Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 0-1 | Varnarsigur Valsmanna Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Laugardalsvelli skrifar 7. maí 2012 00:01 Mynd/Daníel Ásgeir Þór Ingólfsson tryggði Val 1-0 sigur á Fram þegar að fyrstu umferð Pepsi-deildar karla lauk á Laugardalsvellinum í kvöld. Ásgeir Þor skoraði markið í lok fyrri hálfleiks en Framarar voru þá búnir að fara illa með mörg góð færi í leiknum. Valsmenn lögðu svo höfuðáherslu á að verja forystuna í seinni hálfleik og komust á endanum upp með það - þó svo að Framarar hafi vissulega líka fengið tækifæri til að jafna metin þá. Framarar voru einfaldlega miklu sterkari aðilinn í fyrri hálfleik. Spiluðu vel sín á milli, náðu að byggja upp góðar sóknir og koma sér í efnileg færi. En þrátt fyrir fjölmargar marktilraunir rötuðu aðeins tvö skot á rammann allan leikinn. Steven Lennon for sérstaklega illa með færin sín í leiknum og hefði með réttu átt að skora í kvöld, helst oftar en einu sinni. Því hefur stundum verið fleygt fram að það sé gott að skora mark rétt undir lok fyrri hálfleiks og var það tilfellið í dag. Markið sló Framara út af laginu og voru þeir lengi að koma sér aftur almennilega í takt við leikinn í seinni hálfleik. Valsmenn voru ekki að taka neina sénsa og stilltu upp í þéttan varnarmúr. Þeir treystu svo á skyndisóknir og hefði Atli Heimisson, sem annars lét lítið af sér kveða í dag, getað skorað mark eftir eina slíka undir lok leiksins. Framarar geta þó ágætlega við unað, þrátt fyrir allt. Þeir eru með gott lið sem hefði vel getað skapað Valsmönnum mun meiri vandræði en þeir gerðu í þetta skiptið. Það eru þó Valsmenn sem standa uppi sem siguvegarar í kvöld. Þeir spiluðu inn á sína styrkleika í leiknum, vörðust vel og voru skipulagðir. Markið hans Ásgeirs var vissulega laglegt en annars var lítill slagkraftur í sóknarleik þeirra sem að óbreyttu mun koma þeim í koll síðar.Þorvaldur: Breytist allt í boltanum Þorvaldur Örlygsson var auðvitað óánægður með að hafa tapað leiknum í dag en gat verið sáttur við spilamennsku sinna manna. Það eina sem vantaði var að skora mörkin. „Ég er svo sem sáttur við spilamennskuna, færin sem við fengum og hvernig okkur tókst að fylgja leikskipulagi. En það eru mörkin sem telja eins og við vitum," sagði Þorvaldur. „Þeir náðu að loka á okkur eftir markið en við fengum samt nógu góð færi í seinni hálfleik sem við náðum ekki að nýta. Þeir áttu ekki mörg skot á markið í seinni hálfleik." „Það gekk í raun allt upp hjá okkur nema að skora mörkin. Við lögðum mikla vinnu á okkur en fáum ekkert úr því, sem eru vitanlega mikil vonbrigði." Valsmenn lögðu ríka áherslu á varnarleikinn í leiknum og kom það Þorvaldi ekki á óvart. „Þannig hefur það verið hjá þeim í allan vetur og lítið um spilamennsku hjá þeim. Þeir virðast hafa meiri áhuga á að „body-checka" eins og í gömlu daga í körfunni og handboltanum." „Mér finnst að dómarinn hefði mátt einbeita sér frekar að því en hvort að það hefði sést aðeins í hvítt í sokkunum," sagði Þorvaldur og vísaði til þess þegar að Hólmbert Aron Friðjónsson þurfti fara af velli til að skipta um sokka. „En dómarinn var góður í dag. Hann spjaldaði marga og var ferskur," bætti Þorvaldur við. Fram var lengi í gang síðasta sumar og Þorvaldur gaf lítið um vangaveltur hvort að eitthvað svipað yrði upp á teningnum nú. „Við erum rétt byrjaðir og þið skuluð gefa mér smá breik áður en við förum að ræða um hverjir verða reknir og ráðnir. Við skulum vakna fyrst í fyrramálið og þá getum við byrjað á því." „Það breytist allt í fótboltanum. Eins og Kaffibrúsakallarnir sögðu - þú segir tvö orð fyrir framan prestinn og þá ertu kvæntur. Svo segir þú tvö orð upp úr svefni og þá ertu skilinn," sagði hann í léttum dúr.Kristján: Unnum fyrir stigunum „Við erum mjög ánægðir með að hafa haldið hreinu. Við björguðum á línu og Sindri varði mjög vel í dauðafæri. Við börðumst vel, hlupum mikið og unnum fyrir stigunum," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Vals, eftir leikinn í kvöld. „Við áttum von á því að Fram yrði eitthvað meira með boltann. Engu að síður slógu meiðsli þeirra Hauks Páls og svo Rúnars í upphafi leiksins okkur út af laginu og hafði það sitt að segja - fyrri hálfleikurinn hjá okkur var langt undir meðallagi." „Svo í síðari hálfleik stigu fjórir fremstu mennirnir okkar upp og lönduðu þessu fyrir okkur með góðri vörn fremst á vellinum," bætti Kristján við. Sindri Snær Jensson var í markinu í kvöld og átti mjög góðan leik. Ásgeir Þór Magnússon var varamarkvörður í kvöld en þeir eru að bítast um sæti í byrjunarliðinu. „Þeir eru mjög jafnir og var virkilega erfitt að ákveða hvort ætti að byrja mótið. Við völdum Sindra og töldum hann tilbúinn í að byrja mótið í markinu okkar. Hann veit af Ásgeiri sem er tilbúinn í þetta. Við sjáum hvað verður."Guðjón Pétur: Leyfðum þeim að koma Guðjón Pétur Lýðsson átti mjög góðan leik á miðjunni hjá Val í kvöld og lagði til að mynda upp eina mark leiksins. „Við erum ánægðir með þetta - við vorum hundlélegir hér á þessum velli í fyrra og svöruðum fyrir það," sagði hann. „Mér fannst við lesa þeirra lið vel. Þeir eru með hraða sóknarmenn og við lágum til baka og leyfðum þeim að koma. Við fengum einna fæst mörk á okkur í deildinni í fyrra og við vitum að við erum með sterka vörn." „Við vorum þolinmóðir og biðum eftir þeim. Þeir náðu ekki að brjóta okkur. Þetta var kannski ekki fallegt en ég man ekki eftir leik í fyrstu umferð Íslandsmótsins þar sem var spilaður fallegur fótbolti. Okkur er því eiginlega alveg sama. Við erum sáttir við þetta." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Ásgeir Þór Ingólfsson tryggði Val 1-0 sigur á Fram þegar að fyrstu umferð Pepsi-deildar karla lauk á Laugardalsvellinum í kvöld. Ásgeir Þor skoraði markið í lok fyrri hálfleiks en Framarar voru þá búnir að fara illa með mörg góð færi í leiknum. Valsmenn lögðu svo höfuðáherslu á að verja forystuna í seinni hálfleik og komust á endanum upp með það - þó svo að Framarar hafi vissulega líka fengið tækifæri til að jafna metin þá. Framarar voru einfaldlega miklu sterkari aðilinn í fyrri hálfleik. Spiluðu vel sín á milli, náðu að byggja upp góðar sóknir og koma sér í efnileg færi. En þrátt fyrir fjölmargar marktilraunir rötuðu aðeins tvö skot á rammann allan leikinn. Steven Lennon for sérstaklega illa með færin sín í leiknum og hefði með réttu átt að skora í kvöld, helst oftar en einu sinni. Því hefur stundum verið fleygt fram að það sé gott að skora mark rétt undir lok fyrri hálfleiks og var það tilfellið í dag. Markið sló Framara út af laginu og voru þeir lengi að koma sér aftur almennilega í takt við leikinn í seinni hálfleik. Valsmenn voru ekki að taka neina sénsa og stilltu upp í þéttan varnarmúr. Þeir treystu svo á skyndisóknir og hefði Atli Heimisson, sem annars lét lítið af sér kveða í dag, getað skorað mark eftir eina slíka undir lok leiksins. Framarar geta þó ágætlega við unað, þrátt fyrir allt. Þeir eru með gott lið sem hefði vel getað skapað Valsmönnum mun meiri vandræði en þeir gerðu í þetta skiptið. Það eru þó Valsmenn sem standa uppi sem siguvegarar í kvöld. Þeir spiluðu inn á sína styrkleika í leiknum, vörðust vel og voru skipulagðir. Markið hans Ásgeirs var vissulega laglegt en annars var lítill slagkraftur í sóknarleik þeirra sem að óbreyttu mun koma þeim í koll síðar.Þorvaldur: Breytist allt í boltanum Þorvaldur Örlygsson var auðvitað óánægður með að hafa tapað leiknum í dag en gat verið sáttur við spilamennsku sinna manna. Það eina sem vantaði var að skora mörkin. „Ég er svo sem sáttur við spilamennskuna, færin sem við fengum og hvernig okkur tókst að fylgja leikskipulagi. En það eru mörkin sem telja eins og við vitum," sagði Þorvaldur. „Þeir náðu að loka á okkur eftir markið en við fengum samt nógu góð færi í seinni hálfleik sem við náðum ekki að nýta. Þeir áttu ekki mörg skot á markið í seinni hálfleik." „Það gekk í raun allt upp hjá okkur nema að skora mörkin. Við lögðum mikla vinnu á okkur en fáum ekkert úr því, sem eru vitanlega mikil vonbrigði." Valsmenn lögðu ríka áherslu á varnarleikinn í leiknum og kom það Þorvaldi ekki á óvart. „Þannig hefur það verið hjá þeim í allan vetur og lítið um spilamennsku hjá þeim. Þeir virðast hafa meiri áhuga á að „body-checka" eins og í gömlu daga í körfunni og handboltanum." „Mér finnst að dómarinn hefði mátt einbeita sér frekar að því en hvort að það hefði sést aðeins í hvítt í sokkunum," sagði Þorvaldur og vísaði til þess þegar að Hólmbert Aron Friðjónsson þurfti fara af velli til að skipta um sokka. „En dómarinn var góður í dag. Hann spjaldaði marga og var ferskur," bætti Þorvaldur við. Fram var lengi í gang síðasta sumar og Þorvaldur gaf lítið um vangaveltur hvort að eitthvað svipað yrði upp á teningnum nú. „Við erum rétt byrjaðir og þið skuluð gefa mér smá breik áður en við förum að ræða um hverjir verða reknir og ráðnir. Við skulum vakna fyrst í fyrramálið og þá getum við byrjað á því." „Það breytist allt í fótboltanum. Eins og Kaffibrúsakallarnir sögðu - þú segir tvö orð fyrir framan prestinn og þá ertu kvæntur. Svo segir þú tvö orð upp úr svefni og þá ertu skilinn," sagði hann í léttum dúr.Kristján: Unnum fyrir stigunum „Við erum mjög ánægðir með að hafa haldið hreinu. Við björguðum á línu og Sindri varði mjög vel í dauðafæri. Við börðumst vel, hlupum mikið og unnum fyrir stigunum," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Vals, eftir leikinn í kvöld. „Við áttum von á því að Fram yrði eitthvað meira með boltann. Engu að síður slógu meiðsli þeirra Hauks Páls og svo Rúnars í upphafi leiksins okkur út af laginu og hafði það sitt að segja - fyrri hálfleikurinn hjá okkur var langt undir meðallagi." „Svo í síðari hálfleik stigu fjórir fremstu mennirnir okkar upp og lönduðu þessu fyrir okkur með góðri vörn fremst á vellinum," bætti Kristján við. Sindri Snær Jensson var í markinu í kvöld og átti mjög góðan leik. Ásgeir Þór Magnússon var varamarkvörður í kvöld en þeir eru að bítast um sæti í byrjunarliðinu. „Þeir eru mjög jafnir og var virkilega erfitt að ákveða hvort ætti að byrja mótið. Við völdum Sindra og töldum hann tilbúinn í að byrja mótið í markinu okkar. Hann veit af Ásgeiri sem er tilbúinn í þetta. Við sjáum hvað verður."Guðjón Pétur: Leyfðum þeim að koma Guðjón Pétur Lýðsson átti mjög góðan leik á miðjunni hjá Val í kvöld og lagði til að mynda upp eina mark leiksins. „Við erum ánægðir með þetta - við vorum hundlélegir hér á þessum velli í fyrra og svöruðum fyrir það," sagði hann. „Mér fannst við lesa þeirra lið vel. Þeir eru með hraða sóknarmenn og við lágum til baka og leyfðum þeim að koma. Við fengum einna fæst mörk á okkur í deildinni í fyrra og við vitum að við erum með sterka vörn." „Við vorum þolinmóðir og biðum eftir þeim. Þeir náðu ekki að brjóta okkur. Þetta var kannski ekki fallegt en ég man ekki eftir leik í fyrstu umferð Íslandsmótsins þar sem var spilaður fallegur fótbolti. Okkur er því eiginlega alveg sama. Við erum sáttir við þetta."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira