Fleiri fréttir

Hargreaves spilar um helgina

Enski landsliðsmaðurinn Owen Hargreaves er nú tilbúinn í slaginn með Manchester United eftir erfiða baráttu við meiðsli og kemur til með að spila með liði sínu gegn Middlesbrough um helgina. Þetta staðfesti Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri í dag.

Dreymir um að taka við Tottenham

Juande Ramos lýsti því yfir í viðtali við spænska miðla í morgun að hann væri spenntur fyrir að taka við Tottenham. Forráðamenn Sevilla vilja ekkert segja um mögulega brottför þjálfarans til Englands, en leikmenn Sevilla hafa áhyggjur af ástandinu.

Þéttur pakki á Sýn um helgina

Það verður mikið um að vera á sjónvarpsstöðinni Sýn um helgina þar sem íþróttaáhugamenn ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Ballack lánaður til Juventus?

Ítalskir fréttamiðlar fullyrða að samkomulag sé að nást milli Chelsea og Juventus um að ítalska félagið fái miðjumanninn Michael Ballack að láni út leiktíðina. Ballack hefur ekkert komið við sögu hjá Chelsea til þessa á leiktíðinni vegna meiðsla.

Krísufundur hjá Sevilla - Ramos sagður vilja burt

Krísufundur stendur nú yfir hjá spænska félaginu Sevilla þar sem fregnir herma að þjálfarinn Juande Ramos sé að reyna að fá sig lausan til að taka við enska félaginu Totttenham, sem rak stjóra sinn Martin Jol í gærkvöld.

Allen og Inglethorpe taka við Tottenham

Stjórn Tottenham staðfesti í morgun fréttir gærkvöldsins þar sem fram kom að félagið hefði sagt þeim Martin Jol og Chris Houghton upp störfum. Flestir miðlar eru á því að það verði Juande Ramos hjá Sevilla sem taki við enska liðinu, en þó ekki fyrr en næsta sumar.

Jol var rekinn

Tottenham sendi í kvöld frá sér tilkynningu þar sem sérstaklega var tekið fram að Martin Jol hafi verið rekinn úr starfi sínu sem knattspyrnustjóri.

Jol hættur hjá Tottenham

Martin Jol sagði starfi sínu lausu sem knattspyrnustjóri Tottenham fyrir leik liðsins gegn Getafe í UEFA-bikarkeppninni í kvöld.

Leikmaður Stoke laus úr fangelsi

Vincent Pericard hefur verið sleppt lausum úr fangelsi en hann var í ágúst síðstliðnum dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi.

Eggert vill spila í Bandaríkjunum

Eggert Magnússon, stjórnarmaður hjá West Ham, segir að það gæti orðið ensku úrvalsdeildinni til framdráttar að spila leiki í Bandaríkjunum.

Guðni hefur mátulega trú á Megson

Guðni Bergsson, fyrrum leikmaður Bolton á Englandi, segist vera nokkuð hissa á ráðningu Gary Megson til félagsins. Í bloggi sínu hér á Vísi segir hann að Megson eigi erfitt starf fyrir höndum til að fá stuðningsmennina á sitt band.

Megson tekinn við Bolton

Gary Megson var nú í hádeginu ráðinn sem knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Bolton. Hann hefur skrifað undir tveggja og hálfs árs samning við félagið og tekur við af Sammy Lee sem var rekinn á dögunum.

1,7% stuðningsmanna Bolton vildu Megson

Nú þykir líklegt að Gary Megson verði ráðinn sem næsti stjóri Bolton í ensku úrvalsdeildinni eftir að hann fékk sig skyndilega lausan frá Leicester til að fá að ræða við úrvalsdeildarfélagið. Stuðningsmenn Bolton eru lítt hrifnir af þessu.

Shinawatra lofar að opna budduna

Thaksin Shinawatra, eigandi Manchester City, hefur staðfest að Sven-Göran Eriksson muni fá þá peninga sem hann þarf til að kaupa leikmenn í janúarglugganum. Shinawatra er ánægður með störf Svíans í haust.

Hicks styður Benitez

Tom Hicks, annar aðaleigandi Liverpool, hefur lýst yfir stuðningi sínum við Rafa Benitez knattspyrnustjóra þrátt fyrir annað tap liðsins í röð í Meistaradeildinni í gærkvöldi.

Drogba: Chelsea hentar Ballack illa

Didier Drogba virðist ekkert ætla að slaka á í yfirlýsingum sínum í blaðaviðtölum og í dag lýsir hann því yfir í viðtali við Sun að Michael Ballack hefði frekar átt að ganga í raðir Manchester United eða Arsenal frekar en Chelsea.

Losaðu þig við Berbatov

Harry Redknapp, stjóri Portsmouth, hefur skorað á kollega sinn Martin Jol hjá Tottenham að losa sig við framherjann Dimitar Berbatov úr liðinu.

Bale ekki alvarlega meiddur

Táningurinn Gareth Bale hjá Tottenham er ekki jafn alvarlega meiddur og óttast var eftir að traðkað var á ristinni á honum í leiknum gegn Newcastle á mánudagskvöldið. Bale missir þó af Evrópuleik liðsins gegn Getafe annað kvöld.

Komdu til Inter

Argentínski framherjinn Hernan Crespo hefur skorað á fyrrum félaga sinn Didier Drogba hjá Chelsea að ganga í raðir Inter Milan á Ítalíu.

Þetta lið á mikið inni

Arsenal fór hamförum í 7-0 sigri sínum á Slavia Prag í Meistaradeildinni í gær, en Arsene Wenger knattspyrnustjóri segir liðið enn ekki komið nálægt því að ná sínu besta.

Legg mig allan fram fyrir Chelsea

Didier Drogba, sóknarmaður Chelsea, segist vera ánægður hjá félaginu. „Það er erfitt að leggja sig allan fram fyrir félag sem maður er ekki ánægður hjá. Ég legg mig allan fram fyrir Chelsea því ég er ánægður," sagði Drogba.

Megson efstur á blaði

Gary Megson, knattspyrnustjóri Leicester, er líklegastur til að taka við Bolton samkvæmt heimildum BBC. Graeme Souness fór á fund með stjórn Bolton í síðustu viku en hann ákvað að ganga ekki að samningi félagsins.

Wenger gerir lítið úr mér

Þolinmæði markvarðarins Jens Lehmann hjá Arsenal virðist vera á þrotum ef marka má sjónvarpsviðtal sem kappinn gaf á stöð í heimalandi sínu. Lehmann segist vera orðinn leiður á niðurlægingunni sem fylgi því að fá ekki að spila.

Tölfræði úr ensku úrvalsdeildinni

Enska úrvalsdeildin heldur utan um marga skemmtilega töfræðiþætti sem ekki eru alltaf í umræðunni. Paul Scholes hjá Manchester United er þannig t.d. í algjörum sérflokki þegar kemur að fjölda sendinga.

500/1 að Gazza taki við Tottenham

Veðbankar á Englandi hafa nú mikið að gera við að taka við veðmálum um það hver verði ráðinn næsti stjóri Tottenham, fari svo að Martin Jol verði rekinn.

Juventus að bjóða í Lampard?

Ítalska blaðið Gazzetta dello Sport greinir frá því í dag að fulltrúi ítalska félagsins Juventus sé nú í Lundúnum þar sem hann sé að leggja fram formlegt kauptilboð í Frank Lampard hjá Chelsea.

Hermann einn leikjahæsti Norðurlandabúinn

Hermann Hreiðarsson er á leið með að verða einn leikreyndasti Norðurlandabúinn í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Hermann á að baki 270 leiki í deildinni og vantar aðeins fimm leiki til að fara í fjórða sætið.

Jol: Berbatov er ekki í fýlu

Bresku blöðin gerðu sér mat úr því í morgun að framherjinn Dimitar Berbatov hefði farið í fýlu af því hann var ekki í byrjunarliði Tottenham gegn Newcastle í gærkvöldi, en Martin Jol gaf skýringu á því í morgun.

Besta lið sem ég hef spilað með

William Gallas hrífst mjög af unglingasveit Arsene Wenger hjá Arsenal og segir liðið sé það besta sem hann hafi spilað með á ferlinum - betra en tvöfaldir meistarar Chelsea sem hann lék með áður.

Ipswich býður Beckham til æfinga

Jim Magilton, stjóri Ipswich, hefur boðið David Beckham að æfa með sínum mönnum til að halda sér í formi. LA Galaxy er nú komið í frí í MLS deildinni en Beckham spilaði ekki nema 360 mínútur á tímabilinu vegna meiðsla og þarf að halda sér í formi svo hann sé inni í myndinni með enska landsliðinu.

Jol: Við getum enn rétt úr kútnum

Martin Jol stjóri Tottenham lætur það ekki hafa áhrif á sig þó lið hans sé fast í botnbaráttu eftir enn eitt tapið í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Newcastle vann Tottenham

Tottenham er enn í fallsæti í ensku úrvalsdeildinni en liðið fór fýluferð til Newcastle í dag. Heimamenn unnu 3-1 sigur og styrktu stöðu sína í áttunda sæti deildarinnar.

Allt í góðu milli Benítez og Gerrard

Búið er að hreinsa andrúmsloftið milli Rafael Benítez, knattspyrnustjóra Liverpool, og fyrirliðans Steven Gerrard. Liverpool vann nauman sigur á Everton um helgina en Benítez tók Gerrard af velli í leiknum.

Tekur Tottenham stökk upp?

Einn leikur er í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og er hann ansi athyglisverður. Það er viðureign Newcastle og Tottenham á St James´Park. Leikurinn hefst klukkan 19:00 og verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Sýn 2.

Samba áfram á Ewood Park

Varnarmaðurinn Christopher Samba hjá Blackburn hefur skrifað undir nýjan fimm ára samning við félagið. Þessi 23 ára leikmaður hefur leikið reglulega fyrir liðið síðan hann kom frá Herthu Berlín í Þýskalandi í janúar.

Dowie orðaður við Bolton

Bolton Wanderes er í leit að nýjum knattspyrnustjóra og þar hefur nafn Iain Dowie komið í umræðuna. Sammy Lee entist aðeins fjórtán leiki sem stjóri Bolton. Dowie stýrir í dag liði Coventry í ensku 1. deildinni.

Diarra hugsar sér til hreyfings

„Ég hef leikið meira fyrir landslið mitt en félagslið, það er bara fáránlegt," segir Lassana Diarra sem hefur fengið ansi fá tækifæri síðan hann gekk í raðir Arsenal. Hann var keyptur frá Chelsea undir lok félagaskiptagluggans í ágúst.

Hamann keyrði fullur

Þýski miðjumaðurinn Dietmar Hamann hjá Manchester City var í dag sviptur ökuréttindum sínum í hálft ár og dæmdur til að greiða á níunda þúsund pund í sekt eftir að hafa verið fundinn sekur um ölvunarakstur.

Clattenburg dæmir ekki um næstu helgi

Mark Clattenburg mun ekki dæma leik í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá dómarasambandinu á Englandi í dag. Clattenburg hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir störf sín á leik Everton og Liverpool á laugardaginn.

Nær Newcastle 500. markinu?

Einn leikur er á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld þar sem Newcastle fær Tottenham í heimsókn. Gestirnir þurfa nauðsynlega á sigri að halda enda situr liðið á fallsvæðinu.

Clattenburg vill vingast við Liverpool

David Moyes, stjóri Everton, er enn bálreiður út í dómarann Mark Clattenburg eftir tapið fyrir Liverpool um helgina. Moyes segir Clattenburg hafa gert sig sekan um fáránleg mistök og segist ekki muni taka við afsökunarbeiðni frá honum þó hún stæði til boða.

20 bestu kaupin í sögu enska boltans

Á meðan margir af bestu leikmönnum í sögu ensku knattspyrnunnar hafa verið keyptir á vænan skilding, hafa nokkrir þeirra slegið í gegn eftir að hafa verið fengnir í skiptum fyrir fatnað og æfingaútbúnað. Hér á eftir fara 20 af bestu kaupum sem gerð hafa verið í sögu enska boltans.

Sjá næstu 50 fréttir