Enski boltinn

Ég er ekki Michael Jackson

Martin Jol
Martin Jol NordicPhotos/GettyImages

Martin Jol situr í heitasta sætinu í ensku úrvalsdeildinni í dag eftir enn ein vonbrigðin hjá Tottenham um helgina. Daily Mail segir hann þegar hafa fengið nóg vegna sífelldra frétta af því að forráðamenn félagsins séu í viðræðum við menn til að taka við af honum.

Jol var vonsvikinn eftir 1-1 jafntefli Tottenham við Bolton í gær, en ætlar ekki að leggja árar í bát. Eða eins og hann orðar það sjálfur - "Ég er ekki Michael Jackson."

Daily Mail fullyrðir að Jol hafi þegar sagt stjórn Tottenham að hann vilji hætta og það eina sem aftri því að hann segi af sér séu 4 milljónir punda í samningi hans sem hann fengi í miskabætur ef hann yrði rekinn.

Jol var þó ekki á því að leggja árar í bát þegar hann ræddi við fréttamenn Sky í gær. "Ég er ekki eins og Michael Jackson - Ég er ekki elskuhugi - ég er baráttuhundur. Ég berst, leikmenn mínir berjast - þið sáuð það í dag," sagði Jol eftir leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×