Íslenski boltinn

Pepsi-mörkin extra: Jói Kalli hitti ekki Hjörvar Hafliðason

Hjörvar Hafliðason hitti fyrirliða ÍA og KR og ræddi við þá um stórleik kvöldsins í Pepsideild karla. Bræðurnir Jóhannes Karl og Bjarni Guðjónssynir hafa frá ýmsum að segja og "Jói Kalli" var hársbreidd frá því að skjóta boltanum í Hjörvar í miðri kynningu. Þórður Guðjónsson framkvæmdastjóri ÍA kemur einnig við sögu í þessu "bræðrainnslagi".

Hjörvar fór yfir ýmsa hluti með þeim bræðrum: Þeir eiga ekki von á því að spila saman aftur á ferlinum nema að KSÍ setji upp landslið fyrir eldri borgara.

Jóhannes Karl er sannfærður um að hann sé bestur af þeim bræðrum en Þórður er að sjálfsögðu ekki alveg sammála þeirri fullyrðingu.

Bjarni Guðjónsson fær að sögn þeirra bræðra góðar móttökur á Akranesvelli í kvöld þrátt fyrir að hann hafi yfirgefið ÍA á miðju tímabili á sínum tíma.

Búist er við miklu fjölmenni á leikinn í kvöld og Þórður býst við allt að 4000 áhorfendum.

Heil umferð fer fram í Pepsideildinni í kvöld: Leikur ÍA og KR verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport og hefst útsendingin kl. 19.45 en leikurinn hefst 20.00.

Umferðin verður gerð upp í þættinum Pepsimörkunum sem hefst kl. 22.00 í opinni dagskrá á Stöð 2 sport.

Öllum leikjum dagsins verður lýst í beinni textalýsingu á Boltavaktinni á Vísi:

18.00 ÍBV - Breiðablik

19.15: Grindavík - Keflavík

19.15: Valur - Selfoss

19.15: FH - Fram

19:15: Stjarnan - Fylkir

20:00: ÍA - KR




Tengdar fréttir

Enginn "hanaslagur“ hjá bræðrunum

Bjarni og Jóhannes Karl mætast sem fyrirliðar í stórleik ÍA og KR í Pepsi-deild karla í kvöld en bræðurnir hafa aldrei mæst áður sem mótherjar. Eftirvænting og spenna ríkir í fjölskyldunni, enda Jóhannes Karl að spila heimaleik á Akranesvelli í fyrsta sinn í fjórtán ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×