleiknum. 26.12.2009 16:54
Alberto Aquilani í byrjunarliðinu hjá Liverpool Ítalinn Alberto Aquilani verður í byrjunarliðinu hjá Liverpool sem mætir Wolves í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Dirk Kuyt er aftur á móti kominn á bekkinn hjá Rafael Benitez. 26.12.2009 16:42
Gianfranco Zola: Risasigur fyrir sjálfstraustið í liðinu „Þetta var risasigur fyrir okkur. Stigin eru mikilvæg en sigurinn skiptir líka miklu máli fyrir sjálfstraustið í liðinu," sagði Gianfranco Zola, stjóri West Ham eftir 2-0 sigur á Portsmouth í dag en sigurinn kom West Ham liðinu upp úr fallsæti. 26.12.2009 16:13
Stig nægði Grétari Rafni og félögum ekki til að sleppa úr fallsæti Íslendingaliðin Burnley og Bolton gerðu 1-1 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Bolton komst yfir en Burnley náði að jafna og kom því í veg fyrir að Grétar Rafn Steinsson og félagar kæmust upp úr fallsæti. Bolton-menn gátu þó talist heppnir að Burnley bætti ekki fleiri mörkum við og tryggði sér sigurinn. 26.12.2009 16:02
Alex McLeish: Einbeiting minna manna var frábær Alex McLeish, stjóri Birmingham, var ánægður með markalaust jafntefli á móti toppliði Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag. 26.12.2009 15:32
West Ham vann Portsmouth og komst upp úr fallsæti West Ham vann 2-0 sigur á Hermanni Hreiðarssyni og félögum í Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni í dag en stigin þrjú nægðu lærisveinum Gianfranco Zola til þess að komast upp úr fallsæti. Á sama tíma gerðu Fulham og Tottenham markalaust jafntefli. 26.12.2009 15:01
Ferguson: Verð ennþá hjá United þegar Mancini verður rekinn Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur látið í sér heyra yfir framkomu Manchester City gagnvart gamla lærisveini sínum Mark Hughes. Ferguson spáir því að Mancini verði ekki langlífur í starfi hjá nágrönnunum ekkert frekar en þeir þrettán stjórar sem hafa komið og farið á meðan Ferguson hefur stýrt Manchester United. 26.12.2009 14:30
Heiðar og félagar gerðu jafntefli við Nottingham Forrest Heiðar Helguson lék allan leikinn með Watford-liðinu þegar liðið gerði markalaust jafntefli á móti Nottingham Forrest í ensku b-deildinni í dag. Nottingham Forrest tapaði þarna dýrmætum stigum og gæti því misst annað sætið seinna í dag. 26.12.2009 14:00
Joe Hart fyrstur til að halda hreinu á móti Chelsea Vandræði Chelsea héldu áfram í dag þegar liðið náði aðeins markalausu jafntefli á móti Birmingham í hádegisleik ensku úrvalsdeildarinnar. Birmingham-liðið sýndi í þessum leik að það er engin tilviljun að liðið sé í 7. sæti deildarinnar. 26.12.2009 14:00
Ancelotti: Hleyp nakinn í snjónum ef við kaupum nýjan framherja Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, fullvissaði fjölmiðlamenn um það að Chelsea myndi ekki kaupa nýjan framherja í janúar þótt að Nicolas Anelka sé meiddur og þeir Didier Drogba og Salomon Kalou á leiðinni í Afríkukeppnina í heilan mánuð. Chelsea er að spila við Birmingham þessa stundina. 26.12.2009 13:00
Johnson hjá Birmingham: Spenntur fyrir stóra prófinu á móti Drogba Roger Johnson getur ekki beðið eftir að fá tækifæri til að prufa sig á móti toppliði Chelsea en Birmingham City fær lærisveina Carlos Ancelotti í heimsókn í hádegisleiknum í dag. Roger Johnson var alinn upp sem stuðningsmaður Chelsea-liðsins. 26.12.2009 12:00
Mancini getur ekki beðið eftir því að byrja með Manchester City Roberto Mancini byrjar stjóraferil sinn hjá Manchester City í dag þegar liðið tekur á móti Stoke City en þetta er einn af átta leikjum í ensku úrvalsdeildinni í dag. Leikurinn hefst klukkan 15.00. 26.12.2009 11:00
Síðasti leikur Didier Drogba og Salomon Kalou í bili Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, fær í dag síðasta tækifærið til þess að nota Fílabeinsstrandarframherjana Didier Drogba og Salomon Kalou áður en þeir fljúga heima til þess að taka þátt í Afríkukeppni landsliða í næsta mánuði. 26.12.2009 10:00
Walcott sló hraðamet Henry hjá Arsenal Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur staðfest að Theo Walcott hlaupi hraðast allra þeirra leikmanna sem hann hefur stýrt hjá félaginu. 23.12.2009 23:15
Ferguson sagður vilja fá Guardiola í sinn stað Það er mikið rætt og ritað um framtíð Pep Guardiola, þjálfara Barcelona, þessa dagana. Þó svo hann hafi unnið alla sex bikarana sem voru í boði í ár er ekki enn frágengið að hann verði áfram með Barcelona eftir tímabilið. Samningur hans rennur út næsta sumar. 23.12.2009 21:45
Newcastle vill ekki selja Carroll Mick McCarthy, stjóri Wolves, hefur útilokað að félagið muni kaupa sóknarmanninn Andy Carroll frá Newcastle þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar næstkomandi. 23.12.2009 19:45
Donovan og Diouf komnir með vinnuleyfi Þeir Landon Donovan og Mame Biram Diouf eru báðnir komnir með vinnuleyfi í Englandi og geta því spilað með liðum sínum í ensku úrvalsdeildinni á nýju ári. 23.12.2009 19:00
Einn eftirlifenda München-slyssins látinn Albert Scanlon, einn þeirra leikmanna Manchester United sem lifði af flugslysið í München árið 1958, lést í gær. 23.12.2009 18:15
Forráðamenn City bálreiðir enskum fjölmiðlum Forráðamenn Manchester City hafa bannað fulltrúum enskra dagblaða aðgang að æfingasvæði félagsins vegna viðbragða blaðanna við brottvikningu Mark Hughes úr starfi um helgina. 23.12.2009 16:00
Nasri verður ekki refsað Samir Nasri verður ekki refsað fyrir að hafa traðkað á Richard Garcia í leik Arsenal og Hull í ensku úrvalsdeildinni um helgina. 23.12.2009 15:00
Benfica hafnaði boði United í Di Maria Samkvæmt portúgölskum fjölmiðlum mun Benfica hafa hafnað tilboði frá enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United í sóknarmanninn Angel Di Maria. 23.12.2009 14:30
Anelka missir af jólaleikjunum Nicolas Anelka verður ekki með Chelsea þegar liðið mætir Birmingham og Fulham á milli jóla og nýárs. 23.12.2009 14:00
Fékk aukaleik í bann fyrir að eyða tíma aganefndar Michael Turner, miðvörður Sunderland, fékk fjögurra leikja bann vegna rauða spjaldsins sem hann fékk í lok leiksins á móti Manchester City á laugardaginn. Turner átti þá að hafa farið viljandi með olnbogann í andlit Gareth Barry þegar þeir stukku saman upp í skallabolta. 23.12.2009 13:00
Ancelotti ætlar að breyta um leikaðferð á meðan Drogba er í burtu Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, hefur látið hafa það eftir sér að hann ætli að breyta um leikaðferð hjá Chelsea-liðinu á meðan Didier Drogba er í burtu að keppa með Fílabeinsströndinni í Afríkukeppninni. 23.12.2009 12:00
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti