Fleiri fréttir Chelsea áfram eftir æsilegan leik Chelsea tryggði sér naumlega áframhaldandi þáttöku í enska deildarbikarnum í kvöld með 4-3 sigri á Leicester í æsilegum leik á Stamford Bridge. Arsenal, Blackburn, Tottenham og Liverpool eru líka komin áfram eftir sigra í kvöld. 31.10.2007 21:55 Lampard í stuði Nú er kominn hálfleikur í viðureignunum sjö sem standa yfir í enska deildarbikarnum í knattspyrnu. Arsenal hefur yfir 1-0 á útivelli gegn Sheffield United í sjónvarpsleiknum á Sýn þar sem Króatinn Eduardo skoraði laglegt mark í upphafi leiks. 31.10.2007 20:47 Diouf skiptir um skoðun Vængmaðurinn El Hadji Diouf hjá Bolton er hættur við að hætta með landsliði Senegal og hefur gefið kost á sér í leik liðsins við Malí í París. Diouf sagðist í byrjun mánaðarins vera hættur með landsliðinu því hann hefði fengið nóg af viðvaningslegum vinnubrögðum knattspyrnusambandsins í heimalandinu. 31.10.2007 20:25 Launaseðill Riise veldur fjaðrafoki Liverpool hefur hrundið af stað rannsókn eftir að meintur launaseðill norska landsliðsmannsins John Arne Riise rataði í rangar hendur og er nú til sýnis á netinu. 31.10.2007 17:47 Englendingar sækja um HM 2018 Enska knattspyrnusambandið hefur nú tilkynnt formlega að það muni leggja fram beiðni um að halda HM í knattspyrnu árið 2018. Englendingar sóttu síðast um að halda keppnina sem fram fór í fyrra en þurftu að lúta í lægra haldi fyrir Þjóðverjum. 31.10.2007 17:35 Ramos stýrir sínum fyrsta leik í kvöld Juande Ramos verður í fyrsta skipti við stjórnvölinn hjá Tottenham þegar liðið mætir 1. deildarliðinu Blackpool í 16-liða úrslitum ensku deildabikarkeppninnar. 31.10.2007 14:30 Sven-Göran ver Garrido fram í rauðan dauðann Sven-Göran Eriksson segir að hann muni verja varnarmanninn Javier Garrido fram í rauðan dauðann. 31.10.2007 13:45 Bróður knattspyrnumanns hjá Birmingham rænt Fimmtán ára bróður Wilson Palacios, knattspyrnukappa hjá Birmingham, var í gær rænt af heimili sínu á Hondúras. 31.10.2007 13:07 Hefur engar áhyggjur Sven-Göran Eriksson, knattspyrnustjóri Manchester City, er handviss um að Micah Richards muni skrifa undir nýjan samning við félagið. Núgildandi samningur leikmannsins er reyndar til ársins 2010. 30.10.2007 23:30 West Ham vann Coventry naumlega Sextán liða úrslit enska deildabikarsins hófust í kvöld með viðureign Coventry og West Ham. Carlton Cole skoraði sigurmark West Ham í uppbótartíma og komast Hamrarnir áfram með 2-1 sigri. 30.10.2007 21:58 Neitar deilum við Gilberto Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, blæs á þær sögusagnir að ósætti sé milli hans og miðjumannsins Gilberto Silva. 30.10.2007 21:15 Webb dæmir á laugardag „Bestu dómararnir fá bestu leikina," sagði talsmaður enska knattspyrnusambandsins þegar hann var spurður út í það hvers vegna Howard Webb ætti að dæma leik Arsenal og Manchester United næsta laugardag. 30.10.2007 19:45 Gary Neville að verða klár Reikna má með því að Gary Neville, fyrirliði Manchester United, muni leika með varaliði félagsins í vikunni. Þessi 32 ára hægri bakvörður hefur ekki leikið neitt á þessu tímabili vegna meiðsla. 30.10.2007 19:00 Savage undir hnífinn Robbie Savage fór í aðgerð á hné og er ekki væntanlegur aftur til leiks fyrr en um miðjan desember. Savager hefur verið lykilmaður á miðju Blackburn Rovers. 30.10.2007 17:58 England skortir liðsanda Franz Beckenbauer telur að helsta vandamál enska landsliðsins sé skortur á liðsanda. Það sé helsta ástæðan fyrir því að liðið eigi á hættu að komast ekki á lokakeppni Evrópumótsins. 30.10.2007 17:31 Ramos biður um þolinmæði Juande Ramos, nýráðinn knattspyrnustjóri Tottenham, biður stuðningsmenn liðsins um að sýna sér þolinmæði meðan hann vinnur í að koma liðinu í fremstu röð. 30.10.2007 17:04 Ronaldo: Vinnum deildina og Meistaradeildina Cristiano Ronaldo telur að Manchester United verji enska meistaratitil sinn og vinni þar að auki Meistaradeild Evrópu. 30.10.2007 11:30 Glenn Roeder tekinn við Norwich Glenn Roeder hefur verið ráðinn þjálfari 1. deildarliðsins Norwich sem situr nú á botni deildarinnar. Liðið hefur ekki unnið leik síðan 15. september. 30.10.2007 10:40 Hargreaves: Við erum bestir Það verður risaslagur í enska boltanum um næstu helgi þegar Manchester United heimsækir Arsenal. Þetta eru liðin tvö sem hafa verið að spila langskemmtilegasta boltann á Englandi um þessar mundir og eru í tveimur efstu sætunum. 29.10.2007 22:30 Watford styrkir stöðu sína Watford er með sex stiga forskot í ensku 1. deildinni eftir að hafa unnið 2-0 sigur á Crystal Palace á útivelli í kvöld. Crystal Palace er í slæmum málum í fallsæti í deildinni, situr í þriðja neðsta sæti með ellefu stig. 29.10.2007 22:00 Arsenal eitt besta lið sem ég hef leikið gegn Jose Reina, markvörður Liverpool, segir að enginn vafi sé á því að Arsenal sé eitt sterkasta lið sem hann hafi leikið gegn. Liðin tvö gerðu 1-1 jafntefli í stórleik helgarinnar í enska boltanum. 29.10.2007 18:56 Scholes frá í þrjá mánuði Paul Scholes er með sködduð liðbönd á hné og leikur ekki með Manchester United næstu þrjá mánuði. Þessi 32 ára miðjumaður varð fyrir meiðslunum á æfingu í síðustu viku. 29.10.2007 18:43 Redknapp framlengir Harry Redknappk knattspyrnustjóri Portsmouth, hefur skrifað undir nýjan samning við Portsmouth til ársins 2011. Þessi sextugi knattspyrnustjóri tók við félaginu 2005. 29.10.2007 18:00 Meiðsli herja á Liverpool Spænski sóknarmaðurinn Fernando Torres hjá Liverpool verður frá í þrjár vikur vegna meiðsla. Þá er ljóst að landi hans og samherji hjá Liverpool, miðjumaðurinn Xabi Alonso, verður frá í talsverðan tíma eftir að hafa ristarbrotnað. 29.10.2007 17:12 Poyet aðstoðar Ramos Gus Poyet hefur verið ráðinn annar tveggja aðstoðarmanna Juande Ramos, nýráðnum knattspyrnustjóra Tottenham. 29.10.2007 11:52 Hermann eins og gíraffi David Miller, blaðamaður hjá The Daily Telegraph, segir að Hermann Hreiðarsson líkist helst gíraffa inn á vellinum. 29.10.2007 11:05 Liverpool slapp með skrekkinn Liverpool mátti þakka fyrir að sleppa með eitt stig í dag þegar liðið tók á móti Arsenal á Anfield. Frábærum leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli og því eru þau bæði enn taplaus. Arsenal er komið aftur á toppinn í úrvalsdeildinni. 28.10.2007 17:58 Levy biður stuðningsmenn afsökunar Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, sendi frá sér yfirlýsingu á heimasíðu félagsins þar sem hann harmar hvernig staðið var að uppsögn Martin Jol hjá félaginu. 28.10.2007 17:44 Ramos horfði upp á enn eitt tapið hjá Tottenham Juande Ramos, nýráðinn stjóri Tottenham, horfði upp á liðið tapa enn einum leiknum í dag þegar það lá 2-1 fyrir Blacburn á heimavelli. Ramos stýrir liðinu í fyrsta skipti í næstu viku, en varð vitni að átakanlega dæmigerðri frammistöðu liðsins í dag. 28.10.2007 17:03 Megson fékk stig í fyrsta leiknum með Bolton Lærisveinar Gary Megson hjá Bolton máttu sætta sig við 1-1 jafntefli við Aston Villa í fyrsta leiknum í ensku úrvalsdeildinni í dag þar sem umdeilt mark tryggði gestunum stig í síðari hálfleik. 28.10.2007 15:35 Torres byrjar hjá Liverpool Spænski framherjinn Fernando Torres verður á ný í byrjunarliði Liverpool þegar það tekur á móti Arsenal í stórleik helgarinnar á eftir. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn 2 og hefst klukkan 16:00. 28.10.2007 15:14 Eiður orðaður við City og Portsmouth Eiður Smári Guðjohnsen er enn orðaður við félög í ensku úrvalsdeildinni þó hann sé kominn inn í myndina á ný með Barcelona eftir fína frammistöðu í Glasgow á dögunum. Hann er orðaður við Manchester City og Portsmouth í breskum miðlum í dag. 28.10.2007 15:12 Liverpool á leið í skuldafen? Breska blaðið News of the World greinir frá því í dag að amerískir eigendur Liverpool gætu verið að sigla félaginu inn í skuldafen upp á hálfan milljarð punda. 28.10.2007 14:28 Shinawatra tók upp budduna Thaksin Shinawatra er sagður hafa brugðist skjótt við þegar hann hafði fregnir af því að illa gengi í samningaviðræðum við varnarmanninn Micah Richards hjá Manchester City. 28.10.2007 14:20 Ég er enginn Jose Mourinho Breska helgarblaðið News of the World hefur það eftir Juande Ramos í dag að hann vilji ólmur fá þá Freddie Kanoute og Daniel Alves til Tottenham frá Sevilla. Þá er hann einnig sagður vilja fá varnarmanninn Julien Scude og markvörðinn Andres Palop til Englands. 28.10.2007 12:09 Hlusta á Take That til að koma sér í gírinn Markvörðurinn David James hefur nú gefið upp leyndarmálið á bak við gott gengi Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni. 28.10.2007 11:54 Tottenham mætir harðri gagnrýni Forseti Sevilla segist ætla að senda knattspyrnuyfirvöldum bréf þar sem fram kemur að Tottenham hafi með ólögmætum hætti sett sig í samband við þjálfarann Juande Ramos á dögunum. Ramos skrifaði undir samning við Tottenham í gær. 28.10.2007 11:32 Liverpool hefur yfir gegn Arsenal Liverpool hefur yfir 1-0 gegn Arsenal þegar flautað var til hálfleiks í stórleik liðanna á Anfield. Það var fyrirliðinn Steven Gerrard sem skoraði markið strax í upphafi með bylmingsskoti eftir aukaspyrnu. 28.10.2007 17:13 Hver er Juande Ramos? Juande Ramos náði fínum árangri með lið Sevilla síðustu tvö ár en fær nú það verkefni að beina Tottenham á rétta braut eftir skelfilega byrjun á leiktíðinni. Hér fyrir neðan stiklað á stóru yfir feril Ramos. 27.10.2007 21:04 Ramos tekinn við Tottenham Juande Ramos var í kvöld ráðinn þjálfari Tottenham og hefur skrifað undir fjögurra ára samning við Lundúnafélagið. Hann hafði áður gert Sevilla að tvöföldum Evrópumeisturum félagsliða, en enska félagið keypti hann út úr samningi sínum í dag. 27.10.2007 20:57 Ferguson dásamar Rooney og Tevez Sir Alex Ferguson fór ekki leynt með ánægju sína yfir samstarfi þeirra Carlos Tevez og Wayne Rooney í dag þegar Manchester United lagði Middlesbrough 4-1. 27.10.2007 18:56 Við vinnum ekki alla leiki 6-0 Avram Grant segir sigur sinna manna í Chelsea á Manchester City í dag bera þess vitni að hann ætli sér að láta liðið spila skemmtilegan bolta undir sinni stjórn. Sven-Göran Eriksson sagði sína menn hafa gleymt því hvernig á að spila varnarleik. 27.10.2007 18:45 Green var hetja West Ham Portsmouth mistókst í kvöld að komast í hóp fjögurra efstu liðanna í ensku úrvalsdeildinni eftir að liðið gerði markalaust jafntefli við West Ham á heimavelli sínum. 27.10.2007 18:34 Chelsea valtaði yfir City Chelsea rótburstaði Manchester City 6-0 á Stamford Bridge í dag og Manchester United vann sannfærandi 4-1 sigur á Middlesbrough á Old Trafford. 27.10.2007 15:55 Líkti brottrekstrinum við framhjáhald Breska blaðið Sun segir að Martin Jol hafi orðið mjög reiður út í stjórnarformann Tottenham þegar hann var rekinn frá félaginu í fyrrakvöld. Ekki vegna þess að hann var rekinn - heldur vegna vinnubragða stjórnarinnar. 27.10.2007 12:28 Sjá næstu 50 fréttir
Chelsea áfram eftir æsilegan leik Chelsea tryggði sér naumlega áframhaldandi þáttöku í enska deildarbikarnum í kvöld með 4-3 sigri á Leicester í æsilegum leik á Stamford Bridge. Arsenal, Blackburn, Tottenham og Liverpool eru líka komin áfram eftir sigra í kvöld. 31.10.2007 21:55
Lampard í stuði Nú er kominn hálfleikur í viðureignunum sjö sem standa yfir í enska deildarbikarnum í knattspyrnu. Arsenal hefur yfir 1-0 á útivelli gegn Sheffield United í sjónvarpsleiknum á Sýn þar sem Króatinn Eduardo skoraði laglegt mark í upphafi leiks. 31.10.2007 20:47
Diouf skiptir um skoðun Vængmaðurinn El Hadji Diouf hjá Bolton er hættur við að hætta með landsliði Senegal og hefur gefið kost á sér í leik liðsins við Malí í París. Diouf sagðist í byrjun mánaðarins vera hættur með landsliðinu því hann hefði fengið nóg af viðvaningslegum vinnubrögðum knattspyrnusambandsins í heimalandinu. 31.10.2007 20:25
Launaseðill Riise veldur fjaðrafoki Liverpool hefur hrundið af stað rannsókn eftir að meintur launaseðill norska landsliðsmannsins John Arne Riise rataði í rangar hendur og er nú til sýnis á netinu. 31.10.2007 17:47
Englendingar sækja um HM 2018 Enska knattspyrnusambandið hefur nú tilkynnt formlega að það muni leggja fram beiðni um að halda HM í knattspyrnu árið 2018. Englendingar sóttu síðast um að halda keppnina sem fram fór í fyrra en þurftu að lúta í lægra haldi fyrir Þjóðverjum. 31.10.2007 17:35
Ramos stýrir sínum fyrsta leik í kvöld Juande Ramos verður í fyrsta skipti við stjórnvölinn hjá Tottenham þegar liðið mætir 1. deildarliðinu Blackpool í 16-liða úrslitum ensku deildabikarkeppninnar. 31.10.2007 14:30
Sven-Göran ver Garrido fram í rauðan dauðann Sven-Göran Eriksson segir að hann muni verja varnarmanninn Javier Garrido fram í rauðan dauðann. 31.10.2007 13:45
Bróður knattspyrnumanns hjá Birmingham rænt Fimmtán ára bróður Wilson Palacios, knattspyrnukappa hjá Birmingham, var í gær rænt af heimili sínu á Hondúras. 31.10.2007 13:07
Hefur engar áhyggjur Sven-Göran Eriksson, knattspyrnustjóri Manchester City, er handviss um að Micah Richards muni skrifa undir nýjan samning við félagið. Núgildandi samningur leikmannsins er reyndar til ársins 2010. 30.10.2007 23:30
West Ham vann Coventry naumlega Sextán liða úrslit enska deildabikarsins hófust í kvöld með viðureign Coventry og West Ham. Carlton Cole skoraði sigurmark West Ham í uppbótartíma og komast Hamrarnir áfram með 2-1 sigri. 30.10.2007 21:58
Neitar deilum við Gilberto Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, blæs á þær sögusagnir að ósætti sé milli hans og miðjumannsins Gilberto Silva. 30.10.2007 21:15
Webb dæmir á laugardag „Bestu dómararnir fá bestu leikina," sagði talsmaður enska knattspyrnusambandsins þegar hann var spurður út í það hvers vegna Howard Webb ætti að dæma leik Arsenal og Manchester United næsta laugardag. 30.10.2007 19:45
Gary Neville að verða klár Reikna má með því að Gary Neville, fyrirliði Manchester United, muni leika með varaliði félagsins í vikunni. Þessi 32 ára hægri bakvörður hefur ekki leikið neitt á þessu tímabili vegna meiðsla. 30.10.2007 19:00
Savage undir hnífinn Robbie Savage fór í aðgerð á hné og er ekki væntanlegur aftur til leiks fyrr en um miðjan desember. Savager hefur verið lykilmaður á miðju Blackburn Rovers. 30.10.2007 17:58
England skortir liðsanda Franz Beckenbauer telur að helsta vandamál enska landsliðsins sé skortur á liðsanda. Það sé helsta ástæðan fyrir því að liðið eigi á hættu að komast ekki á lokakeppni Evrópumótsins. 30.10.2007 17:31
Ramos biður um þolinmæði Juande Ramos, nýráðinn knattspyrnustjóri Tottenham, biður stuðningsmenn liðsins um að sýna sér þolinmæði meðan hann vinnur í að koma liðinu í fremstu röð. 30.10.2007 17:04
Ronaldo: Vinnum deildina og Meistaradeildina Cristiano Ronaldo telur að Manchester United verji enska meistaratitil sinn og vinni þar að auki Meistaradeild Evrópu. 30.10.2007 11:30
Glenn Roeder tekinn við Norwich Glenn Roeder hefur verið ráðinn þjálfari 1. deildarliðsins Norwich sem situr nú á botni deildarinnar. Liðið hefur ekki unnið leik síðan 15. september. 30.10.2007 10:40
Hargreaves: Við erum bestir Það verður risaslagur í enska boltanum um næstu helgi þegar Manchester United heimsækir Arsenal. Þetta eru liðin tvö sem hafa verið að spila langskemmtilegasta boltann á Englandi um þessar mundir og eru í tveimur efstu sætunum. 29.10.2007 22:30
Watford styrkir stöðu sína Watford er með sex stiga forskot í ensku 1. deildinni eftir að hafa unnið 2-0 sigur á Crystal Palace á útivelli í kvöld. Crystal Palace er í slæmum málum í fallsæti í deildinni, situr í þriðja neðsta sæti með ellefu stig. 29.10.2007 22:00
Arsenal eitt besta lið sem ég hef leikið gegn Jose Reina, markvörður Liverpool, segir að enginn vafi sé á því að Arsenal sé eitt sterkasta lið sem hann hafi leikið gegn. Liðin tvö gerðu 1-1 jafntefli í stórleik helgarinnar í enska boltanum. 29.10.2007 18:56
Scholes frá í þrjá mánuði Paul Scholes er með sködduð liðbönd á hné og leikur ekki með Manchester United næstu þrjá mánuði. Þessi 32 ára miðjumaður varð fyrir meiðslunum á æfingu í síðustu viku. 29.10.2007 18:43
Redknapp framlengir Harry Redknappk knattspyrnustjóri Portsmouth, hefur skrifað undir nýjan samning við Portsmouth til ársins 2011. Þessi sextugi knattspyrnustjóri tók við félaginu 2005. 29.10.2007 18:00
Meiðsli herja á Liverpool Spænski sóknarmaðurinn Fernando Torres hjá Liverpool verður frá í þrjár vikur vegna meiðsla. Þá er ljóst að landi hans og samherji hjá Liverpool, miðjumaðurinn Xabi Alonso, verður frá í talsverðan tíma eftir að hafa ristarbrotnað. 29.10.2007 17:12
Poyet aðstoðar Ramos Gus Poyet hefur verið ráðinn annar tveggja aðstoðarmanna Juande Ramos, nýráðnum knattspyrnustjóra Tottenham. 29.10.2007 11:52
Hermann eins og gíraffi David Miller, blaðamaður hjá The Daily Telegraph, segir að Hermann Hreiðarsson líkist helst gíraffa inn á vellinum. 29.10.2007 11:05
Liverpool slapp með skrekkinn Liverpool mátti þakka fyrir að sleppa með eitt stig í dag þegar liðið tók á móti Arsenal á Anfield. Frábærum leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli og því eru þau bæði enn taplaus. Arsenal er komið aftur á toppinn í úrvalsdeildinni. 28.10.2007 17:58
Levy biður stuðningsmenn afsökunar Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, sendi frá sér yfirlýsingu á heimasíðu félagsins þar sem hann harmar hvernig staðið var að uppsögn Martin Jol hjá félaginu. 28.10.2007 17:44
Ramos horfði upp á enn eitt tapið hjá Tottenham Juande Ramos, nýráðinn stjóri Tottenham, horfði upp á liðið tapa enn einum leiknum í dag þegar það lá 2-1 fyrir Blacburn á heimavelli. Ramos stýrir liðinu í fyrsta skipti í næstu viku, en varð vitni að átakanlega dæmigerðri frammistöðu liðsins í dag. 28.10.2007 17:03
Megson fékk stig í fyrsta leiknum með Bolton Lærisveinar Gary Megson hjá Bolton máttu sætta sig við 1-1 jafntefli við Aston Villa í fyrsta leiknum í ensku úrvalsdeildinni í dag þar sem umdeilt mark tryggði gestunum stig í síðari hálfleik. 28.10.2007 15:35
Torres byrjar hjá Liverpool Spænski framherjinn Fernando Torres verður á ný í byrjunarliði Liverpool þegar það tekur á móti Arsenal í stórleik helgarinnar á eftir. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn 2 og hefst klukkan 16:00. 28.10.2007 15:14
Eiður orðaður við City og Portsmouth Eiður Smári Guðjohnsen er enn orðaður við félög í ensku úrvalsdeildinni þó hann sé kominn inn í myndina á ný með Barcelona eftir fína frammistöðu í Glasgow á dögunum. Hann er orðaður við Manchester City og Portsmouth í breskum miðlum í dag. 28.10.2007 15:12
Liverpool á leið í skuldafen? Breska blaðið News of the World greinir frá því í dag að amerískir eigendur Liverpool gætu verið að sigla félaginu inn í skuldafen upp á hálfan milljarð punda. 28.10.2007 14:28
Shinawatra tók upp budduna Thaksin Shinawatra er sagður hafa brugðist skjótt við þegar hann hafði fregnir af því að illa gengi í samningaviðræðum við varnarmanninn Micah Richards hjá Manchester City. 28.10.2007 14:20
Ég er enginn Jose Mourinho Breska helgarblaðið News of the World hefur það eftir Juande Ramos í dag að hann vilji ólmur fá þá Freddie Kanoute og Daniel Alves til Tottenham frá Sevilla. Þá er hann einnig sagður vilja fá varnarmanninn Julien Scude og markvörðinn Andres Palop til Englands. 28.10.2007 12:09
Hlusta á Take That til að koma sér í gírinn Markvörðurinn David James hefur nú gefið upp leyndarmálið á bak við gott gengi Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni. 28.10.2007 11:54
Tottenham mætir harðri gagnrýni Forseti Sevilla segist ætla að senda knattspyrnuyfirvöldum bréf þar sem fram kemur að Tottenham hafi með ólögmætum hætti sett sig í samband við þjálfarann Juande Ramos á dögunum. Ramos skrifaði undir samning við Tottenham í gær. 28.10.2007 11:32
Liverpool hefur yfir gegn Arsenal Liverpool hefur yfir 1-0 gegn Arsenal þegar flautað var til hálfleiks í stórleik liðanna á Anfield. Það var fyrirliðinn Steven Gerrard sem skoraði markið strax í upphafi með bylmingsskoti eftir aukaspyrnu. 28.10.2007 17:13
Hver er Juande Ramos? Juande Ramos náði fínum árangri með lið Sevilla síðustu tvö ár en fær nú það verkefni að beina Tottenham á rétta braut eftir skelfilega byrjun á leiktíðinni. Hér fyrir neðan stiklað á stóru yfir feril Ramos. 27.10.2007 21:04
Ramos tekinn við Tottenham Juande Ramos var í kvöld ráðinn þjálfari Tottenham og hefur skrifað undir fjögurra ára samning við Lundúnafélagið. Hann hafði áður gert Sevilla að tvöföldum Evrópumeisturum félagsliða, en enska félagið keypti hann út úr samningi sínum í dag. 27.10.2007 20:57
Ferguson dásamar Rooney og Tevez Sir Alex Ferguson fór ekki leynt með ánægju sína yfir samstarfi þeirra Carlos Tevez og Wayne Rooney í dag þegar Manchester United lagði Middlesbrough 4-1. 27.10.2007 18:56
Við vinnum ekki alla leiki 6-0 Avram Grant segir sigur sinna manna í Chelsea á Manchester City í dag bera þess vitni að hann ætli sér að láta liðið spila skemmtilegan bolta undir sinni stjórn. Sven-Göran Eriksson sagði sína menn hafa gleymt því hvernig á að spila varnarleik. 27.10.2007 18:45
Green var hetja West Ham Portsmouth mistókst í kvöld að komast í hóp fjögurra efstu liðanna í ensku úrvalsdeildinni eftir að liðið gerði markalaust jafntefli við West Ham á heimavelli sínum. 27.10.2007 18:34
Chelsea valtaði yfir City Chelsea rótburstaði Manchester City 6-0 á Stamford Bridge í dag og Manchester United vann sannfærandi 4-1 sigur á Middlesbrough á Old Trafford. 27.10.2007 15:55
Líkti brottrekstrinum við framhjáhald Breska blaðið Sun segir að Martin Jol hafi orðið mjög reiður út í stjórnarformann Tottenham þegar hann var rekinn frá félaginu í fyrrakvöld. Ekki vegna þess að hann var rekinn - heldur vegna vinnubragða stjórnarinnar. 27.10.2007 12:28