Sá fram á að fá fleiri tækifæri í KR Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. maí 2012 06:00 Emil er tæplega 190 sentimetrar á hæð og afar sterkur skallamaður. Mynd/Vilhelm Það tók hinn bráðefnilega Emil Atlason aðeins tólf mínútur að stimpla sig inn í Pepsi-deildina. Hann skallaði þá boltann laglega í netið fyrir KR gegn Stjörnunni og kom þeim í 1-0. Leiknum lyktaði með jafntefli 2-2. „Það var gaman að skora. Ég get ekki neitað því. Það hefði samt verið enn skemmtilegra ef markið hefði skilað þremur stigum," sagði Emil hógvær við Fréttablaðið. Skallatækni hans kom mörgum kunnuglega fyrir sjónir enda taktarnir ekki ósvipaðir þeim hjá karli föður hans, Atla Eðvaldssyni. „Ég hef heyrt það nokkrum sinnum áður að við sköllum eins. Pabbi var á vellinum í gær og hefur örugglega sagt svona tíu sögur um að hann hafi kennt mér að skalla," sagði Emil léttur. „Ég fékk ekkert að vita nema þegar ég mætti í leikinn að ég væri í byrjunarliðinu. Ég undirbý mig alltaf eins og ég sé að fara að spila og því var ég tilbúinn." Þessi skemmtilegi knattspyrnumaður er uppalinn hjá FH og það vakti því nokkra eftirtekt er hann ákvað að söðla um og ganga í raðir KR í febrúar síðastliðnum. FH hefur verið þekkt fyrir sitt rómaða unglingastarf og ekki oft sem liðið missir efnilega leikmenn á þessum aldri til samkeppnisaðilanna. „Mér bauðst tækifæri til þess að æfa með KR sem og Fram. Ég tók báðum boðum en leist betur á KR. Ég taldi mig eiga meiri möguleika á að fá að spila hjá KR en hjá FH," sagði Emil um ástæður þess að hann ákvað að söðla um. „Það var samt erfitt að yfirgefa uppeldisfélagið. Ég vildi samt reyna eitthvað nýtt og takmarkið hjá mér í sumar var að vinna mig inn í liðið hjá KR og fá tækifæri. Mér líður vel í KR og það er æðislegt þar. Þjálfarateymið frábært og ekki yfir neinu að kvarta." Hann segist aðeins hafa fengið að heyra það frá félögum sínum er hann ákvað að fara úr FH í KR. „Þeir segja ekki mikið eftir markið. Ég hlýt að hafa þaggað eitthvað niður í þeim núna." Emil nemur við Flensborgarskólann í Hafnarfirði og hann slapp ekkert við að mæta í stærðfræðipróf daginn eftir leik. Hann hefði eflaust kosið betri undirbúning fyrir prófið en að spila knattspyrnuleik. „Prófið gekk svona þokkalega en það var erfitt að læra daginn fyrir próf. Ég er nú samt vongóður um að hafa náð prófinu. Það verður samt líklega á mörkunum," sagði Hafnfirðingurinn sem á eflaust eftir að láta meira að sér kveða. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Sjá meira
Það tók hinn bráðefnilega Emil Atlason aðeins tólf mínútur að stimpla sig inn í Pepsi-deildina. Hann skallaði þá boltann laglega í netið fyrir KR gegn Stjörnunni og kom þeim í 1-0. Leiknum lyktaði með jafntefli 2-2. „Það var gaman að skora. Ég get ekki neitað því. Það hefði samt verið enn skemmtilegra ef markið hefði skilað þremur stigum," sagði Emil hógvær við Fréttablaðið. Skallatækni hans kom mörgum kunnuglega fyrir sjónir enda taktarnir ekki ósvipaðir þeim hjá karli föður hans, Atla Eðvaldssyni. „Ég hef heyrt það nokkrum sinnum áður að við sköllum eins. Pabbi var á vellinum í gær og hefur örugglega sagt svona tíu sögur um að hann hafi kennt mér að skalla," sagði Emil léttur. „Ég fékk ekkert að vita nema þegar ég mætti í leikinn að ég væri í byrjunarliðinu. Ég undirbý mig alltaf eins og ég sé að fara að spila og því var ég tilbúinn." Þessi skemmtilegi knattspyrnumaður er uppalinn hjá FH og það vakti því nokkra eftirtekt er hann ákvað að söðla um og ganga í raðir KR í febrúar síðastliðnum. FH hefur verið þekkt fyrir sitt rómaða unglingastarf og ekki oft sem liðið missir efnilega leikmenn á þessum aldri til samkeppnisaðilanna. „Mér bauðst tækifæri til þess að æfa með KR sem og Fram. Ég tók báðum boðum en leist betur á KR. Ég taldi mig eiga meiri möguleika á að fá að spila hjá KR en hjá FH," sagði Emil um ástæður þess að hann ákvað að söðla um. „Það var samt erfitt að yfirgefa uppeldisfélagið. Ég vildi samt reyna eitthvað nýtt og takmarkið hjá mér í sumar var að vinna mig inn í liðið hjá KR og fá tækifæri. Mér líður vel í KR og það er æðislegt þar. Þjálfarateymið frábært og ekki yfir neinu að kvarta." Hann segist aðeins hafa fengið að heyra það frá félögum sínum er hann ákvað að fara úr FH í KR. „Þeir segja ekki mikið eftir markið. Ég hlýt að hafa þaggað eitthvað niður í þeim núna." Emil nemur við Flensborgarskólann í Hafnarfirði og hann slapp ekkert við að mæta í stærðfræðipróf daginn eftir leik. Hann hefði eflaust kosið betri undirbúning fyrir prófið en að spila knattspyrnuleik. „Prófið gekk svona þokkalega en það var erfitt að læra daginn fyrir próf. Ég er nú samt vongóður um að hafa náð prófinu. Það verður samt líklega á mörkunum," sagði Hafnfirðingurinn sem á eflaust eftir að láta meira að sér kveða.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Sjá meira