Fleiri fréttir

Stelios skaut Bolton áfram

Grikkinn Stelios Giannakopoulos var hetja Bolton í kvöld er hann tryggði liði sínu 2-1 sigur gegn Bolton í framlengdum leik liðanna í ensku deildabikarkeppninni.

Chelsea neitar orðrómi um Van Basten

Forráðamenn Chelsea hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir neita því alfarið að hafa rætt við Marco Van Basten um að taka við liðinu. Van Basten er landsliðsþjálfari Hollendinga og hefur verið orðaður mikið við Chelsea síðan hann sást horfa á leik með liðinu um helgina.

Skoruðu 40% marka Chelsea í tíð Mourinho

Leikur Manchester United og Chelsea á sunnudaginn síðasta var merkilegur fyrir þær sakir að það var þriðji leikurinn í röð sem nýr knattspyrnustjóri Chelsea mætir United í sínum fyrsta leik.

United mun ekki styðja undanþágu fyrir Grant

Manchester United mun ekki skrifa undir að Avram Grant verði veitt undanþága til að stýra liði á Englandi ef sýnt þykir að hann hafi ekki réttindi til þess. Grant er ekki með pappíra til að vera stjóri á Englandi og Chelsea hefur 12 vikur til að ganga frá málum hans.

Drakk eigið hland í beinni útsendingu

Breska slúðurpressan hefur nú fundið verðugan arftaka Jose Mourinho. Það er Tzofit Grant - eiginkona Avram Grant, eftirmanns Mourinho hjá Chelsea. Hún er sjónvarpsstjarna í Ísrael og hefur gert hluti í beinni útsendingu sem fáir hafa leikið eftir.

Rooney er rappari - neitaði rokkurum

Wayne Rooney hefur neitað að koma fram í dýru myndbandi rokkhljómsveitarinnar Nickelback á þeim forsendum að hann sé búinn að snúa sér alfarið að rappinu.

Okocha ætlar að slá Chelsea út úr bikarnum

Nígeríumaðurinn Jay-Jay Okocha segist ætla að gera allt sem í hans valdi stendur til að hjálpa nýja liðinu sínu Hull að slá Chelsea úr enska deildarbikarnum í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn.

Owen missir af leikjum Englands

Michael Owen mun ekki leika með enska landsliðinu í undankeppni EM í næsta mánuði og á morgun kemur í ljós hvort hann þarf í aðgerð vegna kviðslits. Sama hvað verður er ljóst að framherjinn verður líklega frá kepppni með Newcastle allan næsta mánuð.

Tevez er mér sem sonur

Argentínska knattspyrnugoðsögnin Diego Maradona segist líta á landa sinn Carlos Tevez sem son sinn. Maradona ætlar að horfa á Tevez spila með Manchester United í næsta mánuði þegar hann verður á ferðinni á Englandi.

Capello: Chelsea vill Van Basten

Ítalski knattspyrnuþjálfarinn Fabio Capello segir að Chelsea hafi augastað á Hollendingnum Marco van Basten sem næsta knattspyrnustjóra félagsins. Orðrómur er á sveimi á Englandi um að ráðning Avram Grant hjá Chelsea sé aðeins tímabundin og Capello er ekki í vafa um hver sé líklegasta skotmark enska félagsins.

City og Portsmouth áfram

Úrvalsdeildarliðin Manchester City og Portsmouth komust í kvöld bæði áfram í næstu umferð ensku deildabikarkeppninnar. Liðin sýndu þó ekki sannfærandi frammistöðu gegn liðum í ensku 1. deildinni.

Ungt lið Arsenal lagði Newcastle

Mörk frá Nicklas Bendtner og Denilson færðu Arsenal 2-0 sigur á Newcastle í enska deildabikarnum í kvöld. Mörkin komu á síðustu sjö mínútum leiksins og fleyttu Arsenal inn í fjórðu umferð keppninnar.

Torres gerði gæfumuninn

Spænski sóknarmaðurinn Fernando Torres skoraði þrennu fyrir Liverpool þegar liðið lagði Reading 4-2 á útivelli í kvöld. Með þessum sigri sló Liverpool lið Reading út úr enska deildabikarnum.

Ekki langt í Carvalho, Lampard og Drogba

Avram Grant, hinn umtalaði knattspyrnustjóri Chelsea, segir að stuðningsmenn liðsins þurfi ekki að bíða lengi eftir að Ricardo Carvalho, Frank Lampard og Didier Drogba snúi aftur í slaginn.

Yakubu brást rétt við

Yakubu Aiyegbeni vonast til að vera í byrjunarliði Everton í leik liðsins gegn Sheffield Wednesday. Yakubu var kastað út í kuldann eftir 2-0 tap fyrir Aston Villa á sunnudag. David Moyes, stjóri Everton, fannst Yakubu ekki leggja sig nægilega mikið fram í leiknum.

Owen í uppskurð á föstudag

Michael Owen mun gangast undir uppskurð vegna nárameiðsla á föstudaginn en hann mun fara fram í Þýskalandi. Nú er mjög ólíklegt að Owen geti leikið með enska landsliðinu gegn Eistlandi og Rússlandi í október.

Salifou kominn með atvinnuleyfi

Moustapha Salifou er kominn með atvinnuleyfi á Englandi og er því orðinn löglegur með Aston Villa. Salifou var keyptur til Villa undir lok félagaskiptagluggans en hann er landsliðsmaður frá Tógó.

Mourinho tjáir sig ekki frekar

Jose Mourinho ætlar ekki að tjá sig frekar um veru sína hjá Chelsea í fjölmiðlum fyrr en daginn sem hann verður kynntur sem knattspyrnustjóri hjá nýju félagi. Þessu lýsti hann yfir á heimasíðu umboðsmanns síns í dag.

Ætla ekki að hlaupa út og eyða

Arsene Wenger segist ekki tapa svefni yfir því þó Arsenal eigi nú nóg af peningum til leikmannakaupa. Í gær var greint frá því að Wenger fengi um 9 milljarða króna til að kaupa leikmenn, en hann ætlar ekki að flýta sér að nota þá peninga.

Jol sagður á útleið

Breska blaðið Daily Mail hefur öðrum fremur verið duglegt við að skrifa um að Martin Jol verði rekinn frá Tottenham á næstunni. Blaðið heldur því fram í dag að Jol sé þegar búinn að gera starfslokasamning við félagið og muni hætta störfum um leið og eftirmaður hans finnst.

Huntelaar klár í úrvalsdeildina

Hollenski markahrókurinn Klaas-Jan Huntelaar hjá Ajax segist ekki ætla að segja nei ef eitthvað af stóru liðunum í ensku úrvalsdeildinni gera honum samningstilboð næsta sumar. Huntelaar er markahæstur í hollensku deildinni það sem af er og hefur skoraði 37 mörk í aðeins 48 leikjum hjá Ajax.

Mikel fer í þriggja leikja bann

Miðjumaðurinn John Obi Mikel hjá Chelsea þarf að sitja af sér þriggja leikja bann vegna rauða spjaldsins sem hann fékk í leiknum gegn Manchester United um helgina. Áfrýjun Chelsea var vísað frá í dag og því missir hann af næstu þremur leikjum liðsins. Avram Grant, stjóri Chelsea, sagði ákvörðun dómarans hafa verið ranga, en aganefndin var greinilega á öðru máli.

Viss um að Silvestre spili í mars

Sir Alex Ferguson segist bjartsýnn á að franski varnarmaðurinn Mikael Silvestre nái að spila með liðinu á ný á þessari leiktíð eftir að hann meiddist alvarlega á hné fyrr í þessum mánuði.

Reading - Liverpool í beinni í kvöld

Átta leikir eru á dagskrá í þriðju umferð enska deildarbikarsins í kvöld og þar af verður slagur Reading og Liverpool sýndur beint á Sýn klukkan 18:40. Reiknað er með að nokkrar breytingar verði á byrjunarliðum beggja liða fyrir leikinn í kvöld.

Carew verður frá í sex vikur

Norski framherjinn John Carew verður frá keppni í sex vikur vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir í leik Aston Villa og Everton á sunnudaginn. Þetta staðfesti Martin O´Neill knattspyrnustjóri Villa í dag. Carew skoraði mark í 2-0 sigri Villa í leiknum og var það hans fyrsta á leiktíðinni.

Ashton er klár í landsliðið

Framherjinn Dean Ashton hjá West Ham segist vera alveg tilbúinn ef hann fengi tækifæri með enska landsliðinu fyrir leikina gegn Eistum og Rússum í næsta mánuði. Meiðsli Michael Owen hafa orðið til þess að nafn Ashton er nú komið upp á borðið.

Ég verð alltaf sá sérstaki

Jose Mourinho hefur ekki látið dramatíkina hjá Chelsea hafa áhrif á sig og segist enn vera "Sá Sérstaki." Hann segir að ef stuðningsmenn Chelsea hefðu fengið að ráða hefði sér verið boðinn 20 ára samningur hjá félaginu.

Berkovic hraunar yfir Avram Grant

Fyrrum ísraelski landsliðsmaðurinn Eyal Berkovic sparaði ekki stóru orðin þegar hann var spurður út í ráðningu landa síns Avram Grant hjá Chelsea. Grant var maðurinn sem batt enda á landsliðsferil Berkovic á sínum tíma og leikmaðurinn er ekki búinn að gleyma því.

Áætlun Chelsea er draumórar

Peter Hill-Wood, stjórnarformaður Arsenal, gat ekki stillt sig um að skjóta á grannana í Chelsea þegar Arsenal birti frábærar afkomutölur sínar í gær. Hann segir áætlanir Chelsea um að verða stórveldi í Evrópuknattspyrnunni vera draumórakennda.

Cech segir Chelsea ekki á réttri leið

Petr Cech, markvörður Chelsea, segist hafa áhyggjur af spilamennsku liðsins á þessari leiktíð. Hann viðurkennir að liðið sé ekki á réttri leið.

Silvestre tilbúinn í mars

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, reiknar með því að varnarmaðurinn Mikael Silvestre verði tilbúinn í slaginn í mars. Reiknað var með því að Silvestre yrði ekki meira með á tímabilinu eftir að hafa slitið krossbönd í hné í leik gegn Everton.

Nolan til Middlesbrough?

Middlesbrough hyggst leggja fram tilboð í fyrirliða Bolton Wanderes, Kevin Nolan. Gareth Southgate, knattspyrnustjóri Boro, er mikill aðdáandi leikmannsins og mun líklega opna veskið í janúar.

Forseti AC Milan vill Anelka

Fjölmiðlar á Ítalíu segja að Silvio Berlusoni, forseti ítalska liðsins AC Milan, vilji fá franska sóknarmanninn Nicolas Anelka til félagsins. Anelka leikur með Bolton í ensku úrvalsdeildinni.

Carew frá í mánuð

Nú er ljóst að þau meiðsli sem John Carew hlaut í 2-0 sigurleik Aston Villa gegn Everton munu halda honum á meiðslalistanum í einn mánuð. Carew skoraði fyrra mark Villa í leiknum en það var hans fyrsta mark á tímabilinu.

Þrettán mínútur en ekki meir

Borja Oubina lék sinn fyrsta leik fyrir Birmingham um helgina þegar liðið gerði markalaust jafntefli gegn Liverpool. Hann náði þó aðeins þrettán mínútum áður en hann meiddist og nú er ljóst að hann mun ekki leika fótbolta næsta hálfa árið.

Gerrard í slæmu standi

Steven Gerrard, miðjumaður Liverpool, er í lélegu standi um þessar mundir. Þetta segir Rafael Benítez, knattspyrnustjóri liðsins. Hann kennir leikjum hans með enska landsliðinu um.

Arca verður frá í tvo mánuði

Miðjumaðurinn Julio Arca hjá Middlesbrough verður frá keppni í að minnsta kosti tvo mánuði eftir að hann meiddist á hné í jafntefli liðsins gegn Sunderland á laugardaginn. Arca er 26 ára gamall Argentínumaður en félagar hans Tuncay Sanli og Mido meiddust einnig í leiknum. Meiðsli þeirra eru ekki sögð alvarleg.

Kevin Garnett ætlar að sjá Arsenal

Framherjinn Kevin Garnett, sem í sumar gekk í raðir Boston Celtics í NBA deildinni, hoppaði hæð sína af kæti þegar honum voru útvegaðir miðar á leik Arsenal og Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í næsta mánuði.

Úrvalsdeildin kannar hvort Grant sé hæfur

Forráðamenn sambands knattspyrnustjóra á Englandi bíða nú eftir skýrslu frá ensku úrvalsdeildinni um það hvort Avram Grant sé með tilskilin leyfi til að stýra liði í deildinni. Breskir fjölmiðlar hafa leitt líkum að því að Grant sé ekki með næg réttindi til að stýra Chelsea.

Ég er ekki Michael Jackson

Martin Jol situr í heitasta sætinu í ensku úrvalsdeildinni í dag eftir enn ein vonbrigðin hjá Tottenham um helgina. Daily Mail segir hann þegar hafa fengið nóg vegna sífelldra frétta af því að forráðamenn félagsins séu í viðræðum við menn til að taka við af honum.

Arsenal mokgræðir - Wenger fær 9 milljarða

Breskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal muni fá hátt í 70 milljónir punda (9 milljarða króna) til leikmannakaupa á næstunni í kjölfar frétta af góðri afkomu í rekstri félagsins.

Sjá næstu 50 fréttir