Enski boltinn

Tevez er mér sem sonur

NordicPhotos/GettyImages

Argentínska knattspyrnugoðsögnin Diego Maradona segist líta á landa sinn Carlos Tevez sem son sinn. Maradona ætlar að horfa á Tevez spila með Manchester United í næsta mánuði þegar hann verður á ferðinni á Englandi.

Maradona verður á Englandi með félögum sínum í argentínska landsliðinu frá því fyrir 20 árum til að endurtaka einn frægasta landsleik allra tíma gegn Englendingum - leikinn þar sem hann sjálfur skoraði tvö frægustu mörk allra tíma á HM 1986.

"Tevez er mér sem sonur. Frá því ég sá hann fyrst hefur mér alltaf fundist það. Hann minnir mig mikið á sjálfan mig þegar ég var á hans aldri. Hungrið og ástríðan fyrir leiknum gerir hann sérstakan og maður sér hvað hann er hamingjusamur þegar hann er með boltann. Ég get ekki beðið eftir að fara til Englands og sjá hann spila," sagði Maradona í samtali við Daily Mirror.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×