Fleiri fréttir

Englandsmeistararnir vaknaðir af værum blundi

Sex leikir fóru fram í dag í ensku úrvalsdeildinni í dag þar sem Manchester United og Arsenal unnu góða sigra. United sýndi mátt sinn gegn Wigan á DW-leikvanginum.

Defoe hótar að kæra lögregluna í Essex

Framherjinn Jermain Defoe hjá Tottenham hefur verið sjóðandi heitur í upphafi ensku úrvalsdeildarinnar og skoraði þrennu í 1-5 sigri gegn Hull á dögunum.

Everton búið að útvega Banega atvinnuleyfi

Búist er við því að enska úrvalsdeildarfélagið Everton muni í dag ganga frá lánssamningi við Argentínumanninn Ever Banega út yfirstandandi leiktíð en leikmaðurinn er á mála hjá Valencia á Spáni.

Wenger útilokar ekki að fá Vieira

Knattspyrnustjórinn Arsene Wenger hjá Arsenal gefur í skyn í nýlegu viðtali að hann sé enn ekki búinn að útiloka að fá miðjumanninn Patrick Vieira aftur til félagsins frá Inter.

Eigendur Birmingham að selja - vilja kaupa West Ham

Sögusagnir í breskum fjölmiðlum herma að viðskiptajöfurinn Carson Yeung frá Hong Kong hafi lagt fram 81,5 milljón punda kauptilboð í enska úrvalsdeildarfélagið Birmingham og að stærstu hluthafarnir David Sullivan og David Gold séu að hugsa um að selja.

City búið að leggja fram þriðja kauptilboðið í Lecott

Samkvæmt breskum fjölmiðlum í dag virðist varnarmaðurinn Joleon Lescott vera að færast nær Manchester City eftir að félagið lagði fram þriðja kauptilboðið í leikmanninn upp á 21 milljón punda en Everton var áður búið að hafna kauptilboðum upp á 15 og 18 milljónir punda.

England: Arsenal og Manchester United í eldlínunni

Sex leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni í dag. Spennandi verður að sjá hvort að Arsenal bjóði upp á aðra flugeldasýningu þegar Portsmouth kemur í heimsókn á Emirates-leikvanginn en Lundúnafélagið slátraði sem kunnugt er Everton 1-6 í fyrsta leik sínum í deildinni.

Benitez himinlifandi með kaupin á Kyrgiakos

Rafael Benitez, stjóri Liverpool, telur sig vera búinn að leysa miðvarðarvandræði liðsins eftir að hann keypti gríska varnarmanninn Sotirios Kyrgiakos frá AEK Aþenu í dag. Kyrgiakos er 30 ára og 192 sm miðvörður og gerir tveggja ára samning við enska liðið. Hann ætti að vera klár í slaginn strax á móti Aston Villa á mánudaginn.

Meiðsli Johnson ekki jafn alvarleg og fyrst var haldið

Enska úrvalsdeildarfélagið Fulham fékk góð tíðindi í dag þegar í ljós kom að framherjinn Andy Johnson muni ekki vera frá í átta vikur eins og fyrst var haldið eftir að leikmaðurinn fór úr axlarlið í leik í Evrópudeild UEFA í gærkvöld.

Bolton nálægt því að fá Emana

Samkvæmt heimildum Sky Sports fréttastofunnar er enska úrvalsdeildarfélagið Bolton nálægt því að landa miðjumanninum Achille Emana frá Real Betis.

Bamba: Liverpool hefur áhuga á mér

Varnarmaðurinn Souleymane Bamba hjá skoska félaginu Hibernian fullyrðir að enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool sé að fylgjast náið með sér.

Bruce: Mensah síðasti leikmaðurinn sem við fáum í sumar

Knattspyrnustjórinn Steve Bruce hefur ekki setið auðum höndum síðan hann tók við starfi sínu hjá Sunderland í sumar og hefur eytt tæpum 20 milljónum punda í fimm leikmenn, þar á meðal Darren Bent frá Tottenham, Lee Cattermole frá Wigan og Fraizer Campbell frá Manchester United.

Hughes: Þetta er ekkert persónulegt

Knattspyrnustjórinn Mark Hughes hjá Manchester City hefur svarað gagnrýni á hendur félaginu fyrir verslunarhætti þess á leikmannamarkaðnum í sumar.

Newcastle á höttunum eftir Sölva Geir

Danskir fjölmiðlar greina frá því í dag að b-deildarfélagið Newcastle á Englandi hafi áhuga á að fá landsliðsmanninn íslenska Sölva Geir Ottesen í sínar raðir.

West Ham á eftir framherja Livorno

Forsetinn Aldo Spinelli hjá Serie A-deildar félaginu Livorno á Ítalíu hefur staðfest að West Ham hafi haft samband og líst yfir áhuga á að fá framherjann Alessandro Diamanti í raðir félagsins.

Andy Johnson líklega frá vegna meiðsla í átta vikur

Frækinn 3-1 sigur Fulham gegn rússneska félaginu Amkar Perm í Evrópudeild UEFA í gærkvöld reyndist dýrkeyptur fyrir Lundúnafélagið þar sem framherjinn Andy Johnson, sem skoraði fyrsta mark leiksins, þurfti að yfirgefa völlinn þegar hann fór úr axlarlið eftir klukkutíma leik.

Franskur miðjumaður á reynslu hjá Tottenham

Sky Sports fréttastofan greinir frá því að miðjumaðurinn Kevin Anin sé þessa dagana á reynslu hjá Harry Redknapp og félögum í Tottenham en Anin er á mála hjá franska félaginu Le Havre.

Enn beðið eftir leikheimild fyrir Emil

Emil Hallfreðsson hefur ekki enn fengið leikheimild með Barnsley sem leikur í ensku B-deildinni vegna seinagangs hjá ítalska knattspyrnusambandinu.

Megson: Þurfum að selja leikmenn til þess að kaupa leikmenn

Knattspyrnustjórinn Gary Megson hjá Bolton fer ekki leynt með að hann vilji fá fleiri leikmenn til félagsins áður en félagsskiptaglugganum lokar 1. september næstkomandi en viðurkennir að Bolton þurfi að selja leikmenn til þess að kaupa.

Fjölmörg úrvalsdeildarfélög í kapphlaupi um Taylor

Varnarmaðurinn Steven Taylor hefur ekki farið leynt með að hann vilji yfirgefa herbúðir b-deildarfélagsins Newcastle áður en félagsskiptaglugganum lokar 1. september og kallaði félagið meðal annars hlægilegt og metnaðarlaust í nýlegu viðtali.

Santa Cruz klár fyrir grannaslaginn gegn United

Knattspyrnustjórinn Mark Hughes hjá Manchester City vonast til þess að framherjinn Roque Santa Cruz sem félagið keypti frá Blackburn í sumar á 18 milljónir punda verði klár í slaginn gegn Manchester United á Old Trafford-leikvanginum 20. september næstkomandi.

Greening að fara til Fulham á lánssamningi

Fyrirliðinn Jonathan Greening hjá WBA er við það að ganga í raðir enska úrvalsdeildarfélagsins Fulham á lánssamningi út yfirstandandi leiktíð og á aðeins eftir að standast læknisskoðun hjá Lundúnafélaginu.

Stoke ekki búið að gefast upp á að fá Collins

Knattspyrnustjórinn Tony Pulis hjá Stoke bindur enn vonir við að fá varnarmanninn James Collins frá West Ham en félögin eru búin að koma sér saman um kaupverð upp á 5 milljónir punda.

Negredo kemur ekki til Hull

Knattspyrnustjórinn Phil Brown hjá Hull hefur staðfest að framherjinn Alvaro Negredo sé ekki á leiðinni til félagsins frá Real Madrid en spænskir fjölmiðlar héldu því fram að fyrirhugað kaupverð Hull hafi verið 12 milljónir punda.

Rafa Benitez ekki á förum frá Liverpool

Sá orðrómur komst á kreik í gærdag fyrir leik Liverpool og Stoke í ensku úrvalsdeildinni að knattspyrnustjórinn Rafa Benitez hjá Liverpool væri á mörkum þess að hætta hjá félaginu og hefði setið krísufund með hinum bandarísku eigendum, George Gillett og Tom Hicks.

Leverkusen að vinna kapphlaupið um Elm?

Sænski U-21 árs landsliðsmaðurinn Rasmus Elm hefur verið eftirsóttur eftir að hafa slegið í gegn í Evrópukeppni U-21 árs landsliða í sumar en ensku úrvalsdeildarfélögin Everton og Fulham eru á meðal þeirra félaga sem hafa haft augastað á leikmanninum.

Benitez: Ánægður með Johnson

Rafael Benitez, stjóri Liverpool, var að vonum hæstánægður með stórsigur sinna manna í kvöld. Hann var sérstaklega ánægður með Glen Johnson sem átti klassaleik.

Ferguson: Ekki góð frammistaða

Það var ekki hátt risið á Sir Alex Fergsuon, stjóra Man. Utd, eftir leikinn í kvöld. Hann hélt þó sinni og hrósaði liði Burnley.

Óvæntur sigur Burnley á meisturunum

Nýliðar Burnley gerðu sér lítið fyrir og lögðu meistara Man. Utd, 1-0, á Turf Moor í kvöld. Það var Robbie Blake sem skoraði eina mark leiksins á 19. mínútu.

Hangeland reiknar með því að vera áfram hjá Fulham

Norski landsliðsfyrirliðinn Brede Hangeland hjá Fulham hefur verið sterklega orðaður við félagsskipti til Arsenal í sumar en hann staðfestir í nýlegu viðtali við VG í Noregi að hann búist fastlega við því að vera áfram í herbúðum Fulham þegar félagsskiptaglugganum lokar 1. september.

Moyes: Ég er óneitanlega vonsvikinn með Lescott

Knattspyrnustjórinn David Moyes hjá Everton gat ekki neitað því að hegðun varnarmannsins Joleon Lescott hafi valdið sér vonbrigðum á blaðamannafundi í dag en leikmaðurinn mætti ekki á síðustu æfinguna fyrir leikinn gegn Sigma Olomouc í Evrópudeild UEFA sem fram fer á morgun.

Everton neitar að tjá sig um fjarveru Lescott

Samkvæmt breskum fjölmiðlum mætti varnarmaðurinn Joleon Lescott ekki á æfingu með Everton í dag en félagið mætir Sigma Olomouc í Evrópudeild UEFA annað kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir