Enski boltinn

Capello: Chelsea vill Van Basten

Marco Van Basten
Marco Van Basten

Ítalski knattspyrnuþjálfarinn Fabio Capello segir að Chelsea hafi augastað á Hollendingnum Marco van Basten sem næsta knattspyrnustjóra félagsins. Orðrómur er á sveimi á Englandi um að ráðning Avram Grant hjá Chelsea sé aðeins tímabundin og Capello er ekki í vafa um hver sé líklegasta skotmark enska félagsins.

Van Basten sat við hlið Roman Abramovich á leik Manchester United og Chelsea á dögunum, en hann þekkir Frank Arnesen tæknistjóra Chelsea vel síðan hann vann í Hollandi. Van Basten er landsliðsþjálfari Hollendinga.

"Arnesen vill að Van Basten taki við liðinu og hefur þegar mælt með honum við Abramovich. Þeir þekkjast mjög vel úr hollenska boltanum," sagði Capello sem er sjálfur á markaðnum eftir að hann var látinn fara frá Real Madrid í vor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×