Fleiri fréttir

Frá Kristianstad til Selfoss

Björn Sigurbjörnsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Selfoss í fótbolta. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið.

„Við verðum að taka til og hagræða“

„Við vorum með stóran hóp og mikla umgjörð, og við verðum að taka til og hagræða,“ segir Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals. Ljóst er að karlalið Vals kveður að minnsta kosti fimm leikmenn eftir vonbrigðatímabil og mikil óvissa ríkir um markvörðinn Hannes Þór Halldórsson.

Ég hafði alltaf góða til­finningu

„Mér fannst við byrja þennan leik frábærlega, fyrstu tuttugu mínúturnar. Ég er ógeðslega svekktur með fyrsta markið,“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari Vestra eftir súrt tap gegn Íslandsmeisturum Víkings í undanúrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta.

„Dómarinn þekkir ekki okkar leikmenn“

Þrátt fyrir 4-0 tap fyrir Breiðabliki í úrslitaleik Mjólkurbikarsins var Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar, sáttur með sitt lið og frammistöðu þess. Hann hafði eitt og annað við dómgæsluna í leiknum að athuga.

„Ógeðslega stolt af liðinu“

Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, var að vonum hin kátasta eftir úrslitaleik Mjólkurbikarsins þar sem Blikar unnu Þróttara, 4-0.

Guy Smit semur við Val

Hollenski markvörðurinn Guy Smit er búinn að skrifa undir tveggja ára samning við Val, en hann lék með Leikni seinustu tvö tímabil.

„Getum ekki beðið eftir því að spila“

Ásta Eir Einarsdóttir getur í kvöld lyft fyrsta bikarnum eftir að hún við fyrirliðabandinu hjá Breiðabliki. Blikar mæta þá Þrótturum í úrslitaleik Mjólkurbikarsins.

Óli Jóh verður áfram með FH liðið

Ólafur Jóhannesson verður áfram þjálfari FH-liðsins í Pepsi Max deild karla í fótbolta en hann hefur gert nýjan samning við félagið. Davíð Þór Viðarsson er aftur á móti hættur.

Að­eins Breiða­blik hélt boltanum betur innan liðs en FH

Þegar tölfræði Pepsi Max deildar karla skoðuð er margt sem kemur á óvart. Það sem kemur ef til vill hvað mest á óvart er að FH-ingar – sem enduðu í 6. sæti deildarinnar – héldu næstmest í boltann af öllum liðum deildarinnar.

Hetjan úr hverfinu fram­lengir við Fram

Jón Þórir Sveinsson, þjálfari karlaliðs Fram í fótbolta, hefur framlengt samning sinn við félagið til ársins 2024. Frá þessu er greint á vefsíðu félagsins.

Vestri og Víkingur mætast í Vesturbænum

Snjóblásarar, gröfur og bænir um betri tíð dugðu ekki til að Torfnesvöllur á Ísafirði, Olísvöllurinn eins og hann heitir í dag, yrði tilbúinn fyrir komu nýkrýndra Íslandsmeistara Víkings á laugardaginn.

Blikar fá tvær nýjar í Meistaradeildina

Breiðablik hefur bætt við sig tveimur leikmönnum fyrir komandi stórleiki í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Félagið nýtti undanþáguheimildir til félagaskipta enda félagaskiptaglugginn lokaður á Íslandi.

Guð­laugur hættur eftir fall Þróttar úr Lengju­deildinni

Guðlaugur Baldursson mun ekki stýra Þrótti Reykjavík í 2. deild karla í knattspyrnu á næstu leiktíð. Hann tók við liðinu síðasta haust en tókst ekki að afstýra hinu óumflýjanlega, eftir tvö ár þar sem Þróttur lifði á lyginni þá féll liðið niður um deild.

Segir lágstemmdan lokafögnuð faraldrinum að kenna

Stjórn knattspyrnudeildar Vals ákvað að halda ekki hefðbundið lokahóf að afloknu keppnistímabili um helgina. Óánægja er með þá ákvörðun í röðum Íslandsmeistara félagsins í kvennaflokki. Framkvæmdastjóri Vals þvertekur fyrir að ákvörðunin hafi verið tekin vegna ófullnægjandi árangurs karlaliðsins.

Pablo Punyed vonast til að geta verið lengi í Víkinni

Um helgina varð Pablo Punyed Íslandsmeistari í knattspyrnu ásamt liðsfélögum sínum í Víking, en hann hefur nú unnið stóran titil með fjórum mismunandi félögum frá því að hann kom til Íslands árið 2012. Pablo var í stuttu spjalli við Stöð 2 og fór stuttlega yfir tímabilið, veru sína á Íslandi, og bikarkeppnina sem framundan er.

Frá Hong Kong í Þorpið

Þorlákur Árnason hefur verið ráðinn nýr þjálfari karlaliðs Þórs í fótbolta til næstu þriggja ára. Hann tekur við liðinu af Orra Frey Hjaltalín sem stýrði Þór til 9. sætis í næstefstu deild í sumar.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.