Enski boltinn

Man City - Sunderland í kvöld

Manchester City hefur komið skemmtilega á óvart undir stjórn Sven-Göran Eriksson.
Manchester City hefur komið skemmtilega á óvart undir stjórn Sven-Göran Eriksson. NordicPhotos/GettyImages

Einn leikur er á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og verður hann að sjálfssögðu sýndur beint á Sýn 2. Spútniklið Manchester City tekur þar á móti lærisveinum Roy Keane í Sunderland.

Micah Richards verður líklega ekki með City eftir að hafa meiðst á hné á dögunum, en hann ætti að verða orðinn klár með liðinu í næsta leik sem er á sunnudaginn gegn Portsmouth.

Sunderland verður án þeirra Paul McShane og Greg Halford sem eru í leikbanni og þá eru framherjarnir Dwight Yorke og Roy O´Donovan tæpir vegna meiðsla. Kenwyne Jones verður þó aftur með Sunderland eftir að hafa náð sér af kálfameiðslum.

Bein útsending á Sýn 2 hefst klukkan 19:50 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×