Enski boltinn

Rooney er rappari - neitaði rokkurum

Rooney er rapphundur
Rooney er rapphundur AFP

Wayne Rooney hefur neitað að koma fram í dýru myndbandi rokkhljómsveitarinnar Nickelback á þeim forsendum að hann sé búinn að snúa sér alfarið að rappinu.

Nickelback er að senda frá sér myndband þar sem stjörnur á morð við Gene Simmons úr Kiss, Nelly Furtado, ZZ Top, Kid Rock og Playboy-kanínurnar koma fram og einn af meðlimum hljómsveitarinnar vildi fá Rooney í verkefnið af því hann heldur með Manchester United.

Rooney neitaði þessu hinsvegar þrátt fyrir gríðarlegar vinsældir hljómsveitarinnar. "Rooney vildi ekki taka þátt í þessu af því hann vill ekki vera séður sem rokkari. Hann hlustar fyrst og fremst á rapp," sagði talsmaður plötufyrirtækisins og sagði hljómsveitina afar vonsvikna.

Rooney hlustar mikið á hip hop og er sagður góður félagi þeirra 50 cent og P Diddy. Hann er nú að reyna að fá félaga sinn Rio Ferdinand til að fara með sér til Las Vegas í desember til að sjá Ricky Hatton berjast við Floyd Mayweather, en hætt er við því að það reynist erfitt því United á leik sama dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×