Fleiri fréttir

Mörkin hans Cesc Fábregas voru áhættunar virði

Arsène Wenger, stjóri Arsenal, sér ekki eftir því að hafa sett Cesc Fábregas inn á völlinn á móti Aston Villa í dag þó svo að Spánverjinn væri ekki orðinn hundrað prósent góður af meiðslunum. Fábregas skoraði tvö glæsileg mörk og lagði grunninn að 3-0 sigri á Aston Villa en hann þurfti líka að yfirgefa völlinn vegna tognunar aftan í læri og gæti verið frá í allt að þrjár vikur til viðbótar.

Rooney bætti fyrir mistökin með því að leggja upp tvö mörk

Manchester United komst aftur á sigurbraut í ensku úrvalsdeildinni eftir 3-1 sigur á Hull á útivelli. Wayne Rooney lagði upp tvö mörk á síðustu 17 mínútunum og sá til þess að mistök sín kostuðu ekki Manchester United stig. Rooney skoraði fyrsta markið og átti því þátt í öllum mörkum sinna manna í leiknum.

Ferguson: Verðum að bæta sóknarleikinn til að vinna Hull

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, kallar eftir betri sóknarleik sinna manna þegar ensku meistararnir mæta Hull í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þetta verður fyrsti leikur liðsins eftir 3-0 tap á móti Fulham um síðustu helgi.

Fabregas kom inn á sem varamaður og skoraði tvö

Arsenal vann 3-0 sigur á Aston Villa í baráttu liðanna í 3. og 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Cesc Fabregas, fyrirliði Arsenal-liðsins, byrjaði á varamannabekknum en kom inn á og skoraði tvö mörk í seinni hálfleiknum.

United mun líklega lána Macheda til Spánar

Það eru líkur á því að Manchester United láni Federico Macheda til Spánar þegar félagsskiptaglugginn opnar í næsta mánuði. Macheda átti stóran þátt í því að Manchester United vann enska meistaratitilinn í fyrra en hefur hinsvegar fengið fá tækifæri með liðinu á þessu tímabili.

Aston Villa getur náð risa-fernunni á móti Arsenal í dag

Aston Villa getur náð merkilegri fernu þegar liðið sækir Arsenal heim á Emirates-völlinn í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lærisveinar Martin O’Neill hafa þegar unnið Liverpool, Chelsea og Manchester United á þessu tímabili og eiga því möguleika á að loka hringnum og ná því að vinna öll fjögur risafélögin í einum rykk.

The Sunday Mirror: Arsenal hefur áhuga á að fá Bellamy

Arsenal hefur áhuga á því að kaupa framherjann Craig Bellamy frá Manchester City ef marka má frétt í The Sunday Mirror í morgun. Bellamy var ósáttur við brottvikningu Mark Hughes og var síðan á bekknum í fyrsta leiknum undir stjórn Roberto Mancini í gær.

Roberto Mancini: Bellamy er vinur minn

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, var spurður út í samband sitt og Craig Bellamy eftir að Bellamy var ekki í byrjunarliði City í 2-0 sigrinum á Stoke City í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Redknapp: Gott að ná stigi á útivelli á móti Fulham

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, var sáttur með markalaust jafntefli á móti Fulham á Craven Cottage en meistarar Manchester United töpuðu 0-3 á sama stað um síðustu helgi. Tottenham tókst því ekki að komast upp fyrir Arsenal og Aston Villa sem mætast á morgun.

Gerrard: Vorum komnir með stuðningsmennina á bakið

Steven Gerrard, fyrirliða Liverpool, létti mikið þegar hann kom sínu liði yfir í 2-0 sigri á Wolves íensku úrvalsdeildinni í kvöld. Það leyndi sér ekki þegar Gerard fagnaði marki sínu sem hann skoraði af harðfylgni með skalla eftir fyrirgjöf Emiliano Insua.

Martin Petrov: Ég fékk ekki sanngjarna meðferð hjá Hughes

Búlgarinn Martin Petrov snéri aftur í lið Manchester City eftir tveggja mánaða fjarveru og skoraði fyrra mark liðsins í 2-0 sigri á Stoke. Petrov þakkaði Roberto Mancini fyrir byrjunarliðssætið með því að skora fyrsta mark City undir stjórn Ítalans.

Mark Ármanns Smára dugði skammt á móti Leeds

Þriðja mark Ármanns Smára Björnssonar á tímabilinu kom Hartlepool í 1-0 á útivelli á móti toppliði Leeds United en var ekki nóg til að skila Hartlepool stigi í 3-1 tapi í ensku C-deildinni í dag.

Liverpool fagnaði loksins sigri á tíu mönnum Wolves

Liverpool komst upp í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 2-0 sigri á Wolves á Anfield í kvöld. Bæði mörk Liverpool komu eftir fyrirgjafir frá Emiliano Insua og eftir að Stephen Ward var rekinn útaf í upphafi seinni hálfleiks.

Ancelotti: Svona mörg góð færi eiga að skila okkur marki

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, sagði að það vanti sjálfstraust í hans menn eftir markalaust jafntefli á móti Birmingham City í dag. Chelsea fékk fullt af fínum færum en tókst ekki að koma boltanum framhjá Joe Hart í marki Birmingham.

Aron og Kári fögnuðu báðir 1-0 sigri með liðum sínum

Aron Einar Gunnarsson hjá Coventry og Kári Árnason hjá Plymouth spiluðu báðir allar 90 mínúturnar í 1-o sigurleikjum sinna liða í ensku b-deildinni í dag. Sigurmörkin í leikjunum báðum komu skömmu fyrir leikslok.

Mancini: Shay er besti markvörðurinn í ensku deildinni

„Þetta var góður leikur að mínu mati. Leikmennirnir mínir voru frábærir því það er ekki auðvelt að spila á móti Stoke. Fyrsta vikan er allt í lagi og það var mikilvægt að finna rétta jafnvægið í liðinu," sagði Roberto Mancini, stjóri Manchester City eftir 2-0 sigur á Stoke í fyrsta leiknum undir hans stjórn í ensku úrvalsdeildinni.

Rafael Benitez: Steven Gerrard þarf að bæta sig

Rafael Benitez, stjóri Liverpool, segir að fyrirliðinn hans, Steven Gerrard, finnist hann sjálfur ekki vera í nægilega góðu formi. Gerrard var með 11 mörk og Liverpool í toppsæti deildarinnar á sama tíma í fyrra en nú er hann aðeins með búinn að skora fjögur og Liverpool situr í 8. sætinu.

Roberto Mancini byrjar vel með Manchester City

Roberto Mancini byrjar vel sem stjóri Manchester City í ensku úrvalsdeildinni því liðið vann 2-0 heimasigur á Stoke í hans fyrsta leik. Bæði mörkin komu í fyrri hálfleiknum.

Alberto Aquilani í byrjunarliðinu hjá Liverpool

Ítalinn Alberto Aquilani verður í byrjunarliðinu hjá Liverpool sem mætir Wolves í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Dirk Kuyt er aftur á móti kominn á bekkinn hjá Rafael Benitez.

Gianfranco Zola: Risasigur fyrir sjálfstraustið í liðinu

„Þetta var risasigur fyrir okkur. Stigin eru mikilvæg en sigurinn skiptir líka miklu máli fyrir sjálfstraustið í liðinu," sagði Gianfranco Zola, stjóri West Ham eftir 2-0 sigur á Portsmouth í dag en sigurinn kom West Ham liðinu upp úr fallsæti.

Stig nægði Grétari Rafni og félögum ekki til að sleppa úr fallsæti

Íslendingaliðin Burnley og Bolton gerðu 1-1 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Bolton komst yfir en Burnley náði að jafna og kom því í veg fyrir að Grétar Rafn Steinsson og félagar kæmust upp úr fallsæti. Bolton-menn gátu þó talist heppnir að Burnley bætti ekki fleiri mörkum við og tryggði sér sigurinn.

West Ham vann Portsmouth og komst upp úr fallsæti

West Ham vann 2-0 sigur á Hermanni Hreiðarssyni og félögum í Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni í dag en stigin þrjú nægðu lærisveinum Gianfranco Zola til þess að komast upp úr fallsæti. Á sama tíma gerðu Fulham og Tottenham markalaust jafntefli.

Ferguson: Verð ennþá hjá United þegar Mancini verður rekinn

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur látið í sér heyra yfir framkomu Manchester City gagnvart gamla lærisveini sínum Mark Hughes. Ferguson spáir því að Mancini verði ekki langlífur í starfi hjá nágrönnunum ekkert frekar en þeir þrettán stjórar sem hafa komið og farið á meðan Ferguson hefur stýrt Manchester United.

Heiðar og félagar gerðu jafntefli við Nottingham Forrest

Heiðar Helguson lék allan leikinn með Watford-liðinu þegar liðið gerði markalaust jafntefli á móti Nottingham Forrest í ensku b-deildinni í dag. Nottingham Forrest tapaði þarna dýrmætum stigum og gæti því misst annað sætið seinna í dag.

Joe Hart fyrstur til að halda hreinu á móti Chelsea

Vandræði Chelsea héldu áfram í dag þegar liðið náði aðeins markalausu jafntefli á móti Birmingham í hádegisleik ensku úrvalsdeildarinnar. Birmingham-liðið sýndi í þessum leik að það er engin tilviljun að liðið sé í 7. sæti deildarinnar.

Ancelotti: Hleyp nakinn í snjónum ef við kaupum nýjan framherja

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, fullvissaði fjölmiðlamenn um það að Chelsea myndi ekki kaupa nýjan framherja í janúar þótt að Nicolas Anelka sé meiddur og þeir Didier Drogba og Salomon Kalou á leiðinni í Afríkukeppnina í heilan mánuð. Chelsea er að spila við Birmingham þessa stundina.

Síðasti leikur Didier Drogba og Salomon Kalou í bili

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, fær í dag síðasta tækifærið til þess að nota Fílabeinsstrandarframherjana Didier Drogba og Salomon Kalou áður en þeir fljúga heima til þess að taka þátt í Afríkukeppni landsliða í næsta mánuði.

Ferguson sagður vilja fá Guardiola í sinn stað

Það er mikið rætt og ritað um framtíð Pep Guardiola, þjálfara Barcelona, þessa dagana. Þó svo hann hafi unnið alla sex bikarana sem voru í boði í ár er ekki enn frágengið að hann verði áfram með Barcelona eftir tímabilið. Samningur hans rennur út næsta sumar.

Newcastle vill ekki selja Carroll

Mick McCarthy, stjóri Wolves, hefur útilokað að félagið muni kaupa sóknarmanninn Andy Carroll frá Newcastle þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar næstkomandi.

Donovan og Diouf komnir með vinnuleyfi

Þeir Landon Donovan og Mame Biram Diouf eru báðnir komnir með vinnuleyfi í Englandi og geta því spilað með liðum sínum í ensku úrvalsdeildinni á nýju ári.

Forráðamenn City bálreiðir enskum fjölmiðlum

Forráðamenn Manchester City hafa bannað fulltrúum enskra dagblaða aðgang að æfingasvæði félagsins vegna viðbragða blaðanna við brottvikningu Mark Hughes úr starfi um helgina.

Nasri verður ekki refsað

Samir Nasri verður ekki refsað fyrir að hafa traðkað á Richard Garcia í leik Arsenal og Hull í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Benfica hafnaði boði United í Di Maria

Samkvæmt portúgölskum fjölmiðlum mun Benfica hafa hafnað tilboði frá enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United í sóknarmanninn Angel Di Maria.

Anelka missir af jólaleikjunum

Nicolas Anelka verður ekki með Chelsea þegar liðið mætir Birmingham og Fulham á milli jóla og nýárs.

Fékk aukaleik í bann fyrir að eyða tíma aganefndar

Michael Turner, miðvörður Sunderland, fékk fjögurra leikja bann vegna rauða spjaldsins sem hann fékk í lok leiksins á móti Manchester City á laugardaginn. Turner átti þá að hafa farið viljandi með olnbogann í andlit Gareth Barry þegar þeir stukku saman upp í skallabolta.

Sjá næstu 50 fréttir