Fleiri fréttir

KR og Breiðablik verða Íslandsmeistarar í haust

KR og Breiðabliki var spáð Íslandsmeistaratitlunum í Pepsi-deildum karla og kvenna í fótbolta á árlegum kynningarfundi fyrir úrvalsdeildirnar en fundurinn fór fram í dag. Bæði liðin tryggðu sér sigur í Lengjubikarnum á dögunum og hafa verið að gera góða hluti á undirbúningstímabilinu.

Weston spilaði undir stjórn Barry Smith

Barry Smith, fyrrverandi leikmaður Vals, er í dag knattspyrnustjóri Dundee FC í Skotlandi en þar hefur Rhys Weston, verðandi leikmaður KR, spilað síðustu tvö árin.

Selfoss og Keflavík munu falla

Fréttablaðið hefur í dag upphitun sína fyrir Pepsi-deild karla sem hefst á sunnudag. Að þessu sinni munum við líta á liðin sem við spáum að muni berjast í neðri hlutanum. Fréttablaðið hefur fengið hinn reynda og sigursæla þjálfara, Willum Þór Þórsson, til þess rýna í liðin í Pepsi-deildinni í ár.

Hannes: Reynsla sem á eftir að nýtast mér mjög vel

Hannes Þór Halldórsson, markvörður KR og besti leikmaður Pepsi-deildar karla í fyrra, er kominn aftur til landsins eftir rúma mánaðardvöl hjá norska úrvalsdeildarliðinu Brann. Þar var hann í láni vegna meiðsla tveggja aðalmarkvarða liðsins.

Pepsi-deild karla: Þjálfarar fá að heimsækja dómarana að leik loknum

Þjálfarar í efstu deild karla í knattspyrnu fá að funda með dómurum að loknum leikjum sínum í efstu deild karla í sumar. Um tilraunaverkefni er að ræða en þetta var meðal þess sem fram kom á kynningarfundi í dag um áherslur dómaranna fyrir leiktíðina sem hefst á sunnudag.

Öflugur varnarmaður á leið í KR

Varnarmaðurinn Rhys Weston er á leið í KR samkvæmt heimildum Vísis. Hann er væntanlegur hingað til lands á morgun og liggur tveggja ára samningur á borðinu.

Keflvíkingar sömdu við Selimovic

Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur náð samningum við slóvenska miðjumanninn Denis Selimovic um að spila með liðinu út tímabilið sem hefst nú um helgina.

KR safnar bikurum - myndir

KR varð í kvöld meistari meistaranna þegar Íslands- og bikarmeistararnir skelltu FH, 2-0, á iðagrænum Laugardalsvelli.

Arnar Sveinn samdi við Víking Ólafsvík

Arnar Sveinn Geirsson er hættur við að hætta í fótbolta en hann mun samt ekki leika með Valsmönnum í sumar því hann er búinn að semja við Víking Ólafsvík.

Mist hetja Vals | Björk með þrennu

Valur tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik Lengjubikars kvenna í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á Stjörnunni í framlengdum leik í Egilshöll. Mist Edvardsdóttir, miðvörður Vals, skoraði bæði mörk Valskvenna.

Quashie sá rautt í sínum fyrsta leik með ÍR

Englendingurinn Nigel Quashie fékk að líta rauða spjaldið skömmu eftir að hafa komið inn á sem varamaður í fyrsta leik sínum með ÍR í kvöld. Vefsíðan fotbolti.net greinir frá þessu.

Engin tilboð borist í Gylfa

Markus Babbel, knattspyrnustjóri Hoffenheim í Þýskalandi, segir að engin tilboð hafi enn sem komið er borist í landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson. Gylfi er nú í láni hjá Swansea í ensku úrvalsdeildinni en þar hefur hann slegið í gegn. Hann er hins vegar samningsbundinn Hoffenheim til 2014.

Jóhannes Karl semur við ÍA um helgina

Skagamenn staðfestu í dag að Jóhannes Karl Guðjónsson sé búinn að semja um starfslok við Huddersfield og muni skrifa undir þriggja ára samning við ÍA um helgina.

Arnar Darri í Stjörnuna

Danski netmiðillinn bold.dk greinir frá því í dag að markvörður U-21 árs landsliðsins, Arnar Darri Pétursson, sé hættur hjá SönderjyskE og genginn í raðir Stjörnunnar.

Tveir nýir leikmenn til Grindavíkur

Guðjón Þórðarson hefur fengið tvo leikmenn frá Bretlandseyjum til Grindavíkur fyrir komandi átök í Pepsi-deild karla í sumar.

Fram og KR mætast í úrslitum Lengjubikarsins

Fram hélt sigurgöngu sinni áfram í Lengjubikarkeppni karla eftir sigur á Stjörnunni í framlengdum undanúrslitaleik í kvöld, 2-1. Liðið mætir Íslands- og bikarmeisturum KR í úrslitaleiknum á laugardaginn.

KR lagði FH eftir vítaspyrnukeppni

KR mun mæta Breiðablik í undanúrslitum Lengjubikarsins en KR lagði FH í dramatískum leik í dag þar sem grípa þurfti til vítaspyrnukeppni.

Fram valtaði yfir Þórsara

Fram tryggði sér í dag sæti í undanúrslitum Lengjubikars karla er liðið vann öruggan sigur, 4-0, á Þór frá Akureyri.

Stjarnan komin í undanúrslit Lengjubikarsins

Stjarnan, sem komst óvænt inn í átta liða úrslit Lengjubikarsins í gær, er komið alla leið í undanúrslit keppninnar eftir 2-1 sigur á Val í átta liða úrslitum í dag.

Við Guðjón erum orðnir fullorðnir

Hafþór Ægir Vilhjálmsson segir það ekki vera neitt mál að spila undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar. Hafþór neitaði að spila undir hans stjórn árið 2006.

Lokaspretturinn í Lengjubikar karla - 8 liða úrslitin í vikunni

Það styttist óðum í fótboltasumarið. Lengjubikar karla er kominn á lokasprettinn og úrslitakeppnin hefst í vikunni. 8 liða úrslit keppninnar verða spiluð á miðvikudaginn og fimmtudaginn. Tveir leikjanna fara fram utanhúss og þar á meðal er leikur KR og FH á KR-vellinum á Sumardaginn fyrsta.

Verður á brattann að sækja í upphafi móts

Ásmundur Arnarsson, nýr þjálfari Fylkis, hefur staðið í ströngu á sínu fyrsta undirbúningstímabili með liðið. Meiðsli í leikmannahópnum hafa plagað liðið og hefur Fylkismönnum ekki gengið nógu vel í undirbúningsmótunum nú eftir áramót.

Fylkir samdi við írskan varnarmann

Írski varnarmaðurinn David Elebert gekk í dag til liðs við Fylki eftir að hafa staðist læknisskoðun nú síðdegis. Hann er 26 ára varnarmaður sem býr yfir talsverðri reynslu úr skosku úrvalsdeildinni.

Nýtt og betra "teppi“ í Garðabæinn

Þessa dagana er verið að leggja nýtt og betra gervigras á Stjörnuvöll í Garðabæ og er áætlað að völlurinn verði tilbúinn fyrir fyrsta heimaleik liðsins í Pepsi-deildinni í vor. Grasið er sagt uppfylla ströngustu kröfur.

Blikar semja við norskan sóknarmann

Breiðablik er búið að ná sér í sóknarmann fyrir sumarið en sá heitir Petar Rnkovic. Þetta er 33 ára gamall Norðmaður sem á ættir að rekja til Svartfjallalands.

Andri enn frá vegna meiðsla | Gunnar Már tæpur

Þó nokkuð er um forföll í leikmannahópi ÍBV þessa dagana en óvíst er hvenær fyrirliðinn Andri Ólafsson geti byrjað að spila á ný. Gunnar Már Guðmundsson meiddist nýlega en vonir eru bundnar við að hann geti náð fyrsta leik í Pepsi-deildinni.

Óvissa um framtíð Sverris

Óvíst er hvort að varnarmaðurinn Sverrir Garðarsson muni spila með ÍBV í sumar. Þjálfari ÍBV, Magnús Gylfason, segir mál hans í óvissu.

Guðmundur Reynir missir af tveimur fyrstu leikjum KR

Guðmundur Reynir Gunnarsson, leikmaður KR, mun að óbreyttu missa af fyrstu tveimur leikjum liðsins í Pepsi-deildinni í knattspyrnu í sumar. Guðmundur Reynir er í skiptinámi í Harvard í Bandaríkjunum og síðasta próf misserisins er 10. maí. Guðmundur á bókað flug heim daginn eftir.

19 ára stelpurnar úr leik - töpuðu naumt á móti Frökkum

Íslenska 19 ára landsliðinu í fótbolta tókst ekki að tryggja sér sæti í úrslitakeppnin EM en það var ljóst eftir 1-0 tap á móti Frökkum í lokaleik riðilsins í dag. Íslensku stelpurnar fengu eitt stig og enduðu í neðsta sæti í riðlinum. Rúmenar urðu efstir og tryggðu sér því sæti í úrslitakeppninni.

Stelpurnar komnar með bakið upp við vegg

Tap íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu gegn Belgíu í gærkvöldi breytti stöðu liðsins í undankeppninni til hins verra. Sigur hefði sett landsliðið í nokkuð afgerandi forystusæti en tapið þýðir að liðið má vart við að tapa stigum í þeim fjórum leikjum sem eftir eru.

Edda nær loksins 90. landsleiknum | 321 dagur frá síðasta leik

Edda Garðarsdóttir kemur aftur inn í íslenska landsliðið þegar liðið mætir Belgíu í undankeppni EM í kvöld en Edda hefur ekki spilað með liðnu í tíu mánuði og sextán daga vegna meiðsla á hné og er því búin að vera föst í 89 landsleikjum í langan tíma.

Edda í byrjunarliði Íslands gegn Belgíu

Edda Garðarsdóttir fer beint aftur inn í byrjunarlið Íslands eftir nokkra fjarveru vegna meiðsla. Ísland mætir Belgum ytra í undankeppni EM 2012 á morgun.

Sjá næstu 50 fréttir