Enski boltinn

Bianchi á heimleið

Elvar Geir Magnússon skrifar
Rolando Bianchi.
Rolando Bianchi.

Ítalski sóknarmaðurinn Rolando Bianchi er að öllum líkindum á leið frá enska liðinu Manchester City í janúar. Honum hefur gengið illa að aðlagast lífinu á Englandi.

Bianchi braust fram á sjónarsviðið með Reggina á síðasta tímabili. Hann skoraði fyrir City gegn West Ham í fyrsta leik tímabilsins en síðan hefur hallað undan fæti.

Samkvæmt fréttum frá Ítalíu þá munu Palermo og AC Milan berjast um Bianchi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×