Fleiri fréttir

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Selfoss 3-1

Valur hafði betur gegn Selfossi 3-1 er liðin mættust á Vodafone vellinum í 2. umferð Pepsi deildarinnar í kvöld. Tvö mörk undir lok leiks tryggði Val öll stigin í ágætum leik. Selfyssingar sóttu talsvert meira en Valsarar, án þess að takast að brjóta á bak aftur vel skipulagða vörn þeirra.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - KR - 3-2

Nýliðarnir frá Akranesi halda áfram að spila vel og gerðu sér lítið fyrir og unnu Íslandsmeistara KR, 3-2, á heimavelli í kvöld. Frábær fimm marka leikur og Skagamenn eru greinilega til alls líklegir í sumar.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Fram 1-0

Atli Guðnason tryggði FH-ingum 1-0 sigur á Fram í 2. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld. Sigurmark Atla kom átta mínútum fyrir leikslok og Framarar eru því stigalausir eftir fyrstu tvo leikina.

Atli tryggði FH-ingum þrjú stig - myndir

FH-ingar unnu fyrsta sigur sinn í sumar þegar þeir unnu 1-0 sigur á Fram í Kaplakrikanum í kvöld en það var Atli Guðnason sem skoraði eina mark leiksins undir lok leiksins. Framarar eru þar með áfram stiga- og markalausir á botni Pepsideildarinnar.

Strákarnir einu marki frá undanúrslitunum - töpuðu fyrir Georgíu

Íslenska 17 ára landsliðið í fótbolta tapaði 0-1 fyrir Georgíu í lokaleik sínum í sínum riðli í úrslitakeppni Evrópumóts 17 ára og yngri sem stendur nú yfir í Slóveníu. Íslenska liðið hefði komist í undanúrslit hefði strákunum tekist að jafna leikinn.

Pepsi-mörkin extra: Jói Kalli hitti ekki Hjörvar Hafliðason

Hjörvar Hafliðason hitti fyrirliða ÍA og KR og ræddi við þá um stórleik kvöldsins í Pepsideild karla. Bræðurnir Jóhannes Karl og Bjarni Guðjónssynir hafa frá ýmsum að segja og "Jói Kalli" var hársbreidd frá því að skjóta boltanum í Hjörvar í miðri kynningu. Þórður Guðjónsson framkvæmdastjóri ÍA kemur einnig við sögu í þessu "bræðrainnslagi".

Enginn "hanaslagur“ hjá bræðrunum

Bjarni og Jóhannes Karl mætast sem fyrirliðar í stórleik ÍA og KR í Pepsi-deild karla í kvöld en bræðurnir hafa aldrei mæst áður sem mótherjar. Eftirvænting og spenna ríkir í fjölskyldunni, enda Jóhannes Karl að spila heimaleik á Akranesvelli í fyrsta sinn í fjórtán ár.

Hver verður fyrstur í 100 sigurleiki?

Guðjón Þórðarson (þjálfari Grindavíkur), Bjarni Jóhannsson (þjálfari Stjörnunnar) og Logi Ólafsson (þjálfari Selfoss) verða í sviðsljósinu með lið sín í 2. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld.

Pepsimörkin í beinni á Vísi

Leikjum kvöldsins í Pepsi-deild karla verða gerð skil í Pepsimörkunum á Stöð 2 Sport og verður hægt að sjá þáttinn í beinni útsendingu hér á Vísi. Þátturinn hefst klukkan 22.00.

Félagi vísað úr íslensku 3. deildinni - grunur um erlent veðmálabrask

Vefsíðan Fótbolti.net segir frá því í dag að FFR, Fótboltafélaginu Fjólunni Reykjavík, hafi verið vísað úr keppni í þriðju deild karla og bikarkeppni KSÍ. Íslenskir aðilar stofnuðu félagið í vetur en fljótlega tóku erlendir aðilar við stjórn félagsins. Grunur er um að hér sér veðmálabrask í gangi og þykir svipa til máls sem kom upp í Finnlandi fyrir nokkrum árum.

1. deild karla á SportTV í sumar

Vefsíðan SportTV.is mun í sumar sýna frá leikjum í 1. deild karla. Í dag var tilkynnt að samkomulag hefði náðst á milli KSÍ og SportTV þess efnis.

Ingó Veðurguð: Fótboltinn er kominn í forgang

Ingólfur Þórarinsson er leikmaður 1. umferðar Pepsi-deildar karla hjá Fréttablaðinu. Ingólfur, eða Ingó Veðurguð eins og margir þekkja hann, er búinn að setja fótboltann í fyrsta sæti en tónlistina í annað. Hann gefur frá sér mörg atvinnutækifæri og segist borga helling með sér til þess að spila fótbolta.

Ekki víst að ég spili með gegn Selfossi

Valsmenn urðu fyrir miklu áfalli í upphafi leiksins gegn Fram á mánudag þegar prímus mótor liðsins, Haukur Páll Sigurðsson, meiddist. Eins og sönnum harðjaxli sæmir harkaði hann af sér, kom inn á völlinn en varð að yfirgefa hann um tíu mínútum síðar vegna sársauka.

Stjörnukonur byrja sumarið vel - myndir

Stjörnukonur eru meistarar meistaranna í fyrsta sinn eftir 3-1 sigur á Val á Stjörnuvellinum í kvöld. Stjarnan varð Íslandsmeistari síðasta sumar en Valur vann bikarinn. Stjörnukonur halda áfram að enda sigurgöngur Vals því Valskonur voru búnar að vinna Meistarakeppnina fimm ár í röð.

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 3-1

Íslandsmeistarar Stjörnunnar eru meistarar meistaranna í íslenskum kvennafótbolta eftir 3-1 sigur á bikarmeisturum Vals í Meistarakeppni KSÍ í Garðabæ í kvöld. Stjarnan var 1-0 yfir í hálfleik.

Sá fram á að fá fleiri tækifæri í KR

Hinn 18 ára gamli Emil Atlason sló í gegn í sínum fyrsta Pepsi-deildarleik með KR á sunnudaginn. Hann skoraði fyrsta mark leiksins og spilaði vel. Emil á ekki langt að sækja hæfileikana enda sonur Atla Eðvaldssonar, fyrrum landsliðsmanns. Emil fór í KR þv

Þorvaldur vísaði í Kaffibrúsakallana

Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, sló á létta strengi í samtali við blaðamenn eftir tapið gegn Val í Pepsi-deild karla í kvöld. Hann var þrátt fyrir tapið sáttur við frammistöðu sinna manna og sagði að það eina sem vantaði væru mörkin.

Valur hársbreidd frá sæti í Evrópudeildinni

Ísland hafnaði í fjórða sæti á háttvísislista Evrópska knattspyrnusambandsins tímabilið 2011-2012 sem birtur var í dag. Þrjár efstu þjóðirnar hlutu að launum sæti í forkeppni Evrópudeildarinnar á næstu leiktíð.

Verður sett met í kvöld? | Þétt setinn bekkurinn í gærkvöldi

Frábær aðsókn var á knattspyrnuvelli landsins í gærkvöldi þegar fyrsta umferð Pepsi-deildar karla fór fram. 1690 áhorfendur mættu á leikina fimm að meðaltali. Umferðinni lýkur í kvöld með Reykjavíkurslag Fram og Vals en allt stefnir í að aðsóknarmet fyrstu umferðar verði slegið.

Magnús: Ekkert agabann hjá ÍBV

Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV, neitaði því í viðtali við Vísi eftir 2-1 tap sinna manna gegn Selfossi í kvöld að nokkur af leikmanna liðsins hafi verið í agabanni í dag vegna áfengisdrykkju.

Bjarni: Stoke-bolti í Stjörnunni

Bjarni Guðjónsson, fyrirliði KR, var ósáttur með tvö töpuð stig þótt Stjörnuliðið væri vissulega gott. Það var þó ekki fallegur fótbolti sem skilaði Stjörnunni stigi í Vesturbænum í kvöld að hans mati.

Kennie: Holdt kjeft hvor jeg er glad

Kennie Chopart, annar Dananna í liði Stjörnumanna, átti fínan leik með Garðbæingum gegn KR í kvöld. Kennie lék ýmist á hægri eða vinstri kanti, lét finna fyrir sér og óx ásmegin eftir því sem á leikinn leið.

Umfjöllun og viðtöl: FH - Grindavík 1-1

Grindavík gerði góða ferð í Kaplakrika þar sem liðið sótti 1-1 jafntefli gegn FH. FH sótti meira í leiknum og var meira með boltann en Grindavík skoraði fyrsta markið á 73. mínútu. FH jafnaði metin úr vítaspyrnu sex mínútum fyrir leikslok og þar við sat.

Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Keflavík 1-1

Fylkir og Keflavík skildu jöfn, 1-1, í fyrstu umferð Pepsi deildarinnar í kvöld. Keflvíkingar voru mun sterkari í fyrri hálfleiknum en Fylkismenn komu til baka í þeim síðari og voru óheppnir að fara ekki heim með stigin þrjú í leikslok.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - ÍA 0-1

Skagamenn byrja tímabilið frábærlega en liðið bara sigur úr býtum, 1-0, gegn Breiðablik á Kópavogsvelli í kvöld. Það var varamaðurinn Jón Vilhelm Ákason sem skoraði eina mark leiksins eftir frábæran undirbúning frá Gary Martin.

Treyja Steingríms lögð til hliðar í sumar

Karlalið ÍBV hefur ákveðið að leggja til hliðar treyju númer ellefu í Pepsi-deildinni í sumar. Það verður gert til þess að heiðra minningu Steingríms Jóhannessonar, en hann er markahæsti leikmaður félagsins frá upphafi í efstu deild.

Betri Boltavakt á Vísi

Vísir býður lesendum sínum nú enn betri þjónustu en áður í lýsingum frá leikjum í íslenska fótboltanum.

Pepsimörkin í beinni á Vísi

Leikjum kvöldsins í Pepsi-deild karla verða gerð skil í Pepsimörkunum á Stöð 2 Sport og verður hægt að sjá þáttinn í beinni útsendingu hér á Vísi.

Þjálfari Frakka: Jafnteflið við Ísland vonandi bara slys

Jean-Claude Giuntini, þjálfari U-17 liðs Frakka, sagði að fótboltinn geti stundum verið grimm íþrótt. Frakkar misstu 2-0 forystu gegn Íslandi í 2-2 jafntefli í fyrsta leik liðanna á EM U-17 liða í Slóveníu í gær.

Spá Fréttablaðsins og Vísis: KR verður aftur Íslandsmeistari

KR á titil að verja og mun verja hann samkvæmt spá íþróttafréttamanna Fréttablaðsins og Vísis. Tititlvörn KR hefst á sunnudag gegn Stjörnunni sem einnig er spáð góðu gengi. Sex stigum munaði á liðunum í kosningunni og nokkuð er í Fram, Stjörnuna og ÍA sem öll svipað mörg stig.

Pepsimörkin: Upphitunarþátturinn aðgengilegur á Vísi

Íslandsmótið í knattspyrnu 2012 hefst á sunnudaginn með fimm leikjum í Pepsi-deild karla. Í gær var upphitunarþáttur um Pepsideildina sýndur á Stöð 2 sport þar sem að Hörður Magnússon fór yfir málin með sérfræðingum þáttarins, Tómasi Inga Tómassyni, Reyni Leóssyni og Hjörvari Hafliðasyni. Vangaveltur þeirra um liðin 12 í deildinni eru nú aðgengilegar á sjónvarpshluta Vísis.

Minningarleikur um Steingrím á Hásteinsvelli

Sérstakur minningarleikur um Steingrím Jóhannesson verður á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum föstudaginn 1. júní næstkomandi. Steingrímur, sem er einn markahæsti leikmaður Íslandsmótsins frá upphafi, féll frá í mars, 38 ára gamall, eftir harða baráttu við krabbamein.

Sjá næstu 50 fréttir