Enski boltinn

Viss um að Silvestre spili í mars

Silvestre meiddist í leik gegn Everton
Silvestre meiddist í leik gegn Everton NordicPhotos/GettyImages

Sir Alex Ferguson segist bjartsýnn á að franski varnarmaðurinn Mikael Silvestre nái að spila með liðinu á ný á þessari leiktíð eftir að hann meiddist alvarlega á hné fyrr í þessum mánuði.

"Ég er viss um að Silvestre snýr aftur í mars. Hann fór í aðgerð í Frakklandi í síðustu viku og hún heppnaðist mjög vel. Það var gott að sjá að það voru aðeins krossböndin sem skemmdust í hnénu á honum en brjóskið var í lagi - öfugt við það sem stundum vill vera þegar svona meiðsli eiga sér stað," sagði Sir Alex.

Hann er bjartsýnn á að geta líka farið að tefla fyrirliða sínum Gary Neville fram fljótlega. "Gary mun æfa með okkur í fyrsta skipti í vikunni og það eru frábær tíðindi. Hann hefur verið mjög óheppinn með smámeiðsli en við getum ekki beðið eftir að fá hann aftur," sagði stjórinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×