West Ham kastaði frá sér sigrinum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. nóvember 2007 17:54 George McCartney skoraði fyrir West Ham í fyrri hálfleik. Nordic Photos / Getty Images West Ham og Bolton skildu jöfn á Upton Park í dag en jöfnunarmark Bolton kom á þriðju mínútu uppbótartímans. Kevin Nolan jafnaði metin en George McCartney hafði komið West Ham yfir í fyrri hálfleik. Bolton er þó enn í næstneðsta sæti deildarinnar með sjö stig en West Ham er í því ellefta með fimmtán stig. Nicolas Anelka var enn frá vegna meiðsla en Gary Megson, stjóri Bolton, þurfti nauðsynlega á sigri að halda, þeim fyrsta undir sinni stjórn. Meiðsli hrjá West Ham sem fyrr en tólf leikmenn úr liðinu eru á meiðslalistanum. West Ham byrjaði betur en Lee Bowyer var duglegur að skapa usla í vörn Bolton. Hann átti skot úr ágætu færi á 12. mínútu en missti illa marks. Kannski sem betur fer var hann dæmdur rangstæður. En fyrsta markið kom á nítjándu mínútu. West Ham átti horn og mistókst varnarmönnum Bolton að hreinsa boltann frá marki. George McCartney fékk boltann og skoraði með laglegu skoti. Bolton átti ekki mikið í leiknum en Danny Guthrie átti gott skot að marki á 31. mínútu sem hafnaði í stöng West Ham-marksins. Í kjölfarið komst Bolton betur inn í leikinn og átti Boa Morte gott skot sem fór þó yfir markið. Ekki tókst gestunum þó að jafna metin fyrir leikhlé. Nokkur hálffæri litu dagsins ljós í seinni hálfleik en fyrsta alvöru færið fékk Carlton Cole þegar hann skaut beint á Jussi Jaaskelainen í marki Bolton. West Ham slapp þó með skrekkinn í uppbótartíma er John Pantsil bjargaði á línu frá Kevin Nolan. En Nolan skoraði svo jöfnunarmarkið dýrmæta á 93. mínútu. Sendingin kom frá hægri og svo skallaði Lubomir Michalik inn í teiginn þar sem Nolan náði að slæma fætinum í boltann og í netið. Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Fleiri fréttir Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Man. City - West Ham | Bláklæddir geta tyllt sér á toppinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Sjá meira
West Ham og Bolton skildu jöfn á Upton Park í dag en jöfnunarmark Bolton kom á þriðju mínútu uppbótartímans. Kevin Nolan jafnaði metin en George McCartney hafði komið West Ham yfir í fyrri hálfleik. Bolton er þó enn í næstneðsta sæti deildarinnar með sjö stig en West Ham er í því ellefta með fimmtán stig. Nicolas Anelka var enn frá vegna meiðsla en Gary Megson, stjóri Bolton, þurfti nauðsynlega á sigri að halda, þeim fyrsta undir sinni stjórn. Meiðsli hrjá West Ham sem fyrr en tólf leikmenn úr liðinu eru á meiðslalistanum. West Ham byrjaði betur en Lee Bowyer var duglegur að skapa usla í vörn Bolton. Hann átti skot úr ágætu færi á 12. mínútu en missti illa marks. Kannski sem betur fer var hann dæmdur rangstæður. En fyrsta markið kom á nítjándu mínútu. West Ham átti horn og mistókst varnarmönnum Bolton að hreinsa boltann frá marki. George McCartney fékk boltann og skoraði með laglegu skoti. Bolton átti ekki mikið í leiknum en Danny Guthrie átti gott skot að marki á 31. mínútu sem hafnaði í stöng West Ham-marksins. Í kjölfarið komst Bolton betur inn í leikinn og átti Boa Morte gott skot sem fór þó yfir markið. Ekki tókst gestunum þó að jafna metin fyrir leikhlé. Nokkur hálffæri litu dagsins ljós í seinni hálfleik en fyrsta alvöru færið fékk Carlton Cole þegar hann skaut beint á Jussi Jaaskelainen í marki Bolton. West Ham slapp þó með skrekkinn í uppbótartíma er John Pantsil bjargaði á línu frá Kevin Nolan. En Nolan skoraði svo jöfnunarmarkið dýrmæta á 93. mínútu. Sendingin kom frá hægri og svo skallaði Lubomir Michalik inn í teiginn þar sem Nolan náði að slæma fætinum í boltann og í netið.
Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Fleiri fréttir Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Man. City - West Ham | Bláklæddir geta tyllt sér á toppinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Sjá meira