Enski boltinn

Owen í uppskurð á föstudag

Elvar Geir Magnússon skrifar
Meiðslagrýlan lætur Owen ekki í friði.
Meiðslagrýlan lætur Owen ekki í friði.

Michael Owen mun gangast undir uppskurð vegna nárameiðsla á föstudaginn en hann mun fara fram í Þýskalandi. Nú er mjög ólíklegt að Owen geti leikið með enska landsliðinu gegn Eistlandi og Rússlandi í október.

Owen lék vel í sigurleikjum Englands gegn Ísrael og Rússlandi á Wembley. Hann hefur þurft að glíma við erfið meiðsli nánast allan sinn feril.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×