Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Selfoss 3-1 Einar Njálsson á Vodafonevellinum skrifar 10. maí 2012 18:15 Mynd/Daníel Valur hafði betur gegn Selfossi 3-1 er liðin mættust á Vodafone vellinum í 2. umferð Pepsi deildarinnar í kvöld. Tvö mörk undir lok leiks tryggði Val öll stigin í ágætum leik. Selfyssingar sóttu talsvert meira en Valsarar, án þess að takast að brjóta á bak aftur vel skipulagða vörn þeirra. Ekki þurfti að bíða lengi eftir fyrsta markinu sem kom strax á 2. mínútu leiksins en þar var að verki Hörður Sveinsson eftir laglega fyrirgjöf Matarr Jobe. Eftir markið sóttu bæði lið til skiptis án þess að skapa sér hættuleg færi. Selfyssingar voru heldur meira með boltann á meðan Valsmenn lágu til baka. Seinni hálfleikur bauð upp á meiri skemmtun og hófst jafn fjörlega og sá fyrri. Jon Andre Royrane skoraði þá stórglæsilegt mark snemma leiks, hann tók knöttinn á lofti fyrir utan teig og beindi honum niður í fjærhornið, vel gert hjá þeim norska. Eftir þetta tvíefldust Selfyssingar og settu meiri pressu á vörn Valsara. Kristján Guðmundsson þjálfari Vals gerði þá breytingar sem höfðu töluvert að segja og batnaði spil liðsins til muna með innkomu Andra Stefánssonar og Matthíasar Guðmundssonar. Matthías skoraði annað mark Vals, skot hans utarlega í teignum fór í varnarmann og lak í netið. Í stöðunni 2-1 átti besti leikmaður Selfyssinga, Jón Daði Böðvarsson, hættulegasta færi þeirra í leiknum. Eftir góðan sprett átti hann skoti í samskeytin. Það var síðan besti maður leiksins, Rúnar Már S Sigurjónsson, sem kláraði leikinn fyrir heimamenn. Það gerði hann eftir sendingu frá Kolbeini Kárasyni sem einnig hafði komið inn á í seinni hálfleik. Kristján: Ánægðir með varamenninaMynd/Daníel"Það skipti miklu máli að ná fyrsta markinu og Selfyssingarnir fengu smá sjokk við að fá mark svona snemma á sig. Varnarleikur okkar var allt í lagi i dag eins og gegn Fram í síðasta leik en í sóknarleiknum vorum við ekki nógu góðir að halda boltanum." sagði Kristján Guðmundsson þjálfari Vals í leikslok. Kristján gerði þrjár breytingar sem má segja að hafa breytt leik liðsins til hins betra og létu allir þrír varamenn Valsara til sín taka. "Við erum mjög ánægðir með innkomu varamanna okkar, þeir komu ferskir inn í leikinn og þá fór þetta að ganga betur. Matthías sprengdi upp þennan leik ásamt Kolbeini og það var nákvæmlega það sem við vildum að þeir myndu gera ásamt Andra Fannari," sagði Kristján sáttur. Miðjumaðurinn sterki Haukur Páll lék ekki með vegna meiðsla í dag. "Það var ekki möguleiki að Haukur gæti spilað í dag og hann er ennþá spurningamerki fyrir næsta leik," sagði Kristján að lokum. Rúnar: Höfum trú á leikskipulaginuMynd/Daníel"Við vissum að þetta yrði erfitt. Selfoss er með hörkulið eins og það sýndi í fyrsta leiknum og við þurftum að mæta þeim eins og menn í dag. Við sýndum karakter eftir að hafa fengið þetta mark á okkur og sem betur fer náðum við að sigla þessum þrem stigum í hús," sagði Rúnar Már S Sigurjónsson besti maður vallarins eftir leikinn. "Við höfðum trú á þessu allan tímann og héldum í leikskipulagið. Við breyttum aldrei útaf og breyttum aldrei okkar leik. Við vitum að ef við höldum okkar og höfum trú á því sem við erum að gera að þá koma mörkin og varnarleikurinn smellur þá. "Leikskipulagið er búið að skila okkur sex stigum í byrjun tímabilsins en við erum með báða fætur á jörðinni og erum alveg rólegir," sagði Rúnar um góða byrjun Vals á leiktíðinni. Logi: Má ekki misstíga sig í þessari deildMynd/Daníel"Við vorum ekki byrjaðir þegar leikurinn hófst, þá vorum við ekki með og það er ekki hægt á móti svona liði. Það er erfitt að spila á móti Val í 0-0 stöðu en það er vatn á myllu leikskipulags Vals þegar þeir komast yfir og þá verður mjög erfitt við þá að eiga," sagði Logi Ólafsson þjálfari Selfoss í leikslok. "Við vöknuðum aðeins eftir að hafa fengið á okkur markið í byrjun og erum gera þokkalega hluti en mér fannst við vera mjög góðir áður og eftir að við skorum í byrjun seinni hálfleiks. Þangað til þeir komast yfir á 78. mínútu var ég ánægður með okkar leik en ég skrifa þriðja markið á ákefð okkar í að reyna að jafna leikinn. "Ég held að þetta hafi verið skemmtilegur leikur og við erum ánægðir með þennan kafla í leiknum þegar við vorum með hann í höndunum. Við erum með ágætis lið sem getur á góðum degi gert góða hluti og þetta skrifast svolítið á það að menn eru óvanir að spila í þessari deild. Það má ekkert misstíga sig í þessari deild, við gátum leyft okkur það í fyrra að vera pínu kærulausir en lið eins og Valur refsa eins og skot. "Við ætlum að taka það með okkur út úr þessum leik að við vorum að gera góða hluti lengstum í leiknum en það var sofandaháttur í tvígang sem orsakar tapði, ég vil taka þriðja markið út fyrir rammann á meðan," sagði Logi að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Valur hafði betur gegn Selfossi 3-1 er liðin mættust á Vodafone vellinum í 2. umferð Pepsi deildarinnar í kvöld. Tvö mörk undir lok leiks tryggði Val öll stigin í ágætum leik. Selfyssingar sóttu talsvert meira en Valsarar, án þess að takast að brjóta á bak aftur vel skipulagða vörn þeirra. Ekki þurfti að bíða lengi eftir fyrsta markinu sem kom strax á 2. mínútu leiksins en þar var að verki Hörður Sveinsson eftir laglega fyrirgjöf Matarr Jobe. Eftir markið sóttu bæði lið til skiptis án þess að skapa sér hættuleg færi. Selfyssingar voru heldur meira með boltann á meðan Valsmenn lágu til baka. Seinni hálfleikur bauð upp á meiri skemmtun og hófst jafn fjörlega og sá fyrri. Jon Andre Royrane skoraði þá stórglæsilegt mark snemma leiks, hann tók knöttinn á lofti fyrir utan teig og beindi honum niður í fjærhornið, vel gert hjá þeim norska. Eftir þetta tvíefldust Selfyssingar og settu meiri pressu á vörn Valsara. Kristján Guðmundsson þjálfari Vals gerði þá breytingar sem höfðu töluvert að segja og batnaði spil liðsins til muna með innkomu Andra Stefánssonar og Matthíasar Guðmundssonar. Matthías skoraði annað mark Vals, skot hans utarlega í teignum fór í varnarmann og lak í netið. Í stöðunni 2-1 átti besti leikmaður Selfyssinga, Jón Daði Böðvarsson, hættulegasta færi þeirra í leiknum. Eftir góðan sprett átti hann skoti í samskeytin. Það var síðan besti maður leiksins, Rúnar Már S Sigurjónsson, sem kláraði leikinn fyrir heimamenn. Það gerði hann eftir sendingu frá Kolbeini Kárasyni sem einnig hafði komið inn á í seinni hálfleik. Kristján: Ánægðir með varamenninaMynd/Daníel"Það skipti miklu máli að ná fyrsta markinu og Selfyssingarnir fengu smá sjokk við að fá mark svona snemma á sig. Varnarleikur okkar var allt í lagi i dag eins og gegn Fram í síðasta leik en í sóknarleiknum vorum við ekki nógu góðir að halda boltanum." sagði Kristján Guðmundsson þjálfari Vals í leikslok. Kristján gerði þrjár breytingar sem má segja að hafa breytt leik liðsins til hins betra og létu allir þrír varamenn Valsara til sín taka. "Við erum mjög ánægðir með innkomu varamanna okkar, þeir komu ferskir inn í leikinn og þá fór þetta að ganga betur. Matthías sprengdi upp þennan leik ásamt Kolbeini og það var nákvæmlega það sem við vildum að þeir myndu gera ásamt Andra Fannari," sagði Kristján sáttur. Miðjumaðurinn sterki Haukur Páll lék ekki með vegna meiðsla í dag. "Það var ekki möguleiki að Haukur gæti spilað í dag og hann er ennþá spurningamerki fyrir næsta leik," sagði Kristján að lokum. Rúnar: Höfum trú á leikskipulaginuMynd/Daníel"Við vissum að þetta yrði erfitt. Selfoss er með hörkulið eins og það sýndi í fyrsta leiknum og við þurftum að mæta þeim eins og menn í dag. Við sýndum karakter eftir að hafa fengið þetta mark á okkur og sem betur fer náðum við að sigla þessum þrem stigum í hús," sagði Rúnar Már S Sigurjónsson besti maður vallarins eftir leikinn. "Við höfðum trú á þessu allan tímann og héldum í leikskipulagið. Við breyttum aldrei útaf og breyttum aldrei okkar leik. Við vitum að ef við höldum okkar og höfum trú á því sem við erum að gera að þá koma mörkin og varnarleikurinn smellur þá. "Leikskipulagið er búið að skila okkur sex stigum í byrjun tímabilsins en við erum með báða fætur á jörðinni og erum alveg rólegir," sagði Rúnar um góða byrjun Vals á leiktíðinni. Logi: Má ekki misstíga sig í þessari deildMynd/Daníel"Við vorum ekki byrjaðir þegar leikurinn hófst, þá vorum við ekki með og það er ekki hægt á móti svona liði. Það er erfitt að spila á móti Val í 0-0 stöðu en það er vatn á myllu leikskipulags Vals þegar þeir komast yfir og þá verður mjög erfitt við þá að eiga," sagði Logi Ólafsson þjálfari Selfoss í leikslok. "Við vöknuðum aðeins eftir að hafa fengið á okkur markið í byrjun og erum gera þokkalega hluti en mér fannst við vera mjög góðir áður og eftir að við skorum í byrjun seinni hálfleiks. Þangað til þeir komast yfir á 78. mínútu var ég ánægður með okkar leik en ég skrifa þriðja markið á ákefð okkar í að reyna að jafna leikinn. "Ég held að þetta hafi verið skemmtilegur leikur og við erum ánægðir með þennan kafla í leiknum þegar við vorum með hann í höndunum. Við erum með ágætis lið sem getur á góðum degi gert góða hluti og þetta skrifast svolítið á það að menn eru óvanir að spila í þessari deild. Það má ekkert misstíga sig í þessari deild, við gátum leyft okkur það í fyrra að vera pínu kærulausir en lið eins og Valur refsa eins og skot. "Við ætlum að taka það með okkur út úr þessum leik að við vorum að gera góða hluti lengstum í leiknum en það var sofandaháttur í tvígang sem orsakar tapði, ég vil taka þriðja markið út fyrir rammann á meðan," sagði Logi að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira