Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Fram 1-0 Benedikt Grétarsson í Kaplakrika skrifar 10. maí 2012 13:26 mynd/stefán Atli Guðnason tryggði FH-ingum 1-0 sigur á Fram í 2. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld. Sigurmark Atla kom átta mínútum fyrir leikslok og Framarar eru því stigalausir eftir fyrstu tvo leikina. Gestirnir úr Safamýrinni voru sprækari á upphafsmínútum leiksins en án þess þó að skapa sér hættuleg færi. Þeir komu reyndar boltanum í mark FH-inga eftir 15 mínútur en það var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. FH-ingar voru rólegir í tíðinni og náðu helst að ógna í gegnum tilburði þeirra nafna, Atla Guðnasonar og Atla Viðars Björnssonar. Markalaust í hálfleik og frekar daufur leikur enn sem komið var. Seinni hálfleikur byrjaði á sömu nótunum og það var fátt sem benti til þess að liðunum tækist að brjóta ísinn og setja boltann í netið. Mjög góður kafli heimamanna þegar rúmlega 10 mínútur voru eftir af leiknum kveikti þó vonir í hjörtum stuðningsmanna þeirra og það var svo fyrrnefndur Atli Guðnason sem skoraði sigurmark FH eftir ágæta fyrirgjöf Guðjóns frá hægri kantinum. Atli stakk sér fram fyrir varnarmenn Framara og stýrði boltanum óverjandi framhjá Ögmundi í markinu. Leikurinn dó út eftir þetta og Framarar virtust aldrei líklegir til þess að jafna metin. FH-ingar voru nokkuð seinir í gang en góður kafli þeirra á ögurstundu skilaði dýrmætum stigum í hús. Varnarlínan var traust allan leikinn og Björn Daníel spilaði vel á miðsvæðinu. Atlarnir tveir voru líflegir og það er alltaf gott að eiga slíka ása upp í erminni. Framarar áttu ágætis kafla inn á milli en það hlýtur að valda Þorvaldi Örlygssyni, þjálfara Fram,áhyggjum hversu bitlausir hans menn eru í sókninni. Steven Lennon hefur ekki náð að fylgja eftir frábæru undirbúningstímabili og það hlýtur að vera forgangsatriði í Safamýrinni að koma honum í gang sem allra fyrst. Heimir Guðjónsson: Þetta eiga vængmenn að geraMynd/Daníel„Þetta var fínn sigur og sanngjarn fannst mér. Þetta var svo sem enginn sambabolti sem boðið var upp á en við fengum þrjú stig. Besta mál," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH. Bæði lið fóru sér hægt í fyrri hálfleik og fátt um færi. „Það er oft ágætt að hafa þolinmæðina að leiðarljósi og við gerðum það. Við náðum að spila boltanum betur í seinni hálfleik en þeim fyrri sem dugði," sagði Heimir. Atli Guðnason skoraði eina mark leiksins og var Heimir ánægður með hans framtak. „Þetta er það sem vængmenn eiga að gera þegar boltinn kemur inn á teig. Stinga sér fram fyrir varnarmennina. Hann gerði það vel og kláraði þetta," sagði Heimir og neitaði því að hann hefði verið farinn að ókyrrast í hálfleik. Liðið gerði óvænt jafntefli gegn Grindavík á heimavelli í fyrstu umferð en liðið hefur farið flatt á því að byrja tímabilið illa undanfarin ár. „Alls ekki. Við vissum að við þyrftum ekki að bæta okkar leik mikið til að skapa betri færi. Við gerðum það og það er jákvætt," sagði Heimir. Þorvaldur Örlygsson: Leikur okkar í heild sinni mjög góðurMynd/Daníel„Leikur okkar í heild sinni var mjög góður. Við vorum betri aðilinn meiri part fyrri hálfleiksins. Þeir fá fyrsta horn sitt í síðari hálfleik og voru ekki að skapa sér mörg færi. Við vorum betri aðilinn í dag en mörkin telja," sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Framara, sáttur við spilamennskuna en svekktur með niðurstöðuna. Frömurum gekk illa að skapa sér færi í leiknum og féllu neðar á völlinn í síðari hálfleik. „Eins og þú sást vorum við framar á vellinum í fyrri hálfleik og vorum að fá færi. Leikurinn þróast þannig að liðin eru að sigla á miðjusvæðinu og fá færi hjá báðum liðum. Þrátt fyrir það fengum við hornspyrnur og hálffæri til að koma okkur í betri færi. Það voru hins vegar fá færi hjá báðum liðum í seinni hálfleik," sagði Þorvaldur. Heitasti leikmaður undirbúningstímabilsins, Steven Lennon, hefur ekki skorað í fyrstu tveimur leikjunum. Framarar fóru á kostum í vetur en gengur illa framan af móti þótt Þorvaldur sé sáttur við spilamennskuna. „Ég veit ekki hvort það sé hægt að segja að við höfum verið frábærir í vetur. Við spiluðum ágætlega í vetur en það skiptir ekki þegar út í mótið er komið. Við höfum spilað ágætlega þessa tvo leiki en það er eins og þá með aðra að við þurfum að skapa fleiri færi," sagði Þorvaldur. Þorvaldur var spurður að því hvað þyrfti að fara yfir á æfingu á morgun. Líkt og í fyrra tekst Fram ekki að ná hagstæðum úrslitum í fyrstu umferðum Íslandsmótsins. Þorvaldur var stuttur til svars. „Við erum búnir með tvö færi og við skulum sjá til," sagði Þorvaldur og kvaddi. Atli Guðnason: Það var einn í FH sem skoraði ansi oft svonaMynd/StefánAtli Guðnason var kampakátur í leikslok enda skoraði hann eina mark leiksins, af harðfylgi, átta mínútum fyrir leikslok. Þá stakk hann sér fram fyrir Almar Ormarsson bakvörð Framara og hamraði knöttinn framhjá Ögmundi í markinu. „Ég er búinn að æfa þetta í nokkur ár, að stinga mér svona framfyrir varnarmanninn. Það var einn í FH, sem er reyndar farinn núna, sem skoraði ansi oft svona. Það er gott að einhver annar geti gert þetta núna," sagði Atli Guðnason hetja FH-inga og átti að sjálfsögðu við Tryggva Guðmundsson. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en FH-ingar sóttu í sig veðrið í þeim seinni. „Bara að halda áfram og gera það sem við erum góðir í. Hætta að hlaupa með boltann og fara að senda boltann á milli. Nota færri snertingar og sýna þolinmæði. Ef við erum þolinmóðir þá kemur þetta venjulega og það gekk eftir í dag." Matthías Vilhjálmsson hefur verið jafnbesti leikmaður FH undanfarin tímabil. Hann spilar nú með liði Start í norsku b-deildinni og virðist skora í hverjum leik. Eru FH-ingarnir ekki farnir að sakna hans? „Auðvitað sökunum við hans enda góður leikmaður. En við verðum að spila án hans og það virðist virka ágætlega. Við erum komnir með fjögur stig í tveimur leikjum," sagði Atli ánægður með dagsverkið. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Atli Guðnason tryggði FH-ingum 1-0 sigur á Fram í 2. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld. Sigurmark Atla kom átta mínútum fyrir leikslok og Framarar eru því stigalausir eftir fyrstu tvo leikina. Gestirnir úr Safamýrinni voru sprækari á upphafsmínútum leiksins en án þess þó að skapa sér hættuleg færi. Þeir komu reyndar boltanum í mark FH-inga eftir 15 mínútur en það var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. FH-ingar voru rólegir í tíðinni og náðu helst að ógna í gegnum tilburði þeirra nafna, Atla Guðnasonar og Atla Viðars Björnssonar. Markalaust í hálfleik og frekar daufur leikur enn sem komið var. Seinni hálfleikur byrjaði á sömu nótunum og það var fátt sem benti til þess að liðunum tækist að brjóta ísinn og setja boltann í netið. Mjög góður kafli heimamanna þegar rúmlega 10 mínútur voru eftir af leiknum kveikti þó vonir í hjörtum stuðningsmanna þeirra og það var svo fyrrnefndur Atli Guðnason sem skoraði sigurmark FH eftir ágæta fyrirgjöf Guðjóns frá hægri kantinum. Atli stakk sér fram fyrir varnarmenn Framara og stýrði boltanum óverjandi framhjá Ögmundi í markinu. Leikurinn dó út eftir þetta og Framarar virtust aldrei líklegir til þess að jafna metin. FH-ingar voru nokkuð seinir í gang en góður kafli þeirra á ögurstundu skilaði dýrmætum stigum í hús. Varnarlínan var traust allan leikinn og Björn Daníel spilaði vel á miðsvæðinu. Atlarnir tveir voru líflegir og það er alltaf gott að eiga slíka ása upp í erminni. Framarar áttu ágætis kafla inn á milli en það hlýtur að valda Þorvaldi Örlygssyni, þjálfara Fram,áhyggjum hversu bitlausir hans menn eru í sókninni. Steven Lennon hefur ekki náð að fylgja eftir frábæru undirbúningstímabili og það hlýtur að vera forgangsatriði í Safamýrinni að koma honum í gang sem allra fyrst. Heimir Guðjónsson: Þetta eiga vængmenn að geraMynd/Daníel„Þetta var fínn sigur og sanngjarn fannst mér. Þetta var svo sem enginn sambabolti sem boðið var upp á en við fengum þrjú stig. Besta mál," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH. Bæði lið fóru sér hægt í fyrri hálfleik og fátt um færi. „Það er oft ágætt að hafa þolinmæðina að leiðarljósi og við gerðum það. Við náðum að spila boltanum betur í seinni hálfleik en þeim fyrri sem dugði," sagði Heimir. Atli Guðnason skoraði eina mark leiksins og var Heimir ánægður með hans framtak. „Þetta er það sem vængmenn eiga að gera þegar boltinn kemur inn á teig. Stinga sér fram fyrir varnarmennina. Hann gerði það vel og kláraði þetta," sagði Heimir og neitaði því að hann hefði verið farinn að ókyrrast í hálfleik. Liðið gerði óvænt jafntefli gegn Grindavík á heimavelli í fyrstu umferð en liðið hefur farið flatt á því að byrja tímabilið illa undanfarin ár. „Alls ekki. Við vissum að við þyrftum ekki að bæta okkar leik mikið til að skapa betri færi. Við gerðum það og það er jákvætt," sagði Heimir. Þorvaldur Örlygsson: Leikur okkar í heild sinni mjög góðurMynd/Daníel„Leikur okkar í heild sinni var mjög góður. Við vorum betri aðilinn meiri part fyrri hálfleiksins. Þeir fá fyrsta horn sitt í síðari hálfleik og voru ekki að skapa sér mörg færi. Við vorum betri aðilinn í dag en mörkin telja," sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Framara, sáttur við spilamennskuna en svekktur með niðurstöðuna. Frömurum gekk illa að skapa sér færi í leiknum og féllu neðar á völlinn í síðari hálfleik. „Eins og þú sást vorum við framar á vellinum í fyrri hálfleik og vorum að fá færi. Leikurinn þróast þannig að liðin eru að sigla á miðjusvæðinu og fá færi hjá báðum liðum. Þrátt fyrir það fengum við hornspyrnur og hálffæri til að koma okkur í betri færi. Það voru hins vegar fá færi hjá báðum liðum í seinni hálfleik," sagði Þorvaldur. Heitasti leikmaður undirbúningstímabilsins, Steven Lennon, hefur ekki skorað í fyrstu tveimur leikjunum. Framarar fóru á kostum í vetur en gengur illa framan af móti þótt Þorvaldur sé sáttur við spilamennskuna. „Ég veit ekki hvort það sé hægt að segja að við höfum verið frábærir í vetur. Við spiluðum ágætlega í vetur en það skiptir ekki þegar út í mótið er komið. Við höfum spilað ágætlega þessa tvo leiki en það er eins og þá með aðra að við þurfum að skapa fleiri færi," sagði Þorvaldur. Þorvaldur var spurður að því hvað þyrfti að fara yfir á æfingu á morgun. Líkt og í fyrra tekst Fram ekki að ná hagstæðum úrslitum í fyrstu umferðum Íslandsmótsins. Þorvaldur var stuttur til svars. „Við erum búnir með tvö færi og við skulum sjá til," sagði Þorvaldur og kvaddi. Atli Guðnason: Það var einn í FH sem skoraði ansi oft svonaMynd/StefánAtli Guðnason var kampakátur í leikslok enda skoraði hann eina mark leiksins, af harðfylgi, átta mínútum fyrir leikslok. Þá stakk hann sér fram fyrir Almar Ormarsson bakvörð Framara og hamraði knöttinn framhjá Ögmundi í markinu. „Ég er búinn að æfa þetta í nokkur ár, að stinga mér svona framfyrir varnarmanninn. Það var einn í FH, sem er reyndar farinn núna, sem skoraði ansi oft svona. Það er gott að einhver annar geti gert þetta núna," sagði Atli Guðnason hetja FH-inga og átti að sjálfsögðu við Tryggva Guðmundsson. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en FH-ingar sóttu í sig veðrið í þeim seinni. „Bara að halda áfram og gera það sem við erum góðir í. Hætta að hlaupa með boltann og fara að senda boltann á milli. Nota færri snertingar og sýna þolinmæði. Ef við erum þolinmóðir þá kemur þetta venjulega og það gekk eftir í dag." Matthías Vilhjálmsson hefur verið jafnbesti leikmaður FH undanfarin tímabil. Hann spilar nú með liði Start í norsku b-deildinni og virðist skora í hverjum leik. Eru FH-ingarnir ekki farnir að sakna hans? „Auðvitað sökunum við hans enda góður leikmaður. En við verðum að spila án hans og það virðist virka ágætlega. Við erum komnir með fjögur stig í tveimur leikjum," sagði Atli ánægður með dagsverkið.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira