Fleiri fréttir

Benjani er leikmaður helgarinnar

Framherjinn Benjani Mwaruwari hjá Portsmouth var leikmaður helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni og varð markahæstur í deildinni þegar hann skoraði í stórsigri Portsmouth á Newcastle um helgina.

Tottenham ætlar að stækka heimavöllinn

Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham hefur nú leitað aðstoðar hjá manninum sem stóð á bak við byggingu Emirates vallarins hjá Arsenal með það fyrir augum að stækka White Hart Lane, heimavöll félagsins.

Ferguson styður tillögur Blatter

Sir Alex Ferguson hefur nú tekið undir tillögur Sepp Blatter forseta FIFA sem vill setja hömlur á fjölda útlendinga í deildarkeppnum í Evrópu. Ferguson vill sjá meira af heimamönnum í liðum í ensku úrvalsdeildinni.

Grant hefur komið á óvart

Peter Kenyon, stjórnarformaður Chelsea, segir að árangur Avram Grant með liðið undanfarið hafi farið fram úr vonum. Chelsea hefur unnið 8 af 10 leikjum sínum síðan Grant tók við af Jose Mourinho.

Segir Berbatov ekki á förum

Damien Comolli, stjórnarmaður hjá Tottenham, segir að sóknarmaðurinn Dimitar Berbatov sé ekki á förum frá liðinu. Berbatov var ekki í byrjunarliðinu þegar Juande Ramos stýrði sínum fyrsta leik síðasta laugardag.

City vann Sunderland

Einn leikur var í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Manchester City tók á móti Sunderland og vann 1-0 sigur í heldur bragðdaufum fótboltaleik. Stephen Ireland skoraði eina mark leiksins með góðu skoti á 67. mínútu.

Souness líklegastur

Graeme Souness er talinn líklegastur til að verða næsti knattspyrnustjóri Wigan. Chris Hutchings var látinn taka pokann sinn í morgun og hafa enskir fjölmiðlar mikið velt sér upp úr því hver sé líklegur til að taka við stjórnartaumunum.

Bianchi á heimleið

Ítalski sóknarmaðurinn Rolando Bianchi er að öllum líkindum á leið frá enska liðinu Manchester City í janúar. Honum hefur gengið illa að aðlagast lífinu á Englandi.

Wenger stendur með Almunia

Arsene Wenger segist ætla að standa með markverðinum Manuel Almunia þrátt fyrir þá gagnrýni sem hann hefur hlotið eftir leikinn gegn Manchester United um helgina.

Allardyce lýsir yfir stuðningi við Cacapa

Sam Allardyce, stjóri Newcastle, er ekki búinn að missa alla trú á varnarmanninum Claudio Cacapa þó hann hafi átt skelfilegan dag um helgina þegar Newcastle steinlá fyrir Portsmouth á heimavelli.

Man City - Sunderland í kvöld

Einn leikur er á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og verður hann að sjálfssögðu sýndur beint á Sýn 2. Spútniklið Manchester City tekur þar á móti lærisveinum Roy Keane í Sunderland.

Aganefndin skoðar ummæli Ferguson

Aganefnd enska knattspyrnusambandsins ætlar að taka til skoðunar ummæli Sir Alex Ferguson eftir leik Arsenal og Manchester United um helgina þar sem Ferguson fór hörðum orðum um Howard Webb dómara. Ferguson sagði Webb hafa dæmt Arsenal í hag í leiknum í samtali við MUTV.

Hutchings rekinn frá Wigan

Chris Hutchings var í dag rekinn úr starfi knattspyrnustjóra hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Wigan eftir að liðið hafði tapað sex leikjum í röð í deildinni. Aðstoðarmaður hans Frank Barlow tekur við liðinu tímabundið og stýrir því gegn Tottenham á sunnudaginn.

Dómgæsla ársins hjá Webb

Íslandsvinurinn og fyrrum úrvalsdeildardómarinn Dermot Gallagher, segir kollega sinn Howard Webb hafa átt dómgæslu ársins til þessa þegar hann dæmdi mark William Gallas hjá Arsenal gott og gilt í leiknum gegn Manchester United um helgina.

Berbatov fundar með Tottenham í dag

Búlgarski framherjinn Dimitar Berbatov mun í dag halda fund með yfirmanni knattspyrnumála hjá Tottenham ásamt umboðsmanni sínum, en framtíð hans hjá félaginu þykir nokkuð óráðin eftir að Martin Jol fór frá félaginu.

Farsakennd tímasóun hjá McClaren

Terry Butcher, fyrrum fyrirliði enska landsliðsins, segir að ákvörðun Steve McClaren landsliðsþjálfara Englendinga að fara til Bandaríkjanna til að sjá David Beckham spila góðgerðaleik geti ekki talist annað en lélegur brandari.

Jafntefli í fyrsta leik Ramos

Juande Ramos stýrði Tottenham í fyrsta skiptið í dag í ensku úrvalsdeildinni en varð að sætta sig við jafntefli í leik gegn Middlesbrough.

Markalaust hjá Blackburn og Liverpool

Blackburn og Liverpool skildu jöfn í markalausum leik á Ewood Park í dag. Blackburn fór með stiginu upp að hlið Portsmouth og Manchester City í 4.-6. sæti deildarinnar.

Jói Kalli ekki í hópnum hjá Burnley

Jóhannes Karl Guðjónsson var ekki í leikmannahópi Burnley sem gerði markalaust jafntefli við Sheffield United í ensku B-deildinni í dag.

Ferguson kennir einbeitingarleysi um

Sir Alex Ferguson segir að einbeitingarleysi hafi kostað sína menn sigurinn gegn Arsenal í dag. Arsene Wenger var vitanlega hæstánægður með jöfnunarmarkið.

United vildi fá Adebayor

Emmanuel Adebayor, framherjinn skæði hjá Arsenal, hefur sagt frá því að hann hafnaði Manchester United í sumar.

Fjörugt jafntefli í toppslagnum

Arsenal og Manchester United skildu jöfn í fjörugum leik á Emirates Stadium í dag. Arsenal náði að jafna metin í uppbótartíma.

Eriksson vill vetrarfrí

Sven-Göran Eriksson hefur bæst í hóp þeirra sem hafa kallað eftir vetrarfríi í ensku úrvalsdeildinni.

Drogba bauð við Chelsea

Didier Drogba segir í nýútkomnum DVD-diski að hann hafi fengið óbragð í munninn þegar hann samdi við Chelsea í júlí árið 2004.

Liverpool og Chelsea mætast

Chelsea mun taka á móti Liverpool í fjórðungsúrslitum ensku deildabikarkeppninnar en dregið var í morgun.

Upphitun fyrir Arsenal - United

Stórleikur helgarinnar í enska boltanum er viðureign Arsenal og Manchester United á Emirates á morgun, en leikurinn verður að sjálfssögðu sýndur beint á Sýn 2 og hefst útsending klukkan 12:25.

Wenger langaði að kaupa Tevez

Arsene Wenger segist hafa velt því mikið fyrir sér að reyna að kaupa Carlos Tevez frá West Ham í sumar. Hann segist hafa hætt við það þegar hann frétti af áhuga Manchester United á Argentínumanninum.

Hroki Ferguson efldi okkur

Robert Pires, fyrrum leikmaður Arsenal, segir að hrokafullar yfirlýsingar Sir Alex Ferguson og Manchester United hafi á sínum tíma verið aðal hvati leikmanna Arsenal fyrir einvígi liðanna í deildinni.

Jol gagnrýnir vinnubrögð Comolli

Hollendingurinn Martin Jol hefur nú varpað ljósi á nokkur atriði sem urðu þess valdandi að hann fór frá Tottenham á dögunum. Í viðtali hans við Sun kemur fram að erfitt samstarf hans við Damien Comolli var ein af ástæðunum fyrir því að allt fór í hundana hjá félaginu.

Wenger ætlar sér sigur gegn United

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, ætlar sér sigur í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar gegn Manchester United á morgun.

Sanchez: Bjóst við erfiðum leik gegn Íslandi

Lawrie Sanchez tjáir sig í nýrri bók um tíma hans sem landsliðsþjálfari Norður-Írlands. Leikur Norður-Írlands og Íslands í Belfast spilar stórt hlutverk í bókinni.

Hnífjafnar rimmur Wenger og Ferguson

Sir Alex Ferguson og Arsene Wenger kljást í 34. sinn á ferlinum um helgina þegar Arsenal tekur á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni.

Neville spilaði klukkutíma

Gary Neville komst vel frá þeim 60 mínútum sem hann spilaði með varaliði Manchester United í kvöld þegar það burstaði Stockport 6-1 í kvöld. Neville er enn talinn inn í myndini fyrir leikinn gegn Arsenal á laugardaginn en er líklegri í leikinn gegn Dynamo Kiev á miðvikudaginn.

Neville spilar í kvöld

Varnarmaðurinn Gary Neville hjá Manchester United spilar í kvöld með varaliði félagsins gegn Stockport í bikarleik en ekki er talið að hann sé orðinn nógu heill til að mæta Arsenal um næstu helgi. Það hefur hinsvegar verið staðfest að Rio Ferdinand sé búinn að ná sér af sínum meiðslum og verði heill fyrir Arsenal-leikinn.

Efast um að Mourinho snúi aftur til Englands

Sir Alex Ferguson segist hafa verið í sambandi við Jose Mourinho eftir að hann hætti störfum hjá Chelsea. Hann segist efast um að Portúgalinn snúi aftur til Englands í bráð.

Fordæmir há laun og hátt miðaverð

Gerry Sutcliffe, nýráðinn íþróttamálaráðherra á Englandi, fordæmir laun fyrirliðans John Terry hjá Chelsea og segir miðaverð á leiki í ensku úrvalsdeildinni vera rokið upp fyrir allt velsæmi.

Meiðsli Richards ekki alvarleg

Varnarmaðurinn Micah Richards ætti að verða klár í slaginn með enska landsliðinu í leikinn gegn Króötum í þessum mánuði þrátt fyrir að hafa meiðst á hné í bikarleik gegn Bolton í gærkvöld.

Verður að slaka á kröfunum

Phil Neville óttast að fleiri gætu hætt að gefa kost á sér í enska landsliðið ef ekki verður slakað á þeim kröfum sem gerðar eru á leikmönnum sem spila reglulega með landsliðinu.

Alonso frá í tvær vikur

Xabi Alonso, leikmaður Liverpool, verður frá næstu tvær vikurnar en ekki í 6-10 vikur eins og óttast var eftir leik liðsins gegn Arsenal um helgina.

Sjá næstu 50 fréttir