Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - KR - 3-2 Stefán Árni Pálsson á Akranesvelli skrifar 10. maí 2012 13:45 Mynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson Nýliðarnir frá Akranesi halda áfram að spila vel og gerðu sér lítið fyrir og unnu Íslandsmeistara KR, 3-2, á heimavelli í kvöld. Frábær fimm marka leikur og Skagamenn eru greinilega til alls líklegir í sumar. KR-ingar voru ívið sterkari til að byrja með og ákveðnir í öllum sínum aðgerðum. Skagamenn virkuðu örlítið úr takti og héldu bolta illa. KR-ingar létu boltann ganga vel á milli sín og náðu að opna vörn Skagamanna oft á tíðum illa. Eftir rúmlega tíu mínútna leik kom fyrsta mark leiksins þegar Þorsteinn Már Ragnarsson, leikmaður KR, stimplaði sig inn í KR liðið með fyrsta marki sínu í efstu deild karla. Óskar Örn Hauksson, leikmaður KR, átti frábæra stungusendingu inn fyrir vörn ÍA, Þorsteinn tók vel á móti boltanum og skaut knettinum laglega í netið. KR-ingar tóku öll völdin á vellinum næstu mínútur en þegar leið á fyrri hálfleikinn komust heimamenn meira og meira í takt við leikinn. Fimm mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks fengu Skagamenn aukaspyrnu á góðum stað, fínt færi fyrir Jóhannes Karl Guðjónsson, en hann gerði sér lítið fyrir og þrumaði boltanum í samskeytin. Staðan var því 1-1 í hálfleik. Skagamenn byrjuðu seinni hálfleikinn frábærlega og skoruðu sitt annað mark eftir aðeins nokkrar mínútur. Andri Adolphsson átti frábæra fyrirgjöf inn í vítateig KR-inga þar sem Arnar Már Guðjónsson var mættur og stýrði boltanum í netið. Heimamenn allt í einu komnir yfir. Skagamenn voru sterkari næstu mínútum og alveg eins líklegir til að bæta við öðru marki. KR-ingar gáfust samt sem áður aldrei upp og reyndu allt sem þeir gátu til að jafna metin. Þegar um fimmtán mínútur voru eftir af leiknum kom jöfnunarmarkið þegar Kjartan Henry Finnbogason skoraði frábært mark með skalla. Óskar Örn Hauksson átti gjörsamlega stórkostlega sendingu inn í vítateig Skagamanna þar sem Kjartan stangaði boltann í netið. Gary Martin, leikmaður ÍA, kórónaði frábæran leik sinn þegar lítið var eftir af leiknum þegar hann tryggði ÍA öll stigin þrjú. Þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum átti Dean martin frábæra stungusendingu inn fyrir vörn KR. Hannes Þór Halldórsson, markvörður KR, fór út í einkennilegt úthlaup sem Gary Martin nýtti sér og vippaði boltanum yfir Hannes og í netið. Skagamenn unnu því frábæran sigur og því með sex stig eftir tvær umferðir. Þórður: Ég bjóst alveg eins við þessuMynd/Pjetur„Þetta var frábær sigur og ég bjóst alveg við þessu," sagði Þórður Þórðarson, þjálfari ÍA, eftir sigurinn í kvöld. „Við fáum á okkur tuttugu hornspyrnur sem er ótrúlegt og vorum í miklum vandræðum með þá í fyrri hálfleiknum. KR-ingar voru fyrsti í nánast alla bolta til að byrja með. Við vorum heilt yfir betri aðilinn í síðari hálfleiknum." „Það sem ég er sérstaklega ánægður með er að við höldum alltaf áfram í leiknum og höfum greinilega trú á því sem við erum að gera." „KR er með frábært lið og með fína leikmenn í öllum stöðum og því er þetta flottur árangur en núna horfum við bara fram á þriðjudag þegar við mætum Fylki." Kjartan: Við vorum betri en þeir skoruði fleiri mörkMynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson„Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá fannst mér við miklum betri aðilinn í kvöld," sagði Kjartan Henry Finnbogason, leikmaður KR, eftir tapið í kvöld. „Það er aftur á móti ekki spurt að því í fótbolta. Við sváfum á verðinum í lokin og það varð okkur að falli. Jói Kalli skoraði auðvita frábært mark en mér fannst aukaspyrnan frekar væg sem hann fékk. Þeir skoruðu bara fleiri mörk en við í kvöld og mörk vinna víst fótboltaleiki." KR-ingar hafa aðeins náð í eitt stig eftir tvær umferðir sem er nokkuð undir væntingum í vesturbænum. „Það er ekki nægilega gott en Skagamenn eru með frábært lið og eiga svo sannarlega skilið að vera í deild þeirra bestu.Við verðum að halda einbeitingu í 90 mínútur og gera ekki svona barnaleg mistök eins og sáust í kvöld, þá fer þetta að ganga betur." Gary Martin: Það er heiður að vera í þessari deildMynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson„Þetta var magnaður leikur og maður sér greinilega af hverju þetta lið er Íslandsmeistarar," sagði Gary Martin, hetja Skagamanna, eftir leikinn í kvöld. „Það er bara heiður að vera komin í efstu deild. Það er mikill munur liðnum í efstu deildinni og í deildinni sem við lékum í á síðasta tímabili. Það eru frábærir leikmenn í KR-liðinu eins og Óskar Örn, Bjarni og Kjartan Henry og því var þessi sigur magnaður af okkar hálfu." Jóhannes Karl Guðjónsson skoraði frábært mark beint úr aukaspyrnu í kvöld en Gary vildi meina að hann hefði átt að taka spyrnuna. „Hann var búinn að setja eitt skot í slána og ég reifst aðeins við hann um að taka spyrnuna, en hann gaf sig ekkert, sem betur fer kannski." Gary Martin skoraði sigurmark leiksins eftir mikinn darraðardans í vörn KR-inga. „Ég heyrði að varnarmennirnir voru í vandræðum hvað ætti að gera við boltann og skyldu kannski ekki alveg hvorn annan. Þetta varð ég að nýta mér og lyfti boltanum yfir markmanninn." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Nýliðarnir frá Akranesi halda áfram að spila vel og gerðu sér lítið fyrir og unnu Íslandsmeistara KR, 3-2, á heimavelli í kvöld. Frábær fimm marka leikur og Skagamenn eru greinilega til alls líklegir í sumar. KR-ingar voru ívið sterkari til að byrja með og ákveðnir í öllum sínum aðgerðum. Skagamenn virkuðu örlítið úr takti og héldu bolta illa. KR-ingar létu boltann ganga vel á milli sín og náðu að opna vörn Skagamanna oft á tíðum illa. Eftir rúmlega tíu mínútna leik kom fyrsta mark leiksins þegar Þorsteinn Már Ragnarsson, leikmaður KR, stimplaði sig inn í KR liðið með fyrsta marki sínu í efstu deild karla. Óskar Örn Hauksson, leikmaður KR, átti frábæra stungusendingu inn fyrir vörn ÍA, Þorsteinn tók vel á móti boltanum og skaut knettinum laglega í netið. KR-ingar tóku öll völdin á vellinum næstu mínútur en þegar leið á fyrri hálfleikinn komust heimamenn meira og meira í takt við leikinn. Fimm mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks fengu Skagamenn aukaspyrnu á góðum stað, fínt færi fyrir Jóhannes Karl Guðjónsson, en hann gerði sér lítið fyrir og þrumaði boltanum í samskeytin. Staðan var því 1-1 í hálfleik. Skagamenn byrjuðu seinni hálfleikinn frábærlega og skoruðu sitt annað mark eftir aðeins nokkrar mínútur. Andri Adolphsson átti frábæra fyrirgjöf inn í vítateig KR-inga þar sem Arnar Már Guðjónsson var mættur og stýrði boltanum í netið. Heimamenn allt í einu komnir yfir. Skagamenn voru sterkari næstu mínútum og alveg eins líklegir til að bæta við öðru marki. KR-ingar gáfust samt sem áður aldrei upp og reyndu allt sem þeir gátu til að jafna metin. Þegar um fimmtán mínútur voru eftir af leiknum kom jöfnunarmarkið þegar Kjartan Henry Finnbogason skoraði frábært mark með skalla. Óskar Örn Hauksson átti gjörsamlega stórkostlega sendingu inn í vítateig Skagamanna þar sem Kjartan stangaði boltann í netið. Gary Martin, leikmaður ÍA, kórónaði frábæran leik sinn þegar lítið var eftir af leiknum þegar hann tryggði ÍA öll stigin þrjú. Þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum átti Dean martin frábæra stungusendingu inn fyrir vörn KR. Hannes Þór Halldórsson, markvörður KR, fór út í einkennilegt úthlaup sem Gary Martin nýtti sér og vippaði boltanum yfir Hannes og í netið. Skagamenn unnu því frábæran sigur og því með sex stig eftir tvær umferðir. Þórður: Ég bjóst alveg eins við þessuMynd/Pjetur„Þetta var frábær sigur og ég bjóst alveg við þessu," sagði Þórður Þórðarson, þjálfari ÍA, eftir sigurinn í kvöld. „Við fáum á okkur tuttugu hornspyrnur sem er ótrúlegt og vorum í miklum vandræðum með þá í fyrri hálfleiknum. KR-ingar voru fyrsti í nánast alla bolta til að byrja með. Við vorum heilt yfir betri aðilinn í síðari hálfleiknum." „Það sem ég er sérstaklega ánægður með er að við höldum alltaf áfram í leiknum og höfum greinilega trú á því sem við erum að gera." „KR er með frábært lið og með fína leikmenn í öllum stöðum og því er þetta flottur árangur en núna horfum við bara fram á þriðjudag þegar við mætum Fylki." Kjartan: Við vorum betri en þeir skoruði fleiri mörkMynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson„Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá fannst mér við miklum betri aðilinn í kvöld," sagði Kjartan Henry Finnbogason, leikmaður KR, eftir tapið í kvöld. „Það er aftur á móti ekki spurt að því í fótbolta. Við sváfum á verðinum í lokin og það varð okkur að falli. Jói Kalli skoraði auðvita frábært mark en mér fannst aukaspyrnan frekar væg sem hann fékk. Þeir skoruðu bara fleiri mörk en við í kvöld og mörk vinna víst fótboltaleiki." KR-ingar hafa aðeins náð í eitt stig eftir tvær umferðir sem er nokkuð undir væntingum í vesturbænum. „Það er ekki nægilega gott en Skagamenn eru með frábært lið og eiga svo sannarlega skilið að vera í deild þeirra bestu.Við verðum að halda einbeitingu í 90 mínútur og gera ekki svona barnaleg mistök eins og sáust í kvöld, þá fer þetta að ganga betur." Gary Martin: Það er heiður að vera í þessari deildMynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson„Þetta var magnaður leikur og maður sér greinilega af hverju þetta lið er Íslandsmeistarar," sagði Gary Martin, hetja Skagamanna, eftir leikinn í kvöld. „Það er bara heiður að vera komin í efstu deild. Það er mikill munur liðnum í efstu deildinni og í deildinni sem við lékum í á síðasta tímabili. Það eru frábærir leikmenn í KR-liðinu eins og Óskar Örn, Bjarni og Kjartan Henry og því var þessi sigur magnaður af okkar hálfu." Jóhannes Karl Guðjónsson skoraði frábært mark beint úr aukaspyrnu í kvöld en Gary vildi meina að hann hefði átt að taka spyrnuna. „Hann var búinn að setja eitt skot í slána og ég reifst aðeins við hann um að taka spyrnuna, en hann gaf sig ekkert, sem betur fer kannski." Gary Martin skoraði sigurmark leiksins eftir mikinn darraðardans í vörn KR-inga. „Ég heyrði að varnarmennirnir voru í vandræðum hvað ætti að gera við boltann og skyldu kannski ekki alveg hvorn annan. Þetta varð ég að nýta mér og lyfti boltanum yfir markmanninn."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira