Enginn "hanaslagur“ hjá bræðrunum Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 10. maí 2012 08:00 Íslandsmótið í fótbolta karla, Pepsi-deildin, fer ljómandi vel af stað og aðsóknarmet var sett í fyrstu umferðinni þar sem 1.740 áhorfendur mættu að meðaltali á leik. Einn af stórleikjum sumarsins fer fram á Akranesvelli í kvöld þar sem að nýliðar ÍA taka á móti Íslands – og bikarmeistaraliði KR. Bræðurnir Jóhannes Karl og Bjarni Guðjónssynir mætast í þessum leik í fyrsta sinn sem mótherjar og er mikil eftirvænting hjá þeim báðum fyrir leikinn. Bjarni er 33 ára gamall, árinu eldri en Jóhannes Karl en Bjarni býst ekki við því að „Jói Kalli" taki upp á því að elta hann í brjáluðu skapi – líkt og gerðist oftast þegar þeir voru að alast upp á Akranesi á sínum tíma.Bjarni: „Það er búið að ræða mikið um leikinn í okkar fjölskyldu í margar vikur. Í fyrsta lagi var óvíst hvort Jói Kalli myndi ná þessum leik. Það var sett pressa á hann í fjölskyldunni að hann yrði kominn til Íslands fyrir þessa viðureign. Þetta er að sjálfsögðu stórleikur en við höfum sjálfir verið uppteknir við fyrsta leikinn á Íslandsmótinu og það er fyrst núna sem ég er farinn að velta þessum leik fyrir mér."Jóhannes Karl: „Það er mikil tilhlökkun hjá mér fyrir leikinn, og spenningur. Ég er að spila í fyrsta sinn á gamla heimavellinum eftir 14 ár í atvinnumennsku. Og það skemmir ekki fyrir að sá leikur sé gegn Íslandsmeistaraliði KR sem er með stóra bróður minn í sínu liði. Þetta verður svakalegur leikur og vonandi besta skemmtun fyrir alla. Sama hvernig fer." Mamma styður gullkálfinnMynd/ValliBjarney Jóhannesdóttir, móðir þeirra bræðra, verður í erfiðri stöðu í stúkunni á Akranesvelli í kvöld. Bjarni var fljótur að svara þegar þeir bræður voru spurðir að því hvort mamman gæti gert upp á milli sona sinna í þessum leik. Bjarney á fjóra syni sem hafa allir farið í atvinnumennsku en Þórður var sá fyrsti sem fetaði þá leið og Björn Bergmann Sigurðarson, yngsti sonur hennar, hefur vakið mikla athygli hjá Lilleström í Noregi að undanförnu.B: „Mamma heldur alltaf upp á gullkálfinn sinn (Jóa Kalla) og það verður engin breyting á því í þessum leik."J: „Það er ekki rétt, mamma styður Bjarna í öllu því sem hann gerir. Hún er Skagamaður og býr þar, en hún verður sátt, hvernig sem leikurinn fer. Við erum báðir fyrirliðar í þessum stóra leik og það er eflaust sérstakt fyrir hana."B: „Það má alveg færa rök fyrir því að fótboltagenin komi frá henni, en ég held samt að það sé ofsögum sagt."J: „Þetta er bara góð blanda og frábært að eiga bræður sem eru í fótboltanum." Stór munur á íslenska boltanumMynd/ValliBjarni snéri heim til Íslands úr atvinnumennsku árið 2006 og Jóhannes Karl hefur undanfarin 14 ár leikið sem atvinnumaður í Evrópu. Þeir eru sammála um að Pepsi-deild karla hafi tekið stór framfaraskref á síðustu árum.B: „Áhuginn á deildinni hefur vaxið gríðarlega frá þeim tíma þegar ég kom til Íslands á ný. Fyrst var það Landsbankadeildin og síðan tók Pepsi-deildin við. Umgjörðin er mjög góð um íslenska fótboltann. Áhugi fjölmiðla er mikill og umfjöllunin er í takt við þann áhuga. Fótboltinn er vinsælli en áður og við sáum það á mætingu áhorfenda í fyrstu umferðinni að fólk vill koma og sjá sitt lið spila. Það er bara gaman að taka þátt í því."J: „Ég sé líka stóran mun frá því ég fór frá Íslandi árið 1998. Umgjörðin er mun betri en áður, og þeir sem starfa í kringum þetta frá öllum hliðum eru einnig að standa sig betur en áður. Fagmennskan ræður ríkjum og það er frábært fyrir fótboltann á Íslandi og skref í rétta átt." Bjarni og Jóhannes mætast í fyrsta sinn í opinberum leik í kvöld á Akranesvelli en þeir eru vanir því að kljást – og barátta þeirra á fótboltavellinum hefur oft endað með látum.B: „Það var alltaf þannig þegar við vorum yngri að leikirnir hjá okkur úti á æfingasvæði eða hvar sem við vorum enduðu alltaf eins. Jói Kalli varð alveg brjálaður eftir að hafa tapað fyrir mér og ég þurfti alltaf að hlaupa heim með hann á hælunum. Jói Kalli var með gríðarlegt skap. Svona er þetta enn í dag, og ég man bara eftir svona atviki fyrir ekki svo mörgum árum þegar við vorum báðir atvinnumenn."J: „Ég kannast nú alveg við þetta. Hann vann mig og ég varð alveg trylltur í kjölfarið. Þetta herti mig bara og mótaði mig sem leikmann. Ég þurfti alltaf að hafa mikið fyrir hlutunum gegn Bjarna, hann var öflugur andstæðingur. Hann gerði mig betri fyrir vikið." Bræðurnir ætla sér ekki að fara í einhvern „hanaslag" í baráttunni á miðsvæðinu í kvöld, en Bjarni er harður á því að yngri bróðir hans geti einfaldlega ekki „náð" honum líkt og í gamla daga.B: „Ég ætla ekki að „stimpla" litla bróður minn á 2. mínútu ef einhver er að búast við því. Enda er ég lítið í þessum tæklingum, ég er svo fljótur að ég er aldrei í þessum 50/50 boltum. Er yfirleitt alltaf á undan í þessa bolta og ég sé ekki að það verði nokkur breyting á því í þessum leik," sagði Bjarni í léttum tón og brosti.J: „Ég spila minn leik og reyni að vera sanngjarn. Ég vona að ég sé ekki þekktur fyrir að fara í tæklingar til þess að meiða neinn. Ég er fastur fyrir og harðfylginn." Myndi kjósa Bjarna í mitt liðMynd/ValliÞórður Guðjónsson framkvæmdastjóri Knattspyrnufélags ÍA var einnig viðstaddur þegar viðtalið var tekið. Hann er elstur þeirra bræðra og sex árum eldri en Bjarni. Þórður fékk erfiðar spurningar frá Fréttablaðinu og svörin bera þess merki að stjórnmálaferill sé í vændum hjá framkvæmdastjóranum. Þú ert þjálfari liðs og Bjarni og Jói Kalli eru báðir í þínu liði. Það er vítaspyrnukeppni í gangi og aðeins eitt víti eftir sem gæti tryggt þínu liði sigurinn. Hvorn myndir þú velja til að taka vítið? „Ég myndi láta Jóa Kalla taka vítið. Hann er svo ungur og kærulaus. Hann hefur ekki þessa ábyrgðartilfinningu sem við eldri bræður hans höfum," sagði Þórður. Hann fékk aðra spurningu strax í kjölfarið og yngri bræður hans horfðu beint í augun á þeim elsta og biðu spenntir eftir svarinu. Þú ert að kjósa í lið og þarft að velja á milli Bjarna eða Jóa Kalla – hvorn myndir þú velja? „Ég tæki Bjarna, hann hefur meiri reynslu af íslenska fótboltanum," sagði Þórður og bræðurnir virtust sáttir við svörin. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Íslandsmótið í fótbolta karla, Pepsi-deildin, fer ljómandi vel af stað og aðsóknarmet var sett í fyrstu umferðinni þar sem 1.740 áhorfendur mættu að meðaltali á leik. Einn af stórleikjum sumarsins fer fram á Akranesvelli í kvöld þar sem að nýliðar ÍA taka á móti Íslands – og bikarmeistaraliði KR. Bræðurnir Jóhannes Karl og Bjarni Guðjónssynir mætast í þessum leik í fyrsta sinn sem mótherjar og er mikil eftirvænting hjá þeim báðum fyrir leikinn. Bjarni er 33 ára gamall, árinu eldri en Jóhannes Karl en Bjarni býst ekki við því að „Jói Kalli" taki upp á því að elta hann í brjáluðu skapi – líkt og gerðist oftast þegar þeir voru að alast upp á Akranesi á sínum tíma.Bjarni: „Það er búið að ræða mikið um leikinn í okkar fjölskyldu í margar vikur. Í fyrsta lagi var óvíst hvort Jói Kalli myndi ná þessum leik. Það var sett pressa á hann í fjölskyldunni að hann yrði kominn til Íslands fyrir þessa viðureign. Þetta er að sjálfsögðu stórleikur en við höfum sjálfir verið uppteknir við fyrsta leikinn á Íslandsmótinu og það er fyrst núna sem ég er farinn að velta þessum leik fyrir mér."Jóhannes Karl: „Það er mikil tilhlökkun hjá mér fyrir leikinn, og spenningur. Ég er að spila í fyrsta sinn á gamla heimavellinum eftir 14 ár í atvinnumennsku. Og það skemmir ekki fyrir að sá leikur sé gegn Íslandsmeistaraliði KR sem er með stóra bróður minn í sínu liði. Þetta verður svakalegur leikur og vonandi besta skemmtun fyrir alla. Sama hvernig fer." Mamma styður gullkálfinnMynd/ValliBjarney Jóhannesdóttir, móðir þeirra bræðra, verður í erfiðri stöðu í stúkunni á Akranesvelli í kvöld. Bjarni var fljótur að svara þegar þeir bræður voru spurðir að því hvort mamman gæti gert upp á milli sona sinna í þessum leik. Bjarney á fjóra syni sem hafa allir farið í atvinnumennsku en Þórður var sá fyrsti sem fetaði þá leið og Björn Bergmann Sigurðarson, yngsti sonur hennar, hefur vakið mikla athygli hjá Lilleström í Noregi að undanförnu.B: „Mamma heldur alltaf upp á gullkálfinn sinn (Jóa Kalla) og það verður engin breyting á því í þessum leik."J: „Það er ekki rétt, mamma styður Bjarna í öllu því sem hann gerir. Hún er Skagamaður og býr þar, en hún verður sátt, hvernig sem leikurinn fer. Við erum báðir fyrirliðar í þessum stóra leik og það er eflaust sérstakt fyrir hana."B: „Það má alveg færa rök fyrir því að fótboltagenin komi frá henni, en ég held samt að það sé ofsögum sagt."J: „Þetta er bara góð blanda og frábært að eiga bræður sem eru í fótboltanum." Stór munur á íslenska boltanumMynd/ValliBjarni snéri heim til Íslands úr atvinnumennsku árið 2006 og Jóhannes Karl hefur undanfarin 14 ár leikið sem atvinnumaður í Evrópu. Þeir eru sammála um að Pepsi-deild karla hafi tekið stór framfaraskref á síðustu árum.B: „Áhuginn á deildinni hefur vaxið gríðarlega frá þeim tíma þegar ég kom til Íslands á ný. Fyrst var það Landsbankadeildin og síðan tók Pepsi-deildin við. Umgjörðin er mjög góð um íslenska fótboltann. Áhugi fjölmiðla er mikill og umfjöllunin er í takt við þann áhuga. Fótboltinn er vinsælli en áður og við sáum það á mætingu áhorfenda í fyrstu umferðinni að fólk vill koma og sjá sitt lið spila. Það er bara gaman að taka þátt í því."J: „Ég sé líka stóran mun frá því ég fór frá Íslandi árið 1998. Umgjörðin er mun betri en áður, og þeir sem starfa í kringum þetta frá öllum hliðum eru einnig að standa sig betur en áður. Fagmennskan ræður ríkjum og það er frábært fyrir fótboltann á Íslandi og skref í rétta átt." Bjarni og Jóhannes mætast í fyrsta sinn í opinberum leik í kvöld á Akranesvelli en þeir eru vanir því að kljást – og barátta þeirra á fótboltavellinum hefur oft endað með látum.B: „Það var alltaf þannig þegar við vorum yngri að leikirnir hjá okkur úti á æfingasvæði eða hvar sem við vorum enduðu alltaf eins. Jói Kalli varð alveg brjálaður eftir að hafa tapað fyrir mér og ég þurfti alltaf að hlaupa heim með hann á hælunum. Jói Kalli var með gríðarlegt skap. Svona er þetta enn í dag, og ég man bara eftir svona atviki fyrir ekki svo mörgum árum þegar við vorum báðir atvinnumenn."J: „Ég kannast nú alveg við þetta. Hann vann mig og ég varð alveg trylltur í kjölfarið. Þetta herti mig bara og mótaði mig sem leikmann. Ég þurfti alltaf að hafa mikið fyrir hlutunum gegn Bjarna, hann var öflugur andstæðingur. Hann gerði mig betri fyrir vikið." Bræðurnir ætla sér ekki að fara í einhvern „hanaslag" í baráttunni á miðsvæðinu í kvöld, en Bjarni er harður á því að yngri bróðir hans geti einfaldlega ekki „náð" honum líkt og í gamla daga.B: „Ég ætla ekki að „stimpla" litla bróður minn á 2. mínútu ef einhver er að búast við því. Enda er ég lítið í þessum tæklingum, ég er svo fljótur að ég er aldrei í þessum 50/50 boltum. Er yfirleitt alltaf á undan í þessa bolta og ég sé ekki að það verði nokkur breyting á því í þessum leik," sagði Bjarni í léttum tón og brosti.J: „Ég spila minn leik og reyni að vera sanngjarn. Ég vona að ég sé ekki þekktur fyrir að fara í tæklingar til þess að meiða neinn. Ég er fastur fyrir og harðfylginn." Myndi kjósa Bjarna í mitt liðMynd/ValliÞórður Guðjónsson framkvæmdastjóri Knattspyrnufélags ÍA var einnig viðstaddur þegar viðtalið var tekið. Hann er elstur þeirra bræðra og sex árum eldri en Bjarni. Þórður fékk erfiðar spurningar frá Fréttablaðinu og svörin bera þess merki að stjórnmálaferill sé í vændum hjá framkvæmdastjóranum. Þú ert þjálfari liðs og Bjarni og Jói Kalli eru báðir í þínu liði. Það er vítaspyrnukeppni í gangi og aðeins eitt víti eftir sem gæti tryggt þínu liði sigurinn. Hvorn myndir þú velja til að taka vítið? „Ég myndi láta Jóa Kalla taka vítið. Hann er svo ungur og kærulaus. Hann hefur ekki þessa ábyrgðartilfinningu sem við eldri bræður hans höfum," sagði Þórður. Hann fékk aðra spurningu strax í kjölfarið og yngri bræður hans horfðu beint í augun á þeim elsta og biðu spenntir eftir svarinu. Þú ert að kjósa í lið og þarft að velja á milli Bjarna eða Jóa Kalla – hvorn myndir þú velja? „Ég tæki Bjarna, hann hefur meiri reynslu af íslenska fótboltanum," sagði Þórður og bræðurnir virtust sáttir við svörin.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira