Enski boltinn

Gerrard í slæmu standi

Elvar Geir Magnússon skrifar
Gerrard hefur verið langt frá sínu besta.
Gerrard hefur verið langt frá sínu besta.

Steven Gerrard, miðjumaður Liverpool, er í lélegu standi um þessar mundir. Þetta segir Rafael Benítez, knattspyrnustjóri liðsins. Hann kennir leikjum hans með enska landsliðinu um.

„Það var mikið talað um mikilvægi þessara landsleikja og sagt að Gerrard þyrfti að vera með í þeim. Hann var ekki í nægilega góðu standi til að spila þá og það kemur niður á spilamennsku hans í dag," sagði Benítez.

Gerrard þurfti að fara af velli eftir 70 mínútna leik gegn Ísrael þar sem hann fékk krampa en hann lék svo allan leikinn gegn Rússlandi þremur dögum síðar.

Í síðustu leikjum Liverpool hefur Gerrard verið langt frá sínu besta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×