Sá fram á að fá fleiri tækifæri í KR Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. maí 2012 06:00 Emil er tæplega 190 sentimetrar á hæð og afar sterkur skallamaður. Mynd/Vilhelm Það tók hinn bráðefnilega Emil Atlason aðeins tólf mínútur að stimpla sig inn í Pepsi-deildina. Hann skallaði þá boltann laglega í netið fyrir KR gegn Stjörnunni og kom þeim í 1-0. Leiknum lyktaði með jafntefli 2-2. „Það var gaman að skora. Ég get ekki neitað því. Það hefði samt verið enn skemmtilegra ef markið hefði skilað þremur stigum," sagði Emil hógvær við Fréttablaðið. Skallatækni hans kom mörgum kunnuglega fyrir sjónir enda taktarnir ekki ósvipaðir þeim hjá karli föður hans, Atla Eðvaldssyni. „Ég hef heyrt það nokkrum sinnum áður að við sköllum eins. Pabbi var á vellinum í gær og hefur örugglega sagt svona tíu sögur um að hann hafi kennt mér að skalla," sagði Emil léttur. „Ég fékk ekkert að vita nema þegar ég mætti í leikinn að ég væri í byrjunarliðinu. Ég undirbý mig alltaf eins og ég sé að fara að spila og því var ég tilbúinn." Þessi skemmtilegi knattspyrnumaður er uppalinn hjá FH og það vakti því nokkra eftirtekt er hann ákvað að söðla um og ganga í raðir KR í febrúar síðastliðnum. FH hefur verið þekkt fyrir sitt rómaða unglingastarf og ekki oft sem liðið missir efnilega leikmenn á þessum aldri til samkeppnisaðilanna. „Mér bauðst tækifæri til þess að æfa með KR sem og Fram. Ég tók báðum boðum en leist betur á KR. Ég taldi mig eiga meiri möguleika á að fá að spila hjá KR en hjá FH," sagði Emil um ástæður þess að hann ákvað að söðla um. „Það var samt erfitt að yfirgefa uppeldisfélagið. Ég vildi samt reyna eitthvað nýtt og takmarkið hjá mér í sumar var að vinna mig inn í liðið hjá KR og fá tækifæri. Mér líður vel í KR og það er æðislegt þar. Þjálfarateymið frábært og ekki yfir neinu að kvarta." Hann segist aðeins hafa fengið að heyra það frá félögum sínum er hann ákvað að fara úr FH í KR. „Þeir segja ekki mikið eftir markið. Ég hlýt að hafa þaggað eitthvað niður í þeim núna." Emil nemur við Flensborgarskólann í Hafnarfirði og hann slapp ekkert við að mæta í stærðfræðipróf daginn eftir leik. Hann hefði eflaust kosið betri undirbúning fyrir prófið en að spila knattspyrnuleik. „Prófið gekk svona þokkalega en það var erfitt að læra daginn fyrir próf. Ég er nú samt vongóður um að hafa náð prófinu. Það verður samt líklega á mörkunum," sagði Hafnfirðingurinn sem á eflaust eftir að láta meira að sér kveða. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Það tók hinn bráðefnilega Emil Atlason aðeins tólf mínútur að stimpla sig inn í Pepsi-deildina. Hann skallaði þá boltann laglega í netið fyrir KR gegn Stjörnunni og kom þeim í 1-0. Leiknum lyktaði með jafntefli 2-2. „Það var gaman að skora. Ég get ekki neitað því. Það hefði samt verið enn skemmtilegra ef markið hefði skilað þremur stigum," sagði Emil hógvær við Fréttablaðið. Skallatækni hans kom mörgum kunnuglega fyrir sjónir enda taktarnir ekki ósvipaðir þeim hjá karli föður hans, Atla Eðvaldssyni. „Ég hef heyrt það nokkrum sinnum áður að við sköllum eins. Pabbi var á vellinum í gær og hefur örugglega sagt svona tíu sögur um að hann hafi kennt mér að skalla," sagði Emil léttur. „Ég fékk ekkert að vita nema þegar ég mætti í leikinn að ég væri í byrjunarliðinu. Ég undirbý mig alltaf eins og ég sé að fara að spila og því var ég tilbúinn." Þessi skemmtilegi knattspyrnumaður er uppalinn hjá FH og það vakti því nokkra eftirtekt er hann ákvað að söðla um og ganga í raðir KR í febrúar síðastliðnum. FH hefur verið þekkt fyrir sitt rómaða unglingastarf og ekki oft sem liðið missir efnilega leikmenn á þessum aldri til samkeppnisaðilanna. „Mér bauðst tækifæri til þess að æfa með KR sem og Fram. Ég tók báðum boðum en leist betur á KR. Ég taldi mig eiga meiri möguleika á að fá að spila hjá KR en hjá FH," sagði Emil um ástæður þess að hann ákvað að söðla um. „Það var samt erfitt að yfirgefa uppeldisfélagið. Ég vildi samt reyna eitthvað nýtt og takmarkið hjá mér í sumar var að vinna mig inn í liðið hjá KR og fá tækifæri. Mér líður vel í KR og það er æðislegt þar. Þjálfarateymið frábært og ekki yfir neinu að kvarta." Hann segist aðeins hafa fengið að heyra það frá félögum sínum er hann ákvað að fara úr FH í KR. „Þeir segja ekki mikið eftir markið. Ég hlýt að hafa þaggað eitthvað niður í þeim núna." Emil nemur við Flensborgarskólann í Hafnarfirði og hann slapp ekkert við að mæta í stærðfræðipróf daginn eftir leik. Hann hefði eflaust kosið betri undirbúning fyrir prófið en að spila knattspyrnuleik. „Prófið gekk svona þokkalega en það var erfitt að læra daginn fyrir próf. Ég er nú samt vongóður um að hafa náð prófinu. Það verður samt líklega á mörkunum," sagði Hafnfirðingurinn sem á eflaust eftir að láta meira að sér kveða.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira