Benjani er leikmaður helgarinnar 6. nóvember 2007 10:53 Benjani hefur verið heitur hjá Portsmouth í haust NordicPhotos/GettyImages Framherjinn Benjani Mwaruwari hjá Portsmouth var leikmaður helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni og varð markahæstur í deildinni þegar hann skoraði í stórsigri Portsmouth á Newcastle um helgina. Benjani hefur ekki sloppið við gagnrýni í tíð sinni á Fratton Park, en hann hefur verið mjög iðinn við kolann fyrir framan mark andstæðinganna á þessari leiktíð. Portsmouth hefur líka náð fínum árangri og situr í 5. sæti deildarinnar með 22 stig eftir 12 leiki. Þessi fyrrum leikmaður Auxerre var lekri vörn Newcastle sannkölluð martröð um helgina þegar lærisveinar Harry Redknapp unnu útrúlegan 4-1 sigur á St. James´Park. Þetta var fyrsti sigur Portsmouth fyrir norðan síðan árið 1949 og mark Benjani í leiknum tryggði að hann er orðinn markahæstur í ensku úrvalsdeildinni með átta mörk. Benjani, sem kemur frá Zimbabwe, skoraði aðeins sex mörk í deildinni á síðustu leiktíð en hefur verið í milklu stuði það sem af er þessari. Hann ber gælunafnið "Big Ben" eða "Stóri-Ben" hjá félögum sínum og stóð undir því þegar hann ruddi varnarmanninum Cacapa hjá Newcastle úr vegi og skoraði markið sitt á laugardaginn. Benjani hefur fram að þessu fyrst og fremst verið þekktur fyrir baráttugleði en á síðustu leiktíð var hann meira í því að klúðra færum en að nýta þau og spilaði m.a. 15 leiki í röð án þess að skora. "Ég veit ekki af hverju mér gengur svona vel að skora núna. Nú er ég markahæstur og ég vona svo sannarlega að ég verði það líka þegar tímabilinu lýkur. Annars er mér sama um það ef liðið heldur áfram að vinna leiki og ganga vel," sagði hinn feimni Benjani eftir sigurinn á Newcastle, en hann átti m.a. stóran þátt í því að varnarmaðurinn Cacapa var tekinn af velli eftir innan við 20 mínútna leik hjá Newcastle. Harry Redknapp, stjóri Portsmouth, er mjög ánægður með framherjann þó hann hafi bannað honum að taka fleiri í vítaspyrnur fyrir liðið eftir að hann klúðraði spyrnu sinni í uppbótartíma gegn West Ham um daginn - en það kostaði Portsmouth tvö dýrmæt stig. "Ég væri að ljúga ef ég segði að ég hefði vitað að hann myndi skora öll þessi mörk. Ég hef alltaf séð hann meira sem vinnusamann framherja sem skapar færi fyrir aðra og hélt að hann þyrfti mann við hlið sér sem skoraði fleiri mörk. Hann er hinsvegar farinn að skora grimmt núna og það á hann skilið. Hann vinnur rosalega vel fyrir liðið og gefur varnarmönnum aldrei mínútu til að hvíla sig og stuðningsmenn okkar elska hann út af lífinu," sagði stjórinn. Nafn: Benjamin "Benjani" Mwaruwari Fæddur: 13. ágúst 1978 í Harare í Zimbabwe Félög: Jomo Cosmos, Grashoppers (lánsmaður), Auxerre og Portsmouth. Númer: 25 Enski boltinn Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Leik lokið: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Sjá meira
Framherjinn Benjani Mwaruwari hjá Portsmouth var leikmaður helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni og varð markahæstur í deildinni þegar hann skoraði í stórsigri Portsmouth á Newcastle um helgina. Benjani hefur ekki sloppið við gagnrýni í tíð sinni á Fratton Park, en hann hefur verið mjög iðinn við kolann fyrir framan mark andstæðinganna á þessari leiktíð. Portsmouth hefur líka náð fínum árangri og situr í 5. sæti deildarinnar með 22 stig eftir 12 leiki. Þessi fyrrum leikmaður Auxerre var lekri vörn Newcastle sannkölluð martröð um helgina þegar lærisveinar Harry Redknapp unnu útrúlegan 4-1 sigur á St. James´Park. Þetta var fyrsti sigur Portsmouth fyrir norðan síðan árið 1949 og mark Benjani í leiknum tryggði að hann er orðinn markahæstur í ensku úrvalsdeildinni með átta mörk. Benjani, sem kemur frá Zimbabwe, skoraði aðeins sex mörk í deildinni á síðustu leiktíð en hefur verið í milklu stuði það sem af er þessari. Hann ber gælunafnið "Big Ben" eða "Stóri-Ben" hjá félögum sínum og stóð undir því þegar hann ruddi varnarmanninum Cacapa hjá Newcastle úr vegi og skoraði markið sitt á laugardaginn. Benjani hefur fram að þessu fyrst og fremst verið þekktur fyrir baráttugleði en á síðustu leiktíð var hann meira í því að klúðra færum en að nýta þau og spilaði m.a. 15 leiki í röð án þess að skora. "Ég veit ekki af hverju mér gengur svona vel að skora núna. Nú er ég markahæstur og ég vona svo sannarlega að ég verði það líka þegar tímabilinu lýkur. Annars er mér sama um það ef liðið heldur áfram að vinna leiki og ganga vel," sagði hinn feimni Benjani eftir sigurinn á Newcastle, en hann átti m.a. stóran þátt í því að varnarmaðurinn Cacapa var tekinn af velli eftir innan við 20 mínútna leik hjá Newcastle. Harry Redknapp, stjóri Portsmouth, er mjög ánægður með framherjann þó hann hafi bannað honum að taka fleiri í vítaspyrnur fyrir liðið eftir að hann klúðraði spyrnu sinni í uppbótartíma gegn West Ham um daginn - en það kostaði Portsmouth tvö dýrmæt stig. "Ég væri að ljúga ef ég segði að ég hefði vitað að hann myndi skora öll þessi mörk. Ég hef alltaf séð hann meira sem vinnusamann framherja sem skapar færi fyrir aðra og hélt að hann þyrfti mann við hlið sér sem skoraði fleiri mörk. Hann er hinsvegar farinn að skora grimmt núna og það á hann skilið. Hann vinnur rosalega vel fyrir liðið og gefur varnarmönnum aldrei mínútu til að hvíla sig og stuðningsmenn okkar elska hann út af lífinu," sagði stjórinn. Nafn: Benjamin "Benjani" Mwaruwari Fæddur: 13. ágúst 1978 í Harare í Zimbabwe Félög: Jomo Cosmos, Grashoppers (lánsmaður), Auxerre og Portsmouth. Númer: 25
Enski boltinn Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Leik lokið: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Sjá meira