Enski boltinn

Carew verður frá í sex vikur

John Carew fagnar hér marki sínu ásamt Gareth Barry
John Carew fagnar hér marki sínu ásamt Gareth Barry NordicPhotos/GettyImages

Norski framherjinn John Carew verður frá keppni í sex vikur vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir í leik Aston Villa og Everton á sunnudaginn. Þetta staðfesti Martin O´Neill knattspyrnustjóri Villa í dag. Carew skoraði mark í 2-0 sigri Villa í leiknum og var það hans fyrsta á leiktíðinni.

"Þetta er mikið áfall fyrir okkur því John er lykilmaður í liði okkar," sagði O´Neill. "Hann var búinn að vinna mjög vel fyrir okkur og átti því skilið að skora um helgina. Þessi meiðsli koma því á frekar óheppilegum tíma fyrir hann."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×