Enski boltinn

Poyet aðstoðar Ramos

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gus Poyet verður til aðstoðar Ramos hjá Tottenham.
Gus Poyet verður til aðstoðar Ramos hjá Tottenham. Nordic Photos / Getty Images

Gus Poyet hefur verið ráðinn annar tveggja aðstoðarmanna Juande Ramos, nýráðnum knattspyrnustjóra Tottenham.

Hinn aðstoðarmaðurinn er Marcos Alvarez sem starfaði með Ramos hjá Sevilla. Poyet þekkir vel til hjá Tottenham en hann lék með félaginu frá 2001 til 2004.

Í dag birtist tilkynning á heimasíðu Leeds þar sem kom fram að félögin hefðu náð saman um bótagreiðslu fyrir Poyet. Þar var hann aðstoðarmaður Dennis Wise og þar áður unnu þeir saman hjá Swindon Town. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×